Fótbolti

Ronaldo: Stundum geri ég mistök (eins og Bale)

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gareth Bale og Cristiano Ronaldo.
Gareth Bale og Cristiano Ronaldo. vísir/getty
Cristiano Ronaldo sagði við fréttamenn í Zürich í gær, þar sem hann var kjörinn besti knattspyrnumaður heims annað árið í röð, að ekkert ósætti væri milli hans og Walesverjans Gareths Bale.

Ronaldo var ekki skemmt á laugardaginn nokkrum sinnum í leik Real gegn Espanyol þegar Bale gaf boltann ekki á Portúgalann í ákjósanlegum stöðum.

Bale var þó sjálfur kominn í góð færi og átti einfaldlega að skora, en látbragð Ronaldo nokkrum sinnum í garð Walesverjans var ekki til að hrópa húrra fyrir.

Gareth Bale fær engan afslátt hjá stuðningsmönnum Real Madrid sem bauluðu látlaust á hann gegn Espanyol.

„Stuðningsmenn Real eru alltaf eins. Þeir eru mjög ákafir og sýna tilfinningar sínar. Þeir vita samt að Bale er mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Ronaldo.

Portúgalinn sagði það sem gerðist á laugardaginn vera gleymt og grafið, en minnti Bale óbeint á að hann hefði gert mistök með að senda ekki boltann á sig.

„Laugardaginn er fortíðin. Stundum geri ég mistök líka. Þetta er hluti af fótboltanum þannig ég held að fólk verði betra við hann. Hann er góður leikmaður og mjög mikilvægur fyrir okkur. Við þurfum á honum að halda í ár,“ sagði Cristiano Ronaldo.


Tengdar fréttir

Messi og Cristiano hafa aldrei kosið hvorn annan

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi urðu enn á ný í tveimur efstu sætunum í kvöld þegar FIFA verðlaunaði besta knattspyrnumann heims með Gullboltanum. Cristiano Ronaldo vann annað árið í röð og Messi varð aftur að sætta sig við annað sætið.

Cristiano Ronaldo bræddi mörg hjörtu á sviðinu - myndir

Cristiano Ronaldo fékk í kvöld Gullbolta FIFA annað árið í röð þegar hann var kosinn besti knattspyrnumaður heims af landsliðsþjálfurum, landsliðsfyrirliðum og útvöldum blaðamönnum úr aðildarþjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×