228 hestafla Mini í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2015 09:49 Mini John Cooper. Nú stendur bílasýningin í Detroit sem hæst og þar eru áberandi bílar af öflugri gerðinni. Einn þeirra er þessi Mini John Cooper sem er nú orðinn öflugustur allra gerða Mini bíla. Ekki er hann stór frekar en aðrir Mini bílar en býr engu að síður að 228 hestöflum. Hann er því 20 hestöflum öflugri en sá öflugusti áður, Mini Cooper S. Það sem vakti þó mesta athygli gesta á bílasýningunni varðandi þenna nýja Mini bíl er verð hans. Bíllinn mun kosta 31.450 dollara, eða 4,1 milljón króna. Það þótti mörgum forvitnilegt að bera saman aðra öfluga smábíla sem kosta mun minna. Til dæmis má í Bandaríkjunum fá 197 hestafla Ford Fiesta á 20.770 dollara, 252 hestafla Ford Focus á 24.450 dollara, 258 hestafla Subaru WRX á 27.090 dollara, 210 hestafla Volkswagen Golf GTI á 25.215 dollara og 300 hestafla Golf R á 37.415 dollara. Allir þykja þeir betri kaup ef notuð er sú aðferð að deila verðinu í hestöflin. Mini John Cooper er samt ári snöggur bíll og fer sprettinn í hundraðið á 5,9 sekúndum og í honum er mjög öflugt dempara- og bremsukerfi. Ennfremur er innrétting hans sérlega vönduð.Innrétting bílsins er sérlega vönduð og efnisval ríkulegt.Autoblog Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Nú stendur bílasýningin í Detroit sem hæst og þar eru áberandi bílar af öflugri gerðinni. Einn þeirra er þessi Mini John Cooper sem er nú orðinn öflugustur allra gerða Mini bíla. Ekki er hann stór frekar en aðrir Mini bílar en býr engu að síður að 228 hestöflum. Hann er því 20 hestöflum öflugri en sá öflugusti áður, Mini Cooper S. Það sem vakti þó mesta athygli gesta á bílasýningunni varðandi þenna nýja Mini bíl er verð hans. Bíllinn mun kosta 31.450 dollara, eða 4,1 milljón króna. Það þótti mörgum forvitnilegt að bera saman aðra öfluga smábíla sem kosta mun minna. Til dæmis má í Bandaríkjunum fá 197 hestafla Ford Fiesta á 20.770 dollara, 252 hestafla Ford Focus á 24.450 dollara, 258 hestafla Subaru WRX á 27.090 dollara, 210 hestafla Volkswagen Golf GTI á 25.215 dollara og 300 hestafla Golf R á 37.415 dollara. Allir þykja þeir betri kaup ef notuð er sú aðferð að deila verðinu í hestöflin. Mini John Cooper er samt ári snöggur bíll og fer sprettinn í hundraðið á 5,9 sekúndum og í honum er mjög öflugt dempara- og bremsukerfi. Ennfremur er innrétting hans sérlega vönduð.Innrétting bílsins er sérlega vönduð og efnisval ríkulegt.Autoblog
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira