Bændur vilja nálgast hina lattelepjandi lopatrefla Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2015 15:19 Bændur munu leggja undir sig Hörpuna eftir rúma viku og það leggst bara vel í Halldór Guðmundsson. Bændur ætla að gera sér glaðan dag þann 1. mars þegar Búnaðarþing verður sett: Kaupstaðarferð og það sem meira er, þeir ætla að „sameinast iðandi mannlífi Hörpunnar tónlistarhúss þar sem Vetrarmarkaður Búrsins fer fram á jarðhæð og ýmsir smáframleiðendur bjóða fram vörur sínar,“ eins og segir í boðsmiða sem Bændasamtökin hafa dreift meðal vina og velunnara. Eiríkur Blöndal er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og hann segir að Búnaðarþingið hafi verið haldið í Hörpu í fyrra og tókst þá vel til, troðfullt hús. „Það er gaman að tengja þetta matarmarkaðinum sem verður haldinn þarna á sama tíma. Og svo Food and Fun sem er á sama tíma. Við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Eiríkur sem segist aðspurður bændur ekki óttast lattelepjandi lopatrefla sem gjarnan er að finna í Hörpu. „Nei, það er nú eitthvað annað. Þetta er nú bara hátíð fyrir alla og gaman að setja búnaðarþing með stæl. Við erum einmitt að reyna að nálgast þá.“ Hvergi er til sparað þegar Búnaðarþingið verður sett; létt hádegishressing í boði íslenskra bænda og þá munu Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setja þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpa gesti. Og ljóst er að sjónvarpsfólkið Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason hafa eignað sér stað í hjarta landsmanna og eru eftirsóttir veislustjórar; þau munu leiða athöfnina. Freyjukórinn úr Borgarfirði mun syngja, landbúnaðarverðlaun verða veitt og hljómsveitin Brother Grass flytur nokkur lög. Þá er boðað að fyrirtæki sem tengjast landbúnaði verði á svæðinu, þau kynna starfsemi sína auk þess sem Grillvagn sauðfjárbænda verður rjúkandi heitur fyrir framan Hörpuna; þar ætla meðlimir í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna að grilla gómsætt lambakjötið ofan í gesti og gangandi. En, hvernig horfir þetta við þeim sem fást við hámenninguna í Hörpu, að fá inná sig bændur og búalið sem vilja breyta tónlistarhúsinu sjálfu í matarmarkað? Halldór Guðmundsson segir þetta risadag. Og hann bendir á að matarmarkaður Búrsins hafi margoft verið í Hörpu og gert mikla lukku. „Aldrei nýtur þú tónleika betur en vel étinn. Matarmarkaðurinn er hér á jarðhæð, tónleikar á annarri hæð, þannig að hann skapar mjög góða undirstöðu.“En, er ekki hætt við að þeim hinum lattelepjandi lopatreflum, sem eru þarna öllum stundum, muni bregða við þessa innrás bændanna? „Það væri lítill latte ef það væri ekki landbúnaður,“ segir Halldór Guðmundsson. Food and Fun Tengdar fréttir Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56 Bændasamtökin ætla ekki að selja Hótel Sögu Tilboðin ekki nægilega hagstæð. 28. janúar 2015 10:36 Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Bændur ætla að gera sér glaðan dag þann 1. mars þegar Búnaðarþing verður sett: Kaupstaðarferð og það sem meira er, þeir ætla að „sameinast iðandi mannlífi Hörpunnar tónlistarhúss þar sem Vetrarmarkaður Búrsins fer fram á jarðhæð og ýmsir smáframleiðendur bjóða fram vörur sínar,“ eins og segir í boðsmiða sem Bændasamtökin hafa dreift meðal vina og velunnara. Eiríkur Blöndal er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og hann segir að Búnaðarþingið hafi verið haldið í Hörpu í fyrra og tókst þá vel til, troðfullt hús. „Það er gaman að tengja þetta matarmarkaðinum sem verður haldinn þarna á sama tíma. Og svo Food and Fun sem er á sama tíma. Við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Eiríkur sem segist aðspurður bændur ekki óttast lattelepjandi lopatrefla sem gjarnan er að finna í Hörpu. „Nei, það er nú eitthvað annað. Þetta er nú bara hátíð fyrir alla og gaman að setja búnaðarþing með stæl. Við erum einmitt að reyna að nálgast þá.“ Hvergi er til sparað þegar Búnaðarþingið verður sett; létt hádegishressing í boði íslenskra bænda og þá munu Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setja þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpa gesti. Og ljóst er að sjónvarpsfólkið Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason hafa eignað sér stað í hjarta landsmanna og eru eftirsóttir veislustjórar; þau munu leiða athöfnina. Freyjukórinn úr Borgarfirði mun syngja, landbúnaðarverðlaun verða veitt og hljómsveitin Brother Grass flytur nokkur lög. Þá er boðað að fyrirtæki sem tengjast landbúnaði verði á svæðinu, þau kynna starfsemi sína auk þess sem Grillvagn sauðfjárbænda verður rjúkandi heitur fyrir framan Hörpuna; þar ætla meðlimir í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna að grilla gómsætt lambakjötið ofan í gesti og gangandi. En, hvernig horfir þetta við þeim sem fást við hámenninguna í Hörpu, að fá inná sig bændur og búalið sem vilja breyta tónlistarhúsinu sjálfu í matarmarkað? Halldór Guðmundsson segir þetta risadag. Og hann bendir á að matarmarkaður Búrsins hafi margoft verið í Hörpu og gert mikla lukku. „Aldrei nýtur þú tónleika betur en vel étinn. Matarmarkaðurinn er hér á jarðhæð, tónleikar á annarri hæð, þannig að hann skapar mjög góða undirstöðu.“En, er ekki hætt við að þeim hinum lattelepjandi lopatreflum, sem eru þarna öllum stundum, muni bregða við þessa innrás bændanna? „Það væri lítill latte ef það væri ekki landbúnaður,“ segir Halldór Guðmundsson.
Food and Fun Tengdar fréttir Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56 Bændasamtökin ætla ekki að selja Hótel Sögu Tilboðin ekki nægilega hagstæð. 28. janúar 2015 10:36 Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56
Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09