Allt innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands liggur niðri eins og staðan er en aðstæður verða kannaðar aftur á ellefta tímanum.
Slæmt veður hefur verið á landinu í morgun en búast má við mjög snörpum en staðbundnum vindhviðum við fjöll á Norðurlandi og undir Vatnajökli, allt að 45-55 m/s fram yfir hádegi.
Veðurhorfur næsta sólahringinn: Suðvestan 15-23 m/s en 10-18 m/s Suðvestan til. Skúrir og síðar slydduél eða él en yfirleitt þurrt á Austurlandi. Kólnar smám saman. Dregur úr vindi um tíma síðdegis, en hvessir aftur seint í kvöld. Suðvestan 13-20 og él í nótt og á morgun, en yfirleitt þurrt Austan til. Hiti um og undir frostmarki víðast hvar.

