Einar Ágúst ætlar aftur í pilsið fræga Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2015 18:30 Einar Ágúst Víðisson ætlar að vera í pilsinu fræga í undankeppni Eurovision. Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson hefur tekið þá ákvörðun að klæðast Eurovision-pilsinu fræga, í undankeppni Eurovision annað kvöld. Á Facebook-síðu sinni auglýsti hann eftir aðila sem gæti komið pilsinu frá Selfossi til Reykjavíkur:„Er einhver sem ég þekki á leiðinni í bæinn í kvöld frá Selfossi sem getur kippt Júrópilsinu með sér af 800 bar?!" Einar Ágúst klæddist pilsinu eins og frægt er orðið í Eurovision árið 2000, þegar hann flutti lagið Tell Me ásamt Telmu Ágústsdóttur. „Ég fann líka skóna og þau föt sem ég var í árið 2000 og ég passa ennþá í þetta, þó það séu liðin fimmtán ár. Kallinn er í hörkuformi,“ bætir Einar Ágúst við. Einar Ágúst lítur glæsilega út í pilsinu.Mynd/Skjáskot Pilsið fræga er búið að vera innrammað uppi á vegg á 800 Bar á Selfossi í nokkur ár. „Eins og er, þá er hópur manna að losa pilsið úr rammanum. Ég geri ráð fyrir því að ég fái pilsið í hendurnar í kvöld og hlakka mikið til.“ Hann stígur á svið annað kvöld í Háskólabíói með hljómsveitinni CADEM en í henni eru þau Daníel Óliver, Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson. Þau flytja lagið Fyrir alla en Einar Ágúst samdi texta lagsins ásamt Daníel Óliver. „Við Danni sömdum þetta í sameiningu yfir rómantískum kvöldverði. Það er frábært að vera textahöfundur og fá að syngja bakraddir.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Einar Ágúst syngur bakraddir í Eurovision. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson hefur tekið þá ákvörðun að klæðast Eurovision-pilsinu fræga, í undankeppni Eurovision annað kvöld. Á Facebook-síðu sinni auglýsti hann eftir aðila sem gæti komið pilsinu frá Selfossi til Reykjavíkur:„Er einhver sem ég þekki á leiðinni í bæinn í kvöld frá Selfossi sem getur kippt Júrópilsinu með sér af 800 bar?!" Einar Ágúst klæddist pilsinu eins og frægt er orðið í Eurovision árið 2000, þegar hann flutti lagið Tell Me ásamt Telmu Ágústsdóttur. „Ég fann líka skóna og þau föt sem ég var í árið 2000 og ég passa ennþá í þetta, þó það séu liðin fimmtán ár. Kallinn er í hörkuformi,“ bætir Einar Ágúst við. Einar Ágúst lítur glæsilega út í pilsinu.Mynd/Skjáskot Pilsið fræga er búið að vera innrammað uppi á vegg á 800 Bar á Selfossi í nokkur ár. „Eins og er, þá er hópur manna að losa pilsið úr rammanum. Ég geri ráð fyrir því að ég fái pilsið í hendurnar í kvöld og hlakka mikið til.“ Hann stígur á svið annað kvöld í Háskólabíói með hljómsveitinni CADEM en í henni eru þau Daníel Óliver, Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson. Þau flytja lagið Fyrir alla en Einar Ágúst samdi texta lagsins ásamt Daníel Óliver. „Við Danni sömdum þetta í sameiningu yfir rómantískum kvöldverði. Það er frábært að vera textahöfundur og fá að syngja bakraddir.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Einar Ágúst syngur bakraddir í Eurovision.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira