The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2015 15:50 Hlauparar þurfa að fara í gegnum fjórar stöðvar þar sem litpúðri er kastað í þau. Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins, en því verður skvett á þátttakendur í The Color Run by Alvogen hlaupinu, sem verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi þann 6. Júní næstkomandi. Hlaupið er ekki hefðbundið, þar sem mestu skiptir að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur sé það upplifun og skemmtun þátttakenda sem er í fyrirrúmi. Einkennisorð viðburðarins eru Heilsa, Hamingja og Tjáningarfrelsi einstaklingsins. Hlaupið er fimm kílómetra langt og fara hlauparar í gegnum litastöðvar á kílómeters fresti. Þar taka starfsmenn hlaupsins á móti þeim og kasta yfir þau einhverjum ákveðnum lit, sem unninn er úr kartöflumjöli. Skráning í hlaupið hefur verið framar björtustu vonum samkvæmt tilkynningu og þar segir að það stefni í mikinn fjölda hlaupara. Forsala á viðburðinn fór fram í lok nóvember og kláruðust allir forsölumiðar á fjórum dögum. Almenn miðasala hófst eftir það. „Það er greinilegt að fólk hefur gífurlegan áhuga á þessu hlaupi. Eftir að forsölunni lauk settum við jólatilboð í gang sem gekk alveg ótrúlega vel“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn aðstandanda hlaupsins og bætir við að það stefni í að uppselt verði í viðburðinn, bara spurning hvenær miðarnir klárast. „Það er gott fyrir okkur að vita núna hversu mikil þátttakan verður því við þurfum að panta litapúðrið frá Indlandi og það koma 6 tonn til landsins á næstunni.“Fyrst hlaupið í Bandaríkjunum Fyrsta litahlaupið fór fram í Phoenix í Arizona árið 2012. Það var Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gamans ásamt því að sameina Holy hátíðina á Indlandi en þaðan kemur liturinn. Sex þúsund manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en áður en árið kláraðist höfðu 600.000 þátttakendur hlaupið í 50 borgum í Norður Ameríku og núna hefur hlaupið farið fram víðsvegar í Suður Ameríku, Evrópu, Suður Afríku og Ástralíu. „Það geta allir tekið þátt í hlaupinu, bæði atvinnuhlauparar, áhugahlauparar og fólk sem hleypur aldrei en vill bara skemmta sér og sínum með því að vera með. Öll fjölskyldan getur tekið þátt því að það er ekkert aldurstakmark eða önnur skilyrði. Reyndar er skilyrði að hlaupa í hvítu til þess að allir litirnir fái að njóta sín sem mest,“ segir Davíð.Þetta er í fyrsta sinn sem hlaupið er á Íslandi. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins, en því verður skvett á þátttakendur í The Color Run by Alvogen hlaupinu, sem verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi þann 6. Júní næstkomandi. Hlaupið er ekki hefðbundið, þar sem mestu skiptir að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur sé það upplifun og skemmtun þátttakenda sem er í fyrirrúmi. Einkennisorð viðburðarins eru Heilsa, Hamingja og Tjáningarfrelsi einstaklingsins. Hlaupið er fimm kílómetra langt og fara hlauparar í gegnum litastöðvar á kílómeters fresti. Þar taka starfsmenn hlaupsins á móti þeim og kasta yfir þau einhverjum ákveðnum lit, sem unninn er úr kartöflumjöli. Skráning í hlaupið hefur verið framar björtustu vonum samkvæmt tilkynningu og þar segir að það stefni í mikinn fjölda hlaupara. Forsala á viðburðinn fór fram í lok nóvember og kláruðust allir forsölumiðar á fjórum dögum. Almenn miðasala hófst eftir það. „Það er greinilegt að fólk hefur gífurlegan áhuga á þessu hlaupi. Eftir að forsölunni lauk settum við jólatilboð í gang sem gekk alveg ótrúlega vel“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn aðstandanda hlaupsins og bætir við að það stefni í að uppselt verði í viðburðinn, bara spurning hvenær miðarnir klárast. „Það er gott fyrir okkur að vita núna hversu mikil þátttakan verður því við þurfum að panta litapúðrið frá Indlandi og það koma 6 tonn til landsins á næstunni.“Fyrst hlaupið í Bandaríkjunum Fyrsta litahlaupið fór fram í Phoenix í Arizona árið 2012. Það var Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gamans ásamt því að sameina Holy hátíðina á Indlandi en þaðan kemur liturinn. Sex þúsund manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en áður en árið kláraðist höfðu 600.000 þátttakendur hlaupið í 50 borgum í Norður Ameríku og núna hefur hlaupið farið fram víðsvegar í Suður Ameríku, Evrópu, Suður Afríku og Ástralíu. „Það geta allir tekið þátt í hlaupinu, bæði atvinnuhlauparar, áhugahlauparar og fólk sem hleypur aldrei en vill bara skemmta sér og sínum með því að vera með. Öll fjölskyldan getur tekið þátt því að það er ekkert aldurstakmark eða önnur skilyrði. Reyndar er skilyrði að hlaupa í hvítu til þess að allir litirnir fái að njóta sín sem mest,“ segir Davíð.Þetta er í fyrsta sinn sem hlaupið er á Íslandi.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira