Ford framleiðir 400.000 bíla á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 10:36 Ford hefur flutt framleiðslu Mondeo frá Genk til Valencia. Í desember lokaði Ford verksmiðju sinni í Genk í Belgíu og hefur í kjölfarið flutt stóran hluta framleiðslu sinnar í Evrópu til verksmiðju Ford í Valencia á Spáni. Þar ætlar Ford að framleiða 400.000 bíla í ár, en mögulegt verður að framleiða 450.000 bíla í henni. Ford hefur stækkað verksmiðjuna í Valencia og hefur það kostað Ford 347 milljarða króna og er sú fjárfesting sú stærsta í sögu bíliðnaðar á Spáni. Er þessi verksmiðja önnur af tveimur stærstu verksmiðjum Ford, ásamt verksmiðju Ford í Chongqing í Kína. Verksmiðjan er að sögn Ford eins sú fullkomnasta í heiminum. Forsvarsmenn Ford er stoltir að því að taka þátt í endurreisn efnahagslífs Spánar, en þar hefur ríkt mikil stöðnun á undanförnum árum og viðvarandi atvinnuleysi. Verksmiðjan veitir fjölda fólks vinnu og hefur starfsfólki fjölgað úr 5.000 í 8.000 með stækkuninni. Auk þess hefur verksmiðjan skapað 1.500 ný störf á Spáni vegna kaupa á íhlutum þarlendis. Í verksmiðjunni verða framleiddar 6 gerðir Ford bíla, Mondeo, Galaxy, S-Max, Tourneo og Transit sendibílarnir og jepplingurinn Kuga. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Í desember lokaði Ford verksmiðju sinni í Genk í Belgíu og hefur í kjölfarið flutt stóran hluta framleiðslu sinnar í Evrópu til verksmiðju Ford í Valencia á Spáni. Þar ætlar Ford að framleiða 400.000 bíla í ár, en mögulegt verður að framleiða 450.000 bíla í henni. Ford hefur stækkað verksmiðjuna í Valencia og hefur það kostað Ford 347 milljarða króna og er sú fjárfesting sú stærsta í sögu bíliðnaðar á Spáni. Er þessi verksmiðja önnur af tveimur stærstu verksmiðjum Ford, ásamt verksmiðju Ford í Chongqing í Kína. Verksmiðjan er að sögn Ford eins sú fullkomnasta í heiminum. Forsvarsmenn Ford er stoltir að því að taka þátt í endurreisn efnahagslífs Spánar, en þar hefur ríkt mikil stöðnun á undanförnum árum og viðvarandi atvinnuleysi. Verksmiðjan veitir fjölda fólks vinnu og hefur starfsfólki fjölgað úr 5.000 í 8.000 með stækkuninni. Auk þess hefur verksmiðjan skapað 1.500 ný störf á Spáni vegna kaupa á íhlutum þarlendis. Í verksmiðjunni verða framleiddar 6 gerðir Ford bíla, Mondeo, Galaxy, S-Max, Tourneo og Transit sendibílarnir og jepplingurinn Kuga.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent