Aron: Hef áhyggjur af markvörslunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2015 18:45 Aron Kristjánsson Vísir/Pjetur Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það sé margt hægt að bæta við leik Íslands en strákarnir gerðu fyrr í dag jafntefli við Slóveníu, 32-32, í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar. Eftir erfiða byrjun náðu strákarnir að vinna sig inn í leikinn gegn Slóveníu með frábærum lokakafla og voru þeir óheppnir að landa ekki sigrinum. Strákarnir voru þó að elta allan leikinn og voru langt frá sínu besta í varnarleiknum. Markvarslan var í takti við það og í algjöru lágmarki þar til að Björgvin Páll Gústavsson hrökk í gang á lokamínútum leiksins. „Við komum mjög illa inn í leikinn í dag og vantaði allan hreyfanleika á vörnina. Þeir röðuðu á okkur mörkum fyrstu mínúturnar en þó svo að það hafi aðeins hægst á því hjá þeim fengum við samt alltaf á okkur mörk,“ segir Aron. „Við vorum flatir í vörninni og þeir opnuðu mikið inn á líuna hjá sér. Við lásum leikinn ekki nægilega vel en það lagaðist þó aðeins í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var samt fínn hjá okkur - við skoruðum 32 mörk og sköpuðum mikið af færum. Það komu ekki margir kaflar í honum þar sem við lentum í vandræðum.“ Aron tefldi fram 3-2-1 vörninni á lokakafla leiksins sem gaf góða raun. „Það var margt jákvætt í henni og þvingaði Slóvenana í ákveðin skot. Það er erfitt að spila svona vörn gegn jafn teknísku liði og Slóveníu en það hjálpaði okkur í dag. Heilt yfir eru vankantar á henni sem við getum enn unnið í en það er framför í vörninni miðað við leikinn gegn Þýskalandi.“ „Gegn Dönum varn 6-0 vörnin, maður gegn manni, sterkari. En eftir leikinn í dag hefur maður meiri áhyggjur af markvörslunni og þá voru þeir grimmir að refsa okkur fyrir hægar skiptingar á milli sóknar og varnar. Það þarf að minnka skaðann í þeim aðgerðum.“ Strákarnir halda nú til Katar frá Kaupmannahöfn á þriðjudag og mun Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði ekkert með Íslandi um helgina af persónulegum ástæðum, hitta strákana og halda með þeim til Doha. „Við fáum svo tvo æfingadaga í Katar þar sem við getum unnið í þeim hlutum sem við þurfum að fá í gang fyrir leikinn gegn Svíum á föstudag.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það sé margt hægt að bæta við leik Íslands en strákarnir gerðu fyrr í dag jafntefli við Slóveníu, 32-32, í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar. Eftir erfiða byrjun náðu strákarnir að vinna sig inn í leikinn gegn Slóveníu með frábærum lokakafla og voru þeir óheppnir að landa ekki sigrinum. Strákarnir voru þó að elta allan leikinn og voru langt frá sínu besta í varnarleiknum. Markvarslan var í takti við það og í algjöru lágmarki þar til að Björgvin Páll Gústavsson hrökk í gang á lokamínútum leiksins. „Við komum mjög illa inn í leikinn í dag og vantaði allan hreyfanleika á vörnina. Þeir röðuðu á okkur mörkum fyrstu mínúturnar en þó svo að það hafi aðeins hægst á því hjá þeim fengum við samt alltaf á okkur mörk,“ segir Aron. „Við vorum flatir í vörninni og þeir opnuðu mikið inn á líuna hjá sér. Við lásum leikinn ekki nægilega vel en það lagaðist þó aðeins í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var samt fínn hjá okkur - við skoruðum 32 mörk og sköpuðum mikið af færum. Það komu ekki margir kaflar í honum þar sem við lentum í vandræðum.“ Aron tefldi fram 3-2-1 vörninni á lokakafla leiksins sem gaf góða raun. „Það var margt jákvætt í henni og þvingaði Slóvenana í ákveðin skot. Það er erfitt að spila svona vörn gegn jafn teknísku liði og Slóveníu en það hjálpaði okkur í dag. Heilt yfir eru vankantar á henni sem við getum enn unnið í en það er framför í vörninni miðað við leikinn gegn Þýskalandi.“ „Gegn Dönum varn 6-0 vörnin, maður gegn manni, sterkari. En eftir leikinn í dag hefur maður meiri áhyggjur af markvörslunni og þá voru þeir grimmir að refsa okkur fyrir hægar skiptingar á milli sóknar og varnar. Það þarf að minnka skaðann í þeim aðgerðum.“ Strákarnir halda nú til Katar frá Kaupmannahöfn á þriðjudag og mun Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði ekkert með Íslandi um helgina af persónulegum ástæðum, hitta strákana og halda með þeim til Doha. „Við fáum svo tvo æfingadaga í Katar þar sem við getum unnið í þeim hlutum sem við þurfum að fá í gang fyrir leikinn gegn Svíum á föstudag.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00