Stjörnumenn hafa leyft stuðningsmönnum sínum að fylgjast með ferðalaginu norður á Facebook-síðunni sinni en miðað við nýjustu fregnir er rútan nú stödd í Varmahlíð, þegar þessi orð eru skrifuð.
Ef síðasti spölurinn til Akureyrar gengur að óskum ætti leikurinn að geta hafist klukkan 20.30. Honum verður lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.