Með sérleyfi á fjöllin fyrir þyrluskíðaferðir Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2015 19:45 Þrjú fyrirtæki hafa nú haslað sér völl í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga og hefur elsta fyrirtækið gripið til þess ráðs að semja við landeigendur og sveitarfélög um sérleyfi til að lenda með skíðamenn á fjallstindum. „Það er eðlilegt þegar eitthvað gengur vel á Íslandi, þá fara allir af stað,“ segir Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður sem ruddi brautina í þessari tegund ferðaþjónustu á Tröllaskaga þegar hann stofnaði fyrirtækið Bergmenn árið 2008. Tvö önnur fyrirtæki bættust við í fyrra, annað á Ólafsfirði og hitt á Siglufirði og í Fljótum. Jökull var hins vegar áður byrjaður að gera einkaréttarsamninga.Jökull Bergmann á Klængshóli í Skíðadal, eigandi Bergmanna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það eru kannski fyrstu samningar á Íslandi sem hafa verið gerðir við landeigendur um einkarétt á nýtingu á þeirra landi til þessa ákveðna hlutar, þar sem þeir eru að fá greiðslu fyrir, - bæði búinn að gera mikið af samningum við landeigendur og svo sveitarfélögin á svæðinu, einfaldlega til að koma í veg fyrir að varan yrði eyðilögð.“ Bandarískir ferðamenn sem við hittum á Klængshóli í Skíðadal nefndu þá upplifun að vera einir á ferðinni þar sem engir aðrir væru. „Svona starfsemi þarf gríðarlega mikið pláss vegna þess að varan sem fólk er að kaupa er í raun að hafa aðgang að óskíðuðum brekkum, það er að segja að enginn annar hafi skíðað þar,“ segir Jökull.Skíðamennirnir sækjast eftir brekkum þar sem engin skíðaför sjást og engir aðrir eru á ferðinni.Mynd/Bergmenn.Í Ólafsfirði hóf Björgvin Björgvinsson rekstur Viking-þyrluskíðafyrirtækisins í fyrra. Hann gerði þá athugasemdir við að Dalvíkurbyggð og Grýtubakkahreppur skyldu semja um einkarétt við Jökul. Björgvin hefur þó ekki látið reyna á þá samninga og segist í samtali við Stöð 2 vonast til að allir geti lifað saman í sátt. Hann segir svæðið það stórt að viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við þyrlur frá öðrum. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur hins vegar ekki gert slíka samninga. Jökull Bergmann hefur áhyggjur. „Þetta er í raun eins og með allar aðrar auðlindir, sama hvort það er fiskur eða eitthvað annað; ef þú ofveiðir, þá taparðu á endanum, alveg klárlega, þótt þú græðir kannski í augnablikinu.“ Fjallað var um fyrirtæki Jökuls, Bergmenn, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í síðustu viku.Þyrla flýgur í Skíðadal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fjallabyggð Skagafjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Þrjú fyrirtæki hafa nú haslað sér völl í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga og hefur elsta fyrirtækið gripið til þess ráðs að semja við landeigendur og sveitarfélög um sérleyfi til að lenda með skíðamenn á fjallstindum. „Það er eðlilegt þegar eitthvað gengur vel á Íslandi, þá fara allir af stað,“ segir Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður sem ruddi brautina í þessari tegund ferðaþjónustu á Tröllaskaga þegar hann stofnaði fyrirtækið Bergmenn árið 2008. Tvö önnur fyrirtæki bættust við í fyrra, annað á Ólafsfirði og hitt á Siglufirði og í Fljótum. Jökull var hins vegar áður byrjaður að gera einkaréttarsamninga.Jökull Bergmann á Klængshóli í Skíðadal, eigandi Bergmanna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það eru kannski fyrstu samningar á Íslandi sem hafa verið gerðir við landeigendur um einkarétt á nýtingu á þeirra landi til þessa ákveðna hlutar, þar sem þeir eru að fá greiðslu fyrir, - bæði búinn að gera mikið af samningum við landeigendur og svo sveitarfélögin á svæðinu, einfaldlega til að koma í veg fyrir að varan yrði eyðilögð.“ Bandarískir ferðamenn sem við hittum á Klængshóli í Skíðadal nefndu þá upplifun að vera einir á ferðinni þar sem engir aðrir væru. „Svona starfsemi þarf gríðarlega mikið pláss vegna þess að varan sem fólk er að kaupa er í raun að hafa aðgang að óskíðuðum brekkum, það er að segja að enginn annar hafi skíðað þar,“ segir Jökull.Skíðamennirnir sækjast eftir brekkum þar sem engin skíðaför sjást og engir aðrir eru á ferðinni.Mynd/Bergmenn.Í Ólafsfirði hóf Björgvin Björgvinsson rekstur Viking-þyrluskíðafyrirtækisins í fyrra. Hann gerði þá athugasemdir við að Dalvíkurbyggð og Grýtubakkahreppur skyldu semja um einkarétt við Jökul. Björgvin hefur þó ekki látið reyna á þá samninga og segist í samtali við Stöð 2 vonast til að allir geti lifað saman í sátt. Hann segir svæðið það stórt að viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við þyrlur frá öðrum. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur hins vegar ekki gert slíka samninga. Jökull Bergmann hefur áhyggjur. „Þetta er í raun eins og með allar aðrar auðlindir, sama hvort það er fiskur eða eitthvað annað; ef þú ofveiðir, þá taparðu á endanum, alveg klárlega, þótt þú græðir kannski í augnablikinu.“ Fjallað var um fyrirtæki Jökuls, Bergmenn, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í síðustu viku.Þyrla flýgur í Skíðadal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Fjallabyggð Skagafjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18