Forsætisráðherra telur vænlegra að semja um krónutöluhækkanir en prósentur Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2015 18:45 Forsætisráðherra vill skoða að samið verði um krónutöluhækkanir launa í stað prósentuhækkana í komandi kjarasamningum. það sé ekki vænlegt til árangurs að einblína á sömu prósentuhækkun upp allan launaskalann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar fagnaði nýgerðum kjarasamningum lækna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hins vegar væri yfirlýsingar ráðherra um kjaramál misvísandi. Þannig hefði félagsmálaráðherra sagt að svigrúm væri til meiri launahækkana á almennum markaði en Seðlabankinn og fleiri töluðu um upp á 3,5 prósent. En fjármálaráðherra hefði ítrekað að svigrúmið væri ekki meira en það. Árni Páll sagði hjúkrunarfræðinga eðlilega hafa miklar væntingar um launahækkanir enda eftirsóttir starfskraftar utan landsteinanna eins og læknar. „Með sama hætti horfir lágtekjufólk til þess svigrúms sem kann að vera fyrir umtalsverðar kjarabætur. Enda hafa skattbreytingar ríkisstjórnarinnar bitnað fyrst og fremst á lágtekjufólki allt frá því hún tók til starfa,“ sagði Árni Páll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði rangt að skatta- og gjaldabreytingar ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komið láglaunafólki til góða. Og hann lýsti eftir nýjum aðferðum í þeim kjaraviðræðum sem eru framundan. „Hvað varðar spurningu háttvirts þingmanns um hvort ég sé sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra eða hæstvirts félagsmálaráðherra, þá er því auðsvarað. Ég er sammála mati beggja ráðherra,“ sagði forsætisráðherra. Hann væri sammála fjármálaráðherra um að samið verði með þeim hætti að það treysti stöðugleika í þjóðfélaginu og félagsmálaráðherra um að svigrúm væri til að hækka laun. Þá hafi hann talaði fyrir því að menn hættu að einblína á prósentur. „Vegna þess að ef menn einblína á prósentur og að sama prósentuhækkun eigi að ná upp allan skalann, þá sé það ekki vænlegt til árangurs í þeim kjarasamningum sem framundan eru. Þess vegna sé skynsamlegra að líta á krónutöluhækkanir og huga að því að bæta áfram kjör milli- og lágtekjufólks eins og hefur verið raunin það sem af er stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Forsætisráðherra vill skoða að samið verði um krónutöluhækkanir launa í stað prósentuhækkana í komandi kjarasamningum. það sé ekki vænlegt til árangurs að einblína á sömu prósentuhækkun upp allan launaskalann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar fagnaði nýgerðum kjarasamningum lækna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hins vegar væri yfirlýsingar ráðherra um kjaramál misvísandi. Þannig hefði félagsmálaráðherra sagt að svigrúm væri til meiri launahækkana á almennum markaði en Seðlabankinn og fleiri töluðu um upp á 3,5 prósent. En fjármálaráðherra hefði ítrekað að svigrúmið væri ekki meira en það. Árni Páll sagði hjúkrunarfræðinga eðlilega hafa miklar væntingar um launahækkanir enda eftirsóttir starfskraftar utan landsteinanna eins og læknar. „Með sama hætti horfir lágtekjufólk til þess svigrúms sem kann að vera fyrir umtalsverðar kjarabætur. Enda hafa skattbreytingar ríkisstjórnarinnar bitnað fyrst og fremst á lágtekjufólki allt frá því hún tók til starfa,“ sagði Árni Páll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði rangt að skatta- og gjaldabreytingar ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komið láglaunafólki til góða. Og hann lýsti eftir nýjum aðferðum í þeim kjaraviðræðum sem eru framundan. „Hvað varðar spurningu háttvirts þingmanns um hvort ég sé sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra eða hæstvirts félagsmálaráðherra, þá er því auðsvarað. Ég er sammála mati beggja ráðherra,“ sagði forsætisráðherra. Hann væri sammála fjármálaráðherra um að samið verði með þeim hætti að það treysti stöðugleika í þjóðfélaginu og félagsmálaráðherra um að svigrúm væri til að hækka laun. Þá hafi hann talaði fyrir því að menn hættu að einblína á prósentur. „Vegna þess að ef menn einblína á prósentur og að sama prósentuhækkun eigi að ná upp allan skalann, þá sé það ekki vænlegt til árangurs í þeim kjarasamningum sem framundan eru. Þess vegna sé skynsamlegra að líta á krónutöluhækkanir og huga að því að bæta áfram kjör milli- og lágtekjufólks eins og hefur verið raunin það sem af er stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira