Er ekki kominn tími til að leggja IHF niður? 6. febrúar 2015 11:00 Pólverjar klappa fyrir serbnesku dómurunum sem hjálpuðu Katar í úrslit á HM. vísir/epa Christer Ahl, fyrrum formaður dómaranefndar IHF, vandar sínum gömlu félögum ekki kveðjurnar. „Þetta átti að vera mót þar sem fókusinn væri á bestu mönnunum og skemmtuninni sem svona móti fylgir. En að þessu sinni höfðu IHF og Katarar haft samráð á mörgum sviðum og fókusinn var því á málaliðunum í landsliði Katar. Þeir fengu oftar en ekki forgjöf og ósamræmi í dómgæslu réð á stundum úrslitum í þeirra leikjum,“ skrifar Ahl í pistli sem var birtur á dögunum. Hann gagnrýnir einnig að Katar hafi fengið að halda þetta mót yfir höfuð. Ahl segir reglur IHF líka vafasamar og þessar vafasömu reglur hafi Katar nýtt sér til þess að kaupa nýtt lið. Hann segir dómara frá Katar einnig hafa eyðilagt leiki á mótinu.Dómararnir eyðilögðu mikilvæga leiki „Þeir voru algjörlega vanhæfir og fengu að eyðileggja nokkra mikilvæga leiki. Til að mynda leik Brasilíu og Króatíu. Þar komu dómararnir í veg fyrir að Brasilía kæmist í átta liða úrslit,“ skrifar Ahl og gefur svo í skyn að yfirmaður dómaramála hlyti að hafa fengið skipanir að ofan að setja þessa dómara á leikinn. Eins og Kjartan Steinbach, forveri Ahl í starfi, kom inn á þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum, þá var engu líkara en dómararnir hefðu reynt að flauta Katar alla leið í úrslit mótsins. Ahl er á sama máli. „Það var engu líkara en það væri verið að reyna að ryðja veginn fyrir þá. Það var grunsamlegt að allir þeir dómarar sem hafa það orðspor að standa í lappirnar undir pressu fengu ekki að koma nálægt leikjum Katar í útsláttarkeppninni. Ekki eins sterkir dómarar dæmdu þá leiki og hlutlausir sáu að dómararnir höfðu mikið að gera með útkomu leikjanna. Fyrir vikið voru Austurríkismenn, Þjóðverjar og Pólverjar brjálaðir eftir leikina.“Christer Ahl.Er hægt að taka HM í handbolta alvarlega? Ahl talar í pistli sínum einnig um HM 2007 þar sem hann segir IHF hafa „skuldað“ Þjóðverjum gullverðlaun. Hann segir margt hafa verið gert til þess að hjálpa Þjóðverjum að fá gullið. Hann segist einnig hafa fengið hótanir eftir úrslitaleikinn á HM 2009 þar sem Frakkland vann Króatíu. Þá var honum hótað fyrir að setja dómara á leikinn sem væru þekktir fyrir að vera sanngjarnir og hlutlausir á leikinn. Ahl gagnrýnir einnig harkalega nýju línuna sem var sett upp í Katar en þá var leikmönnum kastað af velli fyrir litlar sem engar sakir. Þessar nýju áherslur voru kynntar fyrir liðunum degi fyrir mótið. „Svo virðist sem aðeins lið Katar hafi verið vel undirbúið fyrir þessar nýju áherslur enda var liðið tilbúið fyrir þær. Katar fékk líka fæstar refsingar á mótinu.“ Ahl segir mótið vera skrípaleik. Hvernig ákveðnar þjóðir, eins og Ísland og Þýskaland, fengu sæti, allt í kringum lið Katar og svo dómararnir og dómaraáherslurnar. „Það er ekki hægt annað en að hugsa hvort hægt sé að taka HM í handbolta alvarlega lengur. Kannski er kominn tími til að leggja þetta mót niður og láta sérsamböndin í álfunum sjá um mótin og undankeppni Ólympíuleikanna. Þá má líka hugsa hvort ekki sé kominn tími til að leggja IHF niður.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Christer Ahl, fyrrum formaður dómaranefndar IHF, vandar sínum gömlu félögum ekki kveðjurnar. „Þetta átti að vera mót þar sem fókusinn væri á bestu mönnunum og skemmtuninni sem svona móti fylgir. En að þessu sinni höfðu IHF og Katarar haft samráð á mörgum sviðum og fókusinn var því á málaliðunum í landsliði Katar. Þeir fengu oftar en ekki forgjöf og ósamræmi í dómgæslu réð á stundum úrslitum í þeirra leikjum,“ skrifar Ahl í pistli sem var birtur á dögunum. Hann gagnrýnir einnig að Katar hafi fengið að halda þetta mót yfir höfuð. Ahl segir reglur IHF líka vafasamar og þessar vafasömu reglur hafi Katar nýtt sér til þess að kaupa nýtt lið. Hann segir dómara frá Katar einnig hafa eyðilagt leiki á mótinu.Dómararnir eyðilögðu mikilvæga leiki „Þeir voru algjörlega vanhæfir og fengu að eyðileggja nokkra mikilvæga leiki. Til að mynda leik Brasilíu og Króatíu. Þar komu dómararnir í veg fyrir að Brasilía kæmist í átta liða úrslit,“ skrifar Ahl og gefur svo í skyn að yfirmaður dómaramála hlyti að hafa fengið skipanir að ofan að setja þessa dómara á leikinn. Eins og Kjartan Steinbach, forveri Ahl í starfi, kom inn á þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum, þá var engu líkara en dómararnir hefðu reynt að flauta Katar alla leið í úrslit mótsins. Ahl er á sama máli. „Það var engu líkara en það væri verið að reyna að ryðja veginn fyrir þá. Það var grunsamlegt að allir þeir dómarar sem hafa það orðspor að standa í lappirnar undir pressu fengu ekki að koma nálægt leikjum Katar í útsláttarkeppninni. Ekki eins sterkir dómarar dæmdu þá leiki og hlutlausir sáu að dómararnir höfðu mikið að gera með útkomu leikjanna. Fyrir vikið voru Austurríkismenn, Þjóðverjar og Pólverjar brjálaðir eftir leikina.“Christer Ahl.Er hægt að taka HM í handbolta alvarlega? Ahl talar í pistli sínum einnig um HM 2007 þar sem hann segir IHF hafa „skuldað“ Þjóðverjum gullverðlaun. Hann segir margt hafa verið gert til þess að hjálpa Þjóðverjum að fá gullið. Hann segist einnig hafa fengið hótanir eftir úrslitaleikinn á HM 2009 þar sem Frakkland vann Króatíu. Þá var honum hótað fyrir að setja dómara á leikinn sem væru þekktir fyrir að vera sanngjarnir og hlutlausir á leikinn. Ahl gagnrýnir einnig harkalega nýju línuna sem var sett upp í Katar en þá var leikmönnum kastað af velli fyrir litlar sem engar sakir. Þessar nýju áherslur voru kynntar fyrir liðunum degi fyrir mótið. „Svo virðist sem aðeins lið Katar hafi verið vel undirbúið fyrir þessar nýju áherslur enda var liðið tilbúið fyrir þær. Katar fékk líka fæstar refsingar á mótinu.“ Ahl segir mótið vera skrípaleik. Hvernig ákveðnar þjóðir, eins og Ísland og Þýskaland, fengu sæti, allt í kringum lið Katar og svo dómararnir og dómaraáherslurnar. „Það er ekki hægt annað en að hugsa hvort hægt sé að taka HM í handbolta alvarlega lengur. Kannski er kominn tími til að leggja þetta mót niður og láta sérsamböndin í álfunum sjá um mótin og undankeppni Ólympíuleikanna. Þá má líka hugsa hvort ekki sé kominn tími til að leggja IHF niður.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30