Handbolti

Boesen leggur skóna á hilluna

Boesen í leik með Dönum á ÓL í Peking árið 2008.
Boesen í leik með Dönum á ÓL í Peking árið 2008. vísir/epa
Einn besti handboltamaður Dana á öldinni, Lasse Boesen, mun senn ljúka gifturíkum ferli.

Boesen, sem leikur undir stjórn Arons Kristjánssonar hjá KIF Kolding, hefur ákveðið að láta gott heita í sumar.

„Ég er ekki lengur á meðal þeirra bestu og hef enga löngun til þess að spila áfram," sagði Boesen en hann er orðinn 35 ára gamall.

Meiðsli hafa farið illa með hann á síðustu árum og því hefur hann ekki verið eins öflugur og hann var áður.

Hann hefur verið orðaður við framkvæmdastjórastöðu hjá Kolding en faðir hans, Jens, er í þeirri stöðu núna.

Boesen spilaði 159 landsleiki fyrir Dani og skoraði í þeim 406 mörk. Hann var í liði Dana sem vann EM árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×