Handbolti

Tæplega 70 Íslendingar á leiknum í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Vísir/Ernir
Róbert Geir Gíslason, starfsmaður HSÍ, segir að sambandinu hafi borist óskir víða að í miða á leik Íslands gegn Svíþjóð á HM í Katar í kvöld.

Allt að 70 Íslendingar verða á leiknum ef HsÍ tekst að hafa milligöngu um miða fyrir alla aðila.

Þar af eru 20 manns sem var boðið til Katar af mótshöldurum auk annarra sem komu hingað á eigin vegum og enn annarra sem eru búsettir í þessum heimshluta.

Alls eru þrettán fjölmiðlamenn með í för til að flytja fréttir af gangi mála í heimsmeistarakeppninni.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Utan Vallar: Sækjum heimsmeistaratitilinn til Katar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson er á leiðinni til Katar þar sem hann mun fjalla um heimsmeistaramótið í handbolta fyrir Fréttablaðið. Eiríkur Stefán skrifaði utan vallar pistil í Fréttablaðið í dag.

HM er spilað í alvöru lúxushöllum

Það er ekkert til sparað í Katar og var svo sannarlega ekki skorið við nögl þegar kom að því að byggja hallirnir þar sem HM í handbolta verður haldið. Erlendir áhorfendur í höllunum munu líkast til aldrei hafa séð annan eins íburð og í þessum glæsilegu

Vísir er kominn til Katar

Fylgist með fréttaflutningi íþróttadeildar 365 frá HM í handbolta í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×