Kia með nýjan tvinnjeppling Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 10:45 Ekki fá forvitnir mikið að sjá af bílnum í fyrstu. Á bílasýningunni í Chicago sem hefst 12. febrúar ætlar Kia að kynna nýjan jeppling sem bæði verður drifinn áfram af hefðbundinni bensínvél sem og rafmótorum. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og Kia segir að hann sé mjög seigur torfærubíll með fremur grófgert útlit. Samkvæmt því gæti hann verið líkt og Kia Soul á sterum, en víst er að hann er þónokkuð háfættari en Kia Soul. Þessi bíll á að henta fólki sem eyðir mestum tíma sínum innan borgarmarkanna, en hefur engu að síður þörf fyrir bíl sem treysta má á erfiðari slóðum stöku sinnum. Þessi hugmyndabíll Kia er því ekki ýkja fjarri hugmyndafræðinni bakvið Mitsubishi Outlander, sem einnig er tvinnbíll sem fær á að vera að fara ótroðnar slóðir. Báða þessa bíla er ódýrt að reka þar sem flestir þeir kílómetrar sem þeim er ekið er eingöngu á rafmagni. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Á bílasýningunni í Chicago sem hefst 12. febrúar ætlar Kia að kynna nýjan jeppling sem bæði verður drifinn áfram af hefðbundinni bensínvél sem og rafmótorum. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og Kia segir að hann sé mjög seigur torfærubíll með fremur grófgert útlit. Samkvæmt því gæti hann verið líkt og Kia Soul á sterum, en víst er að hann er þónokkuð háfættari en Kia Soul. Þessi bíll á að henta fólki sem eyðir mestum tíma sínum innan borgarmarkanna, en hefur engu að síður þörf fyrir bíl sem treysta má á erfiðari slóðum stöku sinnum. Þessi hugmyndabíll Kia er því ekki ýkja fjarri hugmyndafræðinni bakvið Mitsubishi Outlander, sem einnig er tvinnbíll sem fær á að vera að fara ótroðnar slóðir. Báða þessa bíla er ódýrt að reka þar sem flestir þeir kílómetrar sem þeim er ekið er eingöngu á rafmagni.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira