Útflutningsverðmæti aukins loðnukvóta er 25 milljarðar Svavar Hávarðsson skrifar 31. janúar 2015 07:00 Rúmlega 30.000 tonn eru komin á land og aðeins um sex vikur til stefnu áður en loðnan hrygnir og drepst. Fréttablaðið/Óskar Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir komandi vertíð hefur verið aukin um 320.000 tonn til viðbótar við útgefið aflamark í október. Stofnunin leggur því til að leyfilegur hámarksafli á vertíðinni 2014/2015 verði ákveðinn 580 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun hefur verið við loðnumælingar frá 5. janúar síðastliðnum og lauk leiðangrinum í gær er rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til heimahafnar. Auk Árna tók Birtingur NK, skip Síldarvinnslunnar frá Neskaupstað, þátt í rannsóknum. Loðna fannst á öllu mælingasvæðinu en var víða mjög dreifð. Mest mældist út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi að Kolbeinseyjarhrygg. Samkvæmt útreikningum Hafrannsóknastofnunar er áætlað að stærð veiðistofnsins sé nú 969.000 tonn, en samkvæmt veiðireglu skulu 400.000 tonn skilin eftir til hrygningar. Að tilteknum fyrirvörum um ráðstöfun, gengi gjaldmiðla og ástand á mörkuðum, er viðbótin um 25 milljarðar króna í útflutningsverðmætum. Aðeins 22 skip hafa veiðiheimildir í loðnu, en tæp 75% kvótans falla í hlut fimm útgerðarfyrirtækja; Ísfélags Vestmannaeyja, HB Granda, Síldarvinnslunnar, Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Samherja. Spurningar vakna um markaðsmál loðnuafurða við þessar fréttir um mun rýmri veiðiheimildir en í fyrstu leit út fyrir að yrðu gefnar út. Sérstaklega á það við markaði í Rússlandi, en eins og Fréttablaðið greindi frá í desember var útlit fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar héðan. Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood, hefur hins vegar ekki áhyggjur af stöðu mála, og telur það þvert á móti góðar fréttir að veiðiheimildir verði auknar og vandræðalaust verði að koma þeim í verð. „Aukningin fer mest í lýsi og mjöl. Staðan á þeim mörkuðum er mjög hagfelld Íslendingum um þessar mundir af því að lítið er að koma af slíkum afurðum frá Suður-Ameríku núna,“ segir Teitur. Stuttur tími er til stefnu til að ná kvótanum og því telur Teitur að hugsanlega dragi úr vinnslu loðnu til manneldis – fyrir utan hrognavinnslu þar sem mesta verðmætið liggur. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir komandi vertíð hefur verið aukin um 320.000 tonn til viðbótar við útgefið aflamark í október. Stofnunin leggur því til að leyfilegur hámarksafli á vertíðinni 2014/2015 verði ákveðinn 580 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun hefur verið við loðnumælingar frá 5. janúar síðastliðnum og lauk leiðangrinum í gær er rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til heimahafnar. Auk Árna tók Birtingur NK, skip Síldarvinnslunnar frá Neskaupstað, þátt í rannsóknum. Loðna fannst á öllu mælingasvæðinu en var víða mjög dreifð. Mest mældist út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi að Kolbeinseyjarhrygg. Samkvæmt útreikningum Hafrannsóknastofnunar er áætlað að stærð veiðistofnsins sé nú 969.000 tonn, en samkvæmt veiðireglu skulu 400.000 tonn skilin eftir til hrygningar. Að tilteknum fyrirvörum um ráðstöfun, gengi gjaldmiðla og ástand á mörkuðum, er viðbótin um 25 milljarðar króna í útflutningsverðmætum. Aðeins 22 skip hafa veiðiheimildir í loðnu, en tæp 75% kvótans falla í hlut fimm útgerðarfyrirtækja; Ísfélags Vestmannaeyja, HB Granda, Síldarvinnslunnar, Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Samherja. Spurningar vakna um markaðsmál loðnuafurða við þessar fréttir um mun rýmri veiðiheimildir en í fyrstu leit út fyrir að yrðu gefnar út. Sérstaklega á það við markaði í Rússlandi, en eins og Fréttablaðið greindi frá í desember var útlit fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar héðan. Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood, hefur hins vegar ekki áhyggjur af stöðu mála, og telur það þvert á móti góðar fréttir að veiðiheimildir verði auknar og vandræðalaust verði að koma þeim í verð. „Aukningin fer mest í lýsi og mjöl. Staðan á þeim mörkuðum er mjög hagfelld Íslendingum um þessar mundir af því að lítið er að koma af slíkum afurðum frá Suður-Ameríku núna,“ segir Teitur. Stuttur tími er til stefnu til að ná kvótanum og því telur Teitur að hugsanlega dragi úr vinnslu loðnu til manneldis – fyrir utan hrognavinnslu þar sem mesta verðmætið liggur.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira