Nissan Qashqai öruggasti fjölskyldubíllinn í sínum flokki Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2015 11:21 Nissan Qashqai. Sportjeppinn Nissan Qashqai er öruggasti fjölskyldubíllinn sem neytendur hafa úr að velja í flokki minni fjölskyldubíla að mati EuroNCAP, samtaka bíleigenda í Evrópu. Sérfræðingar samtakanna framkvæma reglulega margháttaðar árekstursprófanir á öllum nýjum bílum sem seldir eru í álfunni og meta öryggi þeirra á ýmsar hátt. Á árinu skoraði Qashqai flest stig allra bíla sem prófaðir voru í þessum flokki og hlaut enginn annar bíll jafn mörg stig. Niðurstöðurnar eru enn ein fjöðrin í hatt Nissan á árinu því áður hafa X-Trail og Pulsar fengið fullt hús stiga hjá EuroNCAP fyrir mikið öryggi. Í prófunum á Qashqai var sérstaklega tekið til framúrskarandi öryggis farþega, bæði barna og fullorðinna, auk þess sem ný öryggistækni Nissan sem kölluð er „Nissan Safety Shield“ – eða öryggishjúpur Nissan, þykir einstök nýjung. Hún byggir á 360° myndavélatækni sem tekur við skilaboðum frá myndavélum á öllum hliðum bílsins og miðlar þeim til 8 mismunandi öryggiskerfa sem vakta umhverfi bílsins með tilliti til aðsteðjandi hættu. Þessi nýja tækni Nissan veitir framúrskarandi alhliða gæði með tilliti til öryggis að mati EuroNCAP. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Sportjeppinn Nissan Qashqai er öruggasti fjölskyldubíllinn sem neytendur hafa úr að velja í flokki minni fjölskyldubíla að mati EuroNCAP, samtaka bíleigenda í Evrópu. Sérfræðingar samtakanna framkvæma reglulega margháttaðar árekstursprófanir á öllum nýjum bílum sem seldir eru í álfunni og meta öryggi þeirra á ýmsar hátt. Á árinu skoraði Qashqai flest stig allra bíla sem prófaðir voru í þessum flokki og hlaut enginn annar bíll jafn mörg stig. Niðurstöðurnar eru enn ein fjöðrin í hatt Nissan á árinu því áður hafa X-Trail og Pulsar fengið fullt hús stiga hjá EuroNCAP fyrir mikið öryggi. Í prófunum á Qashqai var sérstaklega tekið til framúrskarandi öryggis farþega, bæði barna og fullorðinna, auk þess sem ný öryggistækni Nissan sem kölluð er „Nissan Safety Shield“ – eða öryggishjúpur Nissan, þykir einstök nýjung. Hún byggir á 360° myndavélatækni sem tekur við skilaboðum frá myndavélum á öllum hliðum bílsins og miðlar þeim til 8 mismunandi öryggiskerfa sem vakta umhverfi bílsins með tilliti til aðsteðjandi hættu. Þessi nýja tækni Nissan veitir framúrskarandi alhliða gæði með tilliti til öryggis að mati EuroNCAP.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira