Borgward endurvakið Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2015 09:36 Mörg eru fræg þýsku bílamerkin eins og Volkswagen, Mercedes Benz, BMW, Porsche og Opel, en færri þekkja þýska bílaframleiðandann Borgward. Borgward var lýst gjaldþrota árið 1961, en fyrirtækið var stofnað af Carl F.W. Borgward árið 1919. Nú ríflega fimmtíu árum frá gjaldþroti Borgward er kominn nýr bíll frá endurreistu fyrirtækinu og verður hann sýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar. Enn er mjög á huldu hverskonar bíll það er sem Borgward mun sýna. Lengi hefur staðið til að endurvekja merkið og árið 2006 var meiningin að kynna til sögunnar tvo bíla frá Borgward og hefur þróun staðið yfir í um 10 ár. Ekkert varð af kynningu bílanna þá, en nú er komið að nýjum þætti í sögu Borgward. Þrátt fyrir að merki Borgward sé að mestu fallið í gleymskunnar dá var Borgward einn af stærri bílaframleiðandi Þýskalands á sjötta áratug síðustu aldar og var einna þekktast fyrir Isabella bíl sinn, sem sést hér á mynd. Borgward framleiddi alls yfir eina milljón bíla frá árunum 1919 til 1961. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Mörg eru fræg þýsku bílamerkin eins og Volkswagen, Mercedes Benz, BMW, Porsche og Opel, en færri þekkja þýska bílaframleiðandann Borgward. Borgward var lýst gjaldþrota árið 1961, en fyrirtækið var stofnað af Carl F.W. Borgward árið 1919. Nú ríflega fimmtíu árum frá gjaldþroti Borgward er kominn nýr bíll frá endurreistu fyrirtækinu og verður hann sýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar. Enn er mjög á huldu hverskonar bíll það er sem Borgward mun sýna. Lengi hefur staðið til að endurvekja merkið og árið 2006 var meiningin að kynna til sögunnar tvo bíla frá Borgward og hefur þróun staðið yfir í um 10 ár. Ekkert varð af kynningu bílanna þá, en nú er komið að nýjum þætti í sögu Borgward. Þrátt fyrir að merki Borgward sé að mestu fallið í gleymskunnar dá var Borgward einn af stærri bílaframleiðandi Þýskalands á sjötta áratug síðustu aldar og var einna þekktast fyrir Isabella bíl sinn, sem sést hér á mynd. Borgward framleiddi alls yfir eina milljón bíla frá árunum 1919 til 1961.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira