Grátandi kona og krafa um uppgjör Sigurjón M. Egilsson skrifar 2. febrúar 2015 08:47 Illt er ástandið í Framsóknarflokki. Meðan flokksmaður til áratuga krefur formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, um uppgjör innan flokks kvartar annar borgarfulltrúanna, Guðfinna J. Guðmundsdóttir sáran undan því sem hún kallar einelti. „Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en ég er ætla ég að leyfa mér að gráta,“ skrifar borgarfulltrúinn Guðfinna J. Guðmundsdóttir. Á sama tíma skrifar fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akureyrar: „Fram að næsta flokksþingi þarf afdráttarlausa yfirlýsingu frá formanni flokksins og varaformanni um fullkomna andstöðu við daður borgarfulltrúanna. Ef ekki munu flestir þeirra fáu sem reyna að verja málstað flokksins fara. Þar á meðal ég.“ Hér er alvara á ferð. Er flokkur forsætisráðherra í klofningshættu? Getur það flokksfólk, sem fylgt hefur flokknum í langan tíma, ekki sætti sig við það fólk sem er nýgengið í flokkinn og hefur skapað að honum aðra ímynd en áður var? Engum sem fylgist með dylst að nýliðarnir í Framsóknarflokki, það er borgarfulltrúarnir, stugga við þeim sem fyrir eru. Jóhannes er ekki einn um ósættið. Jóhanna María Sigmundsdóttir þingkona, skrifar: „Það er ótrúlegt að þurfa dag eftir dag að hreinsa sig af ásökunum um stuðning við mismunun og öfgahópa.“ Ljóst er að formanns Framsóknarflokksins bíða verk og ákvarðanir. Mörgu flokksfólki líður illa. Hvaða stjórnandi sem er, hvort sem það er á vinnustað, í félagsstarfi eða hvar sem er, verður að bregðast við ef vanlíðan þeirra sem með honum starfa er þvílík að fólk grætur af vanlíðan. Guðfinna finnur til undan fólki eins og Jóhannesi og Jóhönnu Margréti. Téður Jóhannes skrifar: „Í dag hef ég í tvígang verið spurður þeirrar spurningar hvort ég sé rasisti. Ástæðurnar ekki vegna eigin orða eða gjörða heldur framganga borgarfulltrúa flokksins síðustu misseri. Rétt er að árétta á þessu stigi máls að ég er alls ekki rasisti, raunar þvert á móti. Forysta Framsóknarflokksins þarf hins vegar að sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af. Rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík eiga ekkert erindi í þessum flokki. Svona þenkjandi fólk verður að víkja, þeim á ekki að vera vært á næsta flokksþingi.“ Hér er engin tæpitunga töluð. Hér er alvara á ferð. Og Jóhanna María: „...kannski var maður ekki að trúa því fyrst að maður þyrfti að bera af sér ásakanir um rasisma og hatur í garð einstaklinga. En þegar að málflutningur sem slíkur ætlaði að fara af stað aftur þá vissi maður að taka þyrfti í taumana strax.“ Guðfinna veltir fyrir sér hvaða fólk amist við henni: „...hvort sem það eru pólitískir andstæðingar eða fólk í sama flokki sem er að berjast um völd eða er á leið úr flokknum og vantar sínar 15 mínútur af frægð. Versta við eineltið er að sitja hjá og leyfa því að gerast.“ Boltinn er hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Illt er ástandið í Framsóknarflokki. Meðan flokksmaður til áratuga krefur formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, um uppgjör innan flokks kvartar annar borgarfulltrúanna, Guðfinna J. Guðmundsdóttir sáran undan því sem hún kallar einelti. „Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en ég er ætla ég að leyfa mér að gráta,“ skrifar borgarfulltrúinn Guðfinna J. Guðmundsdóttir. Á sama tíma skrifar fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akureyrar: „Fram að næsta flokksþingi þarf afdráttarlausa yfirlýsingu frá formanni flokksins og varaformanni um fullkomna andstöðu við daður borgarfulltrúanna. Ef ekki munu flestir þeirra fáu sem reyna að verja málstað flokksins fara. Þar á meðal ég.“ Hér er alvara á ferð. Er flokkur forsætisráðherra í klofningshættu? Getur það flokksfólk, sem fylgt hefur flokknum í langan tíma, ekki sætti sig við það fólk sem er nýgengið í flokkinn og hefur skapað að honum aðra ímynd en áður var? Engum sem fylgist með dylst að nýliðarnir í Framsóknarflokki, það er borgarfulltrúarnir, stugga við þeim sem fyrir eru. Jóhannes er ekki einn um ósættið. Jóhanna María Sigmundsdóttir þingkona, skrifar: „Það er ótrúlegt að þurfa dag eftir dag að hreinsa sig af ásökunum um stuðning við mismunun og öfgahópa.“ Ljóst er að formanns Framsóknarflokksins bíða verk og ákvarðanir. Mörgu flokksfólki líður illa. Hvaða stjórnandi sem er, hvort sem það er á vinnustað, í félagsstarfi eða hvar sem er, verður að bregðast við ef vanlíðan þeirra sem með honum starfa er þvílík að fólk grætur af vanlíðan. Guðfinna finnur til undan fólki eins og Jóhannesi og Jóhönnu Margréti. Téður Jóhannes skrifar: „Í dag hef ég í tvígang verið spurður þeirrar spurningar hvort ég sé rasisti. Ástæðurnar ekki vegna eigin orða eða gjörða heldur framganga borgarfulltrúa flokksins síðustu misseri. Rétt er að árétta á þessu stigi máls að ég er alls ekki rasisti, raunar þvert á móti. Forysta Framsóknarflokksins þarf hins vegar að sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af. Rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík eiga ekkert erindi í þessum flokki. Svona þenkjandi fólk verður að víkja, þeim á ekki að vera vært á næsta flokksþingi.“ Hér er engin tæpitunga töluð. Hér er alvara á ferð. Og Jóhanna María: „...kannski var maður ekki að trúa því fyrst að maður þyrfti að bera af sér ásakanir um rasisma og hatur í garð einstaklinga. En þegar að málflutningur sem slíkur ætlaði að fara af stað aftur þá vissi maður að taka þyrfti í taumana strax.“ Guðfinna veltir fyrir sér hvaða fólk amist við henni: „...hvort sem það eru pólitískir andstæðingar eða fólk í sama flokki sem er að berjast um völd eða er á leið úr flokknum og vantar sínar 15 mínútur af frægð. Versta við eineltið er að sitja hjá og leyfa því að gerast.“ Boltinn er hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun