Halleluwah með glænýtt lag Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. janúar 2015 20:00 Nýjasta lag sveitarinnar heitir Dior. Rafsveitin Halleluwah var að senda frá sér nýtt lag sem ber titilinn Dior. Plata frá sveitinni er væntanleg þann 5. mars, eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá sveitnni. Þar segir:„Meðlimir rafsveitarinnar, sem er ný af nálinni, eru söngkonan Rakel Mjöll og fyrrum Quarashi stofnandi og takt/lagasmiður Sölvi Blöndal. Tónlistin samanstendur af ýmsum einkennum rökkurmyndahefðarinnar (film noir), gamaldags raddbeitingu í bland við R&B með myrkum rafhljómum.Rakel & Sölvi byrjuðu að gera tónlist saman árið 2013 og ákváðu í kjölfarið að taka upp eitt lag. Ávöxtur samstarfsins var smáskífan Blue Velvet, vísun í samnefnt lag í flutningi Bobby Winton og samnefnda kvikmyndi Davids Lynch frá árinu 1986. Lag Halleluwah naut vinsælda á öldum ljósvakans auk þess sem myndband við lagið vakti athygli. Eftir Blue Velvet var ekki aftur snúið og í kjölfarið var hljómsveitin formlega stofnuð.Nú lítur dagsins ljós fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar eftir að sveitin var formlega stofnuð, og ber lagið nafnið DIOR.“Lagið má heyra hér að neðan.Hér má sjá hina flottu rafsveit.Í byrjun síðasta sumars gáfu þau út sitt fyrsta lag og myndband við Blue Velvet. Í kjölfarið kom Halleluwah fram á Airwaves-hátíðinni sem er nýyfirstaðin og var boðið að troða upp á Sónar Reykjavík í febrúar næstkomandi. Halleluwah vakti talsverða athygli á Airwaves, þar sem eitt stærsta tímarit Canada, Cult, tiltók sveitina sem einn af hápunktum hátíðarinnar. Lýsingarorðin voru ekki spöruð þar sem Rakel var borin saman við Dusty Springfield. Tónlistinni má líkja við vinsælu Girl-Pop stefnuna á sjöunda áratugnum með dökkum elektro sveiflum. Smáskífan mun koma út á rafrænu formi og hægt verður að nálgast hana á öllum helstu tónlistarvefsíðum svosem Gogoyoko, Itunes & Spotify. Sónar Tónlist Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Rafsveitin Halleluwah var að senda frá sér nýtt lag sem ber titilinn Dior. Plata frá sveitinni er væntanleg þann 5. mars, eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá sveitnni. Þar segir:„Meðlimir rafsveitarinnar, sem er ný af nálinni, eru söngkonan Rakel Mjöll og fyrrum Quarashi stofnandi og takt/lagasmiður Sölvi Blöndal. Tónlistin samanstendur af ýmsum einkennum rökkurmyndahefðarinnar (film noir), gamaldags raddbeitingu í bland við R&B með myrkum rafhljómum.Rakel & Sölvi byrjuðu að gera tónlist saman árið 2013 og ákváðu í kjölfarið að taka upp eitt lag. Ávöxtur samstarfsins var smáskífan Blue Velvet, vísun í samnefnt lag í flutningi Bobby Winton og samnefnda kvikmyndi Davids Lynch frá árinu 1986. Lag Halleluwah naut vinsælda á öldum ljósvakans auk þess sem myndband við lagið vakti athygli. Eftir Blue Velvet var ekki aftur snúið og í kjölfarið var hljómsveitin formlega stofnuð.Nú lítur dagsins ljós fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar eftir að sveitin var formlega stofnuð, og ber lagið nafnið DIOR.“Lagið má heyra hér að neðan.Hér má sjá hina flottu rafsveit.Í byrjun síðasta sumars gáfu þau út sitt fyrsta lag og myndband við Blue Velvet. Í kjölfarið kom Halleluwah fram á Airwaves-hátíðinni sem er nýyfirstaðin og var boðið að troða upp á Sónar Reykjavík í febrúar næstkomandi. Halleluwah vakti talsverða athygli á Airwaves, þar sem eitt stærsta tímarit Canada, Cult, tiltók sveitina sem einn af hápunktum hátíðarinnar. Lýsingarorðin voru ekki spöruð þar sem Rakel var borin saman við Dusty Springfield. Tónlistinni má líkja við vinsælu Girl-Pop stefnuna á sjöunda áratugnum með dökkum elektro sveiflum. Smáskífan mun koma út á rafrænu formi og hægt verður að nálgast hana á öllum helstu tónlistarvefsíðum svosem Gogoyoko, Itunes & Spotify.
Sónar Tónlist Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira