Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 15:04 Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. Vísir/Vilhelm/Anton Frá því að breytingar voru gerðar á ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur ótrúlegur fjöldi mála komið upp þar sem alvarleg vandamál koma upp með þjónustuna. Nú síðast týndist stelpa um borð í bíl ferðaþjónustunnar í sjö klukkustundir en þegar hún fannst var búið að leggja bílnum fyrir utan heimili ökumannsins. Búið er að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó til að fara yfir málið. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þjónustan verði skoðuð í heild, ekki bara tilvikið í gær þar sem átján ára stúlka týndist eftir að hafa nýtt sér þjónustuna. Hún fannst sjö tímum seinna læst inni í bíl á vegum ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Fjölmörg óhapp hafa orðið á síðustu mánuðum. Fatlaðir hafa oltið úr hjólastólum og heilabilaðir sjúklingar hafa týnst. Þá eru dæmi um að fatlaðir séu látnir rúnta um bæinn tímunum saman og hefur það orðið til þess að dagskrá þeirra hefur farið úr skorðum. Mistökin voru það mörg að Strætó sá sér ekki fært annað en að biðja notendur þjónustunnar opinberlega afsökunar á röð mistaka. Í samtölum við fréttastofu hafa nokkrir aðstandendur fatlaðra einstaklinga lýst mistökum sem átt sér hafa stað síðustu vikur hjá ferðaþjónustunni. Til að mynd hafa margir misst af sjúkraþjálfun eða læknatímum vegna seinkana og mistaka hjá ferðaþjónustunni.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan - atburðarásin skýrð Í byrjun árs sagði Vísir frá því að fatlaður maður hafi verið skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni en þeir eru búsettir á sama stað. Vísir greindi svo frá því þann 22. janúar síðastliðinn að þroskahömluð og einhverf stúlka hafi verið skilin ein eftir af ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Stúlkunni var ekið úr skammtíavistun, þar sem stúlkan fer í hvíldarinnlögn einu sinni í mánuði, og heim til hennar í Foldahverfi í Grafarvogi þar sem hún var skilin eftir fyrir utan. Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Frá því að breytingar voru gerðar á ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur ótrúlegur fjöldi mála komið upp þar sem alvarleg vandamál koma upp með þjónustuna. Nú síðast týndist stelpa um borð í bíl ferðaþjónustunnar í sjö klukkustundir en þegar hún fannst var búið að leggja bílnum fyrir utan heimili ökumannsins. Búið er að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó til að fara yfir málið. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þjónustan verði skoðuð í heild, ekki bara tilvikið í gær þar sem átján ára stúlka týndist eftir að hafa nýtt sér þjónustuna. Hún fannst sjö tímum seinna læst inni í bíl á vegum ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Fjölmörg óhapp hafa orðið á síðustu mánuðum. Fatlaðir hafa oltið úr hjólastólum og heilabilaðir sjúklingar hafa týnst. Þá eru dæmi um að fatlaðir séu látnir rúnta um bæinn tímunum saman og hefur það orðið til þess að dagskrá þeirra hefur farið úr skorðum. Mistökin voru það mörg að Strætó sá sér ekki fært annað en að biðja notendur þjónustunnar opinberlega afsökunar á röð mistaka. Í samtölum við fréttastofu hafa nokkrir aðstandendur fatlaðra einstaklinga lýst mistökum sem átt sér hafa stað síðustu vikur hjá ferðaþjónustunni. Til að mynd hafa margir misst af sjúkraþjálfun eða læknatímum vegna seinkana og mistaka hjá ferðaþjónustunni.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan - atburðarásin skýrð Í byrjun árs sagði Vísir frá því að fatlaður maður hafi verið skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni en þeir eru búsettir á sama stað. Vísir greindi svo frá því þann 22. janúar síðastliðinn að þroskahömluð og einhverf stúlka hafi verið skilin ein eftir af ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Stúlkunni var ekið úr skammtíavistun, þar sem stúlkan fer í hvíldarinnlögn einu sinni í mánuði, og heim til hennar í Foldahverfi í Grafarvogi þar sem hún var skilin eftir fyrir utan.
Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira