Umfjöllun: Katar - Frakkland 22-25 | Frakkar heimsmeistarar í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2015 15:45 Vísir/Getty Frakkland varð í dag heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik, 25-22. Þar með eru Frakkar ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar. Frakkar leiddu frá upphafsmínútum allt til loka en heimamenn í Katar börðust þó grimmilega fyrir sínu og hleyptu þeim frönsku aldrei of langt fram úr sér. Katar er að mestu skipað aðkeyptum leikmönnum frá Evrópu og Afríku og er með þaulreyndan þjálfara á hliðarlínunni, Spánverjann Valero Rivero, sem gerði Spán að heimsmeisturum fyrir tveimur árum síðan. Liðið hefur æft saman nánast daglega svo mánuðum skiptir og bætt leik sinn með hverjum leiknum á mótinu. Liðið spilaði vel í dag, og enginn betur en markvörðurinn Danijel Saric, en það dugði ekki til gegn gullaldarliði Frakka sem bætti enn einum titlinum í safnið í dag. Staðan í hálfleik var 14-11 en munurinn var aldrei meiri en þrjú mörk í þeim síðari. Þrátt fyrir að Thierry Omeyer hafi átt erfitt uppdráttar framan af varði hann mikilvæg skot í síðari hálfleik auk þess sem að vörn liðsins var gríðarlega öflug og refsuðu Frakkarnir grimmt fyrir hver mistök sem heimamenn gerðu. Niðurstaðan var því sanngjarn sigur en því skal haldið til haga að frammistaða tékkneska dómaraparsins í leiknum var til mikilla sóma og var ekki að sjá að þeir hafi látið umræðu síðustu daga og vikna um heimadómgæslu og jafnvel mútuþægni hafa áhrif á sig. Nikola Karabatic var markahæstur Frakka með fimm mörk en hann skoraði þau öll í fyrri hálfleik. Það var þó franska vörnin fyrst og fremst sem skóp sigur þeirra í dag. Zarko Markovic skoraði sjö mörk fyrir Katar og Rafael Capote sex. Gestgjafarnir skoruðu fyrsta mark leiksins og þegar Svartfellingurinn Goran Stojanovic varði víti frá Frökkum í næstu sókn rann á mann grunur um að þetta yrði kvöld Katars. En annað kom fljótlega á daginn. Leikmenn Katars áttu í stökustu vandræðum með öflugan varnarleik Frakkanna og markvörslu Thierry Omeyer. Frakkar tóku undirtökin í leiknum og komust í 5-3, svo 9-5 og loks 13-7 þegar um átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Hassan Mabrouk, egypska varnartröllið í liði Katar, var þar að auki búinn að láta reka sig tvisvar af velli á fyrstu tólf mínútum leiksins og var því útlitið ekki bjart fyrir heimamenn. En kúbverska skyttan Rafael Capote hefur margsinnis sýnt snilli sína í þessu móti og hann kom Katar inn í leikinn með tveimur mörkum langt utan að velli. Nikola Karabatic fékk svo umdeilda brottvísun og Katar minnkaði muninn í þrjú mörk, 13-10. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14-11, Frökkum í vil, en heimamenn gátu þakkað bosníska markverðinum Danijel Saric að forysta þeirra frönsku var ekki enn meiri. Hann varði sjö skot í fyrri hálfleik, þar af mörg úr dauðafærum. Eftir góða byrjun Omeyer í franska markinu dró af honum og munar um minna. Heimamenn byrjuðu einnig vel í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu tvö mörkin, auk þess sem að Saric tók upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Frakkar rönkuðu við sér og héld undirtökunum en það stóð oft tæpt. Eftir því sem leið á leikinn urðu menn heitari og skapbráðari. Omeyer átti enn erfitt með að finna taktinn en á meðan var vörn heimamanna og markvarsla öflug. Katar fékk tækifæri til að jafna metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þá minnti Omeyer á sig og varði mikilvægt skot. Góð vörn Frakka sá til þess að þeir héldu undirtökunum. Hver mistök sem Katar gerði voru dýr því Frakkar refsuðu umsvifalaust fyrir þau með auðfengnum mörkum. Það var lykilatriði fyrir Frakka sem áttu á köflum í erfiðleikum með að komast í gegnum uppstillta vörn heimamanna. Frakkar héldu sínu allt til loka og gátu leyft sér að fagna áður en leiktíminn var allur. Titillinn var þeirra, enn og aftur, og stendur liðið í efsta þrepi sem verðskuldaður heimsmeistari. HM 2015 í Katar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Frakkland varð í dag heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik, 25-22. Þar með eru Frakkar ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar. Frakkar leiddu frá upphafsmínútum allt til loka en heimamenn í Katar börðust þó grimmilega fyrir sínu og hleyptu þeim frönsku aldrei of langt fram úr sér. Katar er að mestu skipað aðkeyptum leikmönnum frá Evrópu og Afríku og er með þaulreyndan þjálfara á hliðarlínunni, Spánverjann Valero Rivero, sem gerði Spán að heimsmeisturum fyrir tveimur árum síðan. Liðið hefur æft saman nánast daglega svo mánuðum skiptir og bætt leik sinn með hverjum leiknum á mótinu. Liðið spilaði vel í dag, og enginn betur en markvörðurinn Danijel Saric, en það dugði ekki til gegn gullaldarliði Frakka sem bætti enn einum titlinum í safnið í dag. Staðan í hálfleik var 14-11 en munurinn var aldrei meiri en þrjú mörk í þeim síðari. Þrátt fyrir að Thierry Omeyer hafi átt erfitt uppdráttar framan af varði hann mikilvæg skot í síðari hálfleik auk þess sem að vörn liðsins var gríðarlega öflug og refsuðu Frakkarnir grimmt fyrir hver mistök sem heimamenn gerðu. Niðurstaðan var því sanngjarn sigur en því skal haldið til haga að frammistaða tékkneska dómaraparsins í leiknum var til mikilla sóma og var ekki að sjá að þeir hafi látið umræðu síðustu daga og vikna um heimadómgæslu og jafnvel mútuþægni hafa áhrif á sig. Nikola Karabatic var markahæstur Frakka með fimm mörk en hann skoraði þau öll í fyrri hálfleik. Það var þó franska vörnin fyrst og fremst sem skóp sigur þeirra í dag. Zarko Markovic skoraði sjö mörk fyrir Katar og Rafael Capote sex. Gestgjafarnir skoruðu fyrsta mark leiksins og þegar Svartfellingurinn Goran Stojanovic varði víti frá Frökkum í næstu sókn rann á mann grunur um að þetta yrði kvöld Katars. En annað kom fljótlega á daginn. Leikmenn Katars áttu í stökustu vandræðum með öflugan varnarleik Frakkanna og markvörslu Thierry Omeyer. Frakkar tóku undirtökin í leiknum og komust í 5-3, svo 9-5 og loks 13-7 þegar um átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Hassan Mabrouk, egypska varnartröllið í liði Katar, var þar að auki búinn að láta reka sig tvisvar af velli á fyrstu tólf mínútum leiksins og var því útlitið ekki bjart fyrir heimamenn. En kúbverska skyttan Rafael Capote hefur margsinnis sýnt snilli sína í þessu móti og hann kom Katar inn í leikinn með tveimur mörkum langt utan að velli. Nikola Karabatic fékk svo umdeilda brottvísun og Katar minnkaði muninn í þrjú mörk, 13-10. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14-11, Frökkum í vil, en heimamenn gátu þakkað bosníska markverðinum Danijel Saric að forysta þeirra frönsku var ekki enn meiri. Hann varði sjö skot í fyrri hálfleik, þar af mörg úr dauðafærum. Eftir góða byrjun Omeyer í franska markinu dró af honum og munar um minna. Heimamenn byrjuðu einnig vel í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu tvö mörkin, auk þess sem að Saric tók upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Frakkar rönkuðu við sér og héld undirtökunum en það stóð oft tæpt. Eftir því sem leið á leikinn urðu menn heitari og skapbráðari. Omeyer átti enn erfitt með að finna taktinn en á meðan var vörn heimamanna og markvarsla öflug. Katar fékk tækifæri til að jafna metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þá minnti Omeyer á sig og varði mikilvægt skot. Góð vörn Frakka sá til þess að þeir héldu undirtökunum. Hver mistök sem Katar gerði voru dýr því Frakkar refsuðu umsvifalaust fyrir þau með auðfengnum mörkum. Það var lykilatriði fyrir Frakka sem áttu á köflum í erfiðleikum með að komast í gegnum uppstillta vörn heimamanna. Frakkar héldu sínu allt til loka og gátu leyft sér að fagna áður en leiktíminn var allur. Titillinn var þeirra, enn og aftur, og stendur liðið í efsta þrepi sem verðskuldaður heimsmeistari.
HM 2015 í Katar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira