Handbolti

Fyrrum þjálfari Arnórs tekur við liði Snorra

Gaudin á hliðarlínunni með Hamburg.
Gaudin á hliðarlínunni með Hamburg. vísir/getty
Franska félagið Sélestat er búið að skipta um þjálfara.

Jean Luc Le Gall var rekinn úr starfi sínu á dögunum og í hans stað er Sélestat búið að ráða Christian Gaudin.

Þetta er gömul kempa í franska landsliðinu og hann var meðal annars undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg.

Hann þjálfaði lið Arnórs Atlasonar, St. Rapahel, um árabil en söðlaði um síðasta sumar og tók við brunarústunum hjá Hamburg.

Hann entist ekki lengi þar því hann var rekinn fyrir jól. Hann tók við rúmenska landsliðinu en var fljótur að yfirgefa það er tilboðið kom frá Sélestat.

Gaudin þykir harður og krefjandi þjálfari og því ljóst að Snorri og félagar fá að svitna hraustlega á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×