Aron: Það var enginn morgundagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2015 20:26 Aron á hliðarlínunni í dag. Vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið einkar góð tilfinning að sjá íslenska landsliðið landa sigri gegn Egyptalandi í kvöld og tryggja sér þannig sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Þú getur ímyndað þér hvernig okkur öllum hefur liðið frá því í síðasta leik. Það var enginn morgundagur hjá okkur,“ sagði Aron en Ísland tapaði fyrir Tékklandi á fimmtudag með ellefu marka mun og þurfti nauðsynlega að vinna í kvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Hver einasti maður undirbjó sig virkilega vel fyrir þennan leik og allir leikmenn tóku virkilega mikla ábyrgð. Reynslumiklir menn komu sterkir inn í undirbúninginn og við lögðum mikið í hann.“ „Þjóðarstoltið er mikið í okkur Íslendingum og það var gaman að sjá hvernig strákarnir komu til baka.“ Hann segist ekki hafa haft áhyggjur þrátt fyrir að Egyptar hafi komist í 4-1 forystu í leiknum í kvöld. „Mér fannst þvílíkur hugur í okkur. Það voru allir klárir og afar fórnfúsir og mér fannst spennustigið rétt. Við vorum óheppnir með vissa hluti í upphafi en menn voru bara sterkir á því og við náðum að vinna okkur jafnt og þétt inn í leikinn.“ Ísland var með 15-10 forystu eftir fyrri hálfleikinn en Egyptar komu inn í þann síðari af miklum krafti og hleyptu meiri spennu í leikinn. Aron átti von á því. „Við vorum búnir að undirbúa það og gátum þolað það. Það var svo frábært að geta landað þessu - þrátt fyrir að markvörður þeirra hafi komið þá strerkur inn og við gert nokkra tæknifeila og lent í undirtölu. En við náðum alltaf að standa allt af okkur sem var frábært.“ Egyptar byrjuðu með nokkra leikmenn í kvöld sem höfðu minna spilað í mótinu til þessa en í síðari hálfleik spiluðu þeir lengst af á sínum sterkasta mannskap. „Þjálfarinn þeirra hefur gert þetta nokkrum sinnum í mótinu. Hann virðist vera að dreifa á álaginu á milli manna en eftir byrjunina þá setur hann ásana sína inn á og þeir spila bróðurpart leiksins.“ „Ég held að hann hafi veðjað á ferska krafta því að þeirra vörn útheimtir mikla orku. Þeir voru komnir í 16-liða úrslitin og ætla sér eitthvað áfram. Þá verða þeir að vera með menn ferska.“ Ísland mætir Danmörku á mánudag og ljóst að verkefni strákanna verður erfitt. „Nú þurfum við aðeins að ná okkur niður. Það var bara þessi leikur og nú þurfum við að jafna okkur og svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik. Þetta verður bara spennandi.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið einkar góð tilfinning að sjá íslenska landsliðið landa sigri gegn Egyptalandi í kvöld og tryggja sér þannig sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Þú getur ímyndað þér hvernig okkur öllum hefur liðið frá því í síðasta leik. Það var enginn morgundagur hjá okkur,“ sagði Aron en Ísland tapaði fyrir Tékklandi á fimmtudag með ellefu marka mun og þurfti nauðsynlega að vinna í kvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Hver einasti maður undirbjó sig virkilega vel fyrir þennan leik og allir leikmenn tóku virkilega mikla ábyrgð. Reynslumiklir menn komu sterkir inn í undirbúninginn og við lögðum mikið í hann.“ „Þjóðarstoltið er mikið í okkur Íslendingum og það var gaman að sjá hvernig strákarnir komu til baka.“ Hann segist ekki hafa haft áhyggjur þrátt fyrir að Egyptar hafi komist í 4-1 forystu í leiknum í kvöld. „Mér fannst þvílíkur hugur í okkur. Það voru allir klárir og afar fórnfúsir og mér fannst spennustigið rétt. Við vorum óheppnir með vissa hluti í upphafi en menn voru bara sterkir á því og við náðum að vinna okkur jafnt og þétt inn í leikinn.“ Ísland var með 15-10 forystu eftir fyrri hálfleikinn en Egyptar komu inn í þann síðari af miklum krafti og hleyptu meiri spennu í leikinn. Aron átti von á því. „Við vorum búnir að undirbúa það og gátum þolað það. Það var svo frábært að geta landað þessu - þrátt fyrir að markvörður þeirra hafi komið þá strerkur inn og við gert nokkra tæknifeila og lent í undirtölu. En við náðum alltaf að standa allt af okkur sem var frábært.“ Egyptar byrjuðu með nokkra leikmenn í kvöld sem höfðu minna spilað í mótinu til þessa en í síðari hálfleik spiluðu þeir lengst af á sínum sterkasta mannskap. „Þjálfarinn þeirra hefur gert þetta nokkrum sinnum í mótinu. Hann virðist vera að dreifa á álaginu á milli manna en eftir byrjunina þá setur hann ásana sína inn á og þeir spila bróðurpart leiksins.“ „Ég held að hann hafi veðjað á ferska krafta því að þeirra vörn útheimtir mikla orku. Þeir voru komnir í 16-liða úrslitin og ætla sér eitthvað áfram. Þá verða þeir að vera með menn ferska.“ Ísland mætir Danmörku á mánudag og ljóst að verkefni strákanna verður erfitt. „Nú þurfum við aðeins að ná okkur niður. Það var bara þessi leikur og nú þurfum við að jafna okkur og svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik. Þetta verður bara spennandi.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01
Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43
Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti