Lampard: Gareth Bale er alltof indæll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 08:00 Gareth Bale. Vísir/Getty Frank Lampard hafði sína skoðun á frammistöðu Gareth Bale með Real Madrid í 2-0 sigri á Schalke í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Lampard vill að hann hugsi meira um sjálfan sig. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá þeim velska að undanförnu en dýrasti knattspyrnumaður heims hefur bætt þurft að hlusta á baul frá stuðningsmönnunum sem og harða gagnrýni í spænsku pressunni. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Bale í leiknum í gær og virtist hann oft taka ranga ákvörðun þegar hann nálgaðist vítateiginn. „Ég hef á tilfinningunni að þetta sé afar indæll strákur," sagði Frank Lampard við Sky Sports. „Hann ætti að hafa meira egó miðað við það sem hann hefur þegar afrekað á ferlinum. Kannski hefur hann áhyggjur af því að gera ekki of mikið sjálfur þegar tækifærið gefst til að keyra sjálfur á markið, af ótta um að fá á sig gagnrýni," sagði Lampard sem vill að Bale hætti að reyna halda öllum öðrum ánægðum því að það sé ekki hægt. „Ég vona að hann losi sig við slíkan hugsunarhátt sem fyrst því það gæti farið að hafa slæm áhrif á hann," sagði Lampard. Bale hefur ekki skorað fyrir Real Madrid í næstum því einn mánuð og menn hafa tekið nokkrum sinnum eftir pirringi Cristiano Ronaldo þegar Bale reynir sjálfur að skjóta í stað þess að gefa hann. „Ég vildi sjá Cristiano (Ronaldo) koma fram og segja að þetta sé ekkert mál því við vitum að það er hann sem er aðalmaðurinn," sagði Lampard en látbragð Ronaldo hefur oft kallað fram baul á Bale. „Bale gæti hinsvegar komið enn sterkari til baka eftir þetta basl. Kannski sjáum við hann sóla þrjá og setja hann upp í fjærhornið í næsta leik," sagði Frank Lampard.Gareth BaleVísir/Getty Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Frank Lampard hafði sína skoðun á frammistöðu Gareth Bale með Real Madrid í 2-0 sigri á Schalke í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Lampard vill að hann hugsi meira um sjálfan sig. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá þeim velska að undanförnu en dýrasti knattspyrnumaður heims hefur bætt þurft að hlusta á baul frá stuðningsmönnunum sem og harða gagnrýni í spænsku pressunni. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Bale í leiknum í gær og virtist hann oft taka ranga ákvörðun þegar hann nálgaðist vítateiginn. „Ég hef á tilfinningunni að þetta sé afar indæll strákur," sagði Frank Lampard við Sky Sports. „Hann ætti að hafa meira egó miðað við það sem hann hefur þegar afrekað á ferlinum. Kannski hefur hann áhyggjur af því að gera ekki of mikið sjálfur þegar tækifærið gefst til að keyra sjálfur á markið, af ótta um að fá á sig gagnrýni," sagði Lampard sem vill að Bale hætti að reyna halda öllum öðrum ánægðum því að það sé ekki hægt. „Ég vona að hann losi sig við slíkan hugsunarhátt sem fyrst því það gæti farið að hafa slæm áhrif á hann," sagði Lampard. Bale hefur ekki skorað fyrir Real Madrid í næstum því einn mánuð og menn hafa tekið nokkrum sinnum eftir pirringi Cristiano Ronaldo þegar Bale reynir sjálfur að skjóta í stað þess að gefa hann. „Ég vildi sjá Cristiano (Ronaldo) koma fram og segja að þetta sé ekkert mál því við vitum að það er hann sem er aðalmaðurinn," sagði Lampard en látbragð Ronaldo hefur oft kallað fram baul á Bale. „Bale gæti hinsvegar komið enn sterkari til baka eftir þetta basl. Kannski sjáum við hann sóla þrjá og setja hann upp í fjærhornið í næsta leik," sagði Frank Lampard.Gareth BaleVísir/Getty
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira