4MATIC sýning í Öskju Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2015 09:15 Mercedes Benz M-Class. Bílaumboðið Askja býður til 4MATIC sýningar nk. laugardag 17. janúar í húsakynnum fyrirtækisins að Krókhálsi 11. 4MATIC er eitt fullkomnasta aldrifskerfi sem völ er á og er nú í boði í öllum gerðum sjálfskiptra bíla frá Mercedes-Benz. Kerfið deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni, jafnt þegar ekið er á bundnu slitlagi sem utanvega. 4MATIC kerfið bætir veggrip og stefnustöðugleika bílsins og eykur snerpu hans og öryggi í akstri. Kerfið er ávallt virkt og bregst strax við breyttum akstursaðstæðum t.d. mikilli úrkomu, ísingu eða snjó. 4MATIC sýningin um helgina er fyrsti liðurinn í 10 ára afmæli Öskju en fyrirtækið var stofnað árið 2005. Til sýnis og prufu verða margar gerðir 4MATIC bíla m.a. A-Class, B-Class, CLA, GLA, GLK, M-Class, GL-Class og E-Class. Mercedes-Benz var söluhæsti framleiðandi lúxusbíla á Íslandi árið 2014 eins og mörg undanfarin ár. Boðið verður upp á léttar veitingar á sýningunni á laugardag. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Bílaumboðið Askja býður til 4MATIC sýningar nk. laugardag 17. janúar í húsakynnum fyrirtækisins að Krókhálsi 11. 4MATIC er eitt fullkomnasta aldrifskerfi sem völ er á og er nú í boði í öllum gerðum sjálfskiptra bíla frá Mercedes-Benz. Kerfið deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni, jafnt þegar ekið er á bundnu slitlagi sem utanvega. 4MATIC kerfið bætir veggrip og stefnustöðugleika bílsins og eykur snerpu hans og öryggi í akstri. Kerfið er ávallt virkt og bregst strax við breyttum akstursaðstæðum t.d. mikilli úrkomu, ísingu eða snjó. 4MATIC sýningin um helgina er fyrsti liðurinn í 10 ára afmæli Öskju en fyrirtækið var stofnað árið 2005. Til sýnis og prufu verða margar gerðir 4MATIC bíla m.a. A-Class, B-Class, CLA, GLA, GLK, M-Class, GL-Class og E-Class. Mercedes-Benz var söluhæsti framleiðandi lúxusbíla á Íslandi árið 2014 eins og mörg undanfarin ár. Boðið verður upp á léttar veitingar á sýningunni á laugardag.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira