Handbolti

Basl á Bosníu | Auðvelt hjá Rússum

Úr leik Bosníu og Íran.
Úr leik Bosníu og Íran. vísir/afp
Fyrstu tveim leikjum dagsins á HM í handbolta er lokið. Rússar og Íslandsbanarnir frá Bosníu nældu þá í tvo punkta.

Bosníumenn lentu í basli með Íran en höfðu að lokum sigur, 30-25. Bosníumenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, 11-16, en eftir aðeins fimm mínútur í seinni hálfleik voru þeir komnir yfir, 17-16.

Eftir það litu þeir aldrei til baka og lönduðu sigri sem þeir þurftu óvænt að hafa fyrir. Dusko Celoca markahæstur hjá Bosníu með fjögur mörk en þetta var leikur í B-riðli keppninnar.

Rússar unnu auðveldan sigur á Sádi-Arabíu, 27-17, í D-riðli. Alexander Dereven og Dmirty Zhitnikov markahæstir með fjögur mörk. Rússar miklu betri allan leikinn og leiddu með átt mörkum í hálfleik, 17-9.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×