Amiibo slá í gegn á Íslandi Tinni Sveinsson skrifar 18. janúar 2015 11:00 Amiibo tengjast Wii U tölvunni í gegnum nema á Wii U GamePad. Amiibo-fígúrurnar frá Nintendo komu út fyrir jól og kom mörgum á óvart hversu miklar vinsældir þeirra hafa verið um allan heim. Ísland er þar engin undantekning en Ormsson selur fígúrurnar í verslunum sínum um allt land og hjá endursöluaðilum. „Nintendo-unnendur eru mjög spenntir fyrir þeim. Við fáum margar fyrirspurnir og svo hefur fólk komið í röðum þegar við fáum nýjar fígúrur,“ segir Stefán Már Melstað, söluráðgjafi hjá Ormsson. Amiibo tengjast ýmsum tölvuleikjum Nintendo og geta spilarar t.d. þjálfað upp hverja fígúru fyrir sig í Super Smash Bros. til að spila við heima eða taka með sér til vina. Margar klassískar persónur tölvuleikjasögunnar komu út í fyrsta skammti en von er á fleiri skömmtum á næstu misserum. Aðdáendur bíða spenntir eftir því að sjá hvaða persónur eru væntanlegar þar sem margir eru farnir að safna þeim. „Við höfum verið með alla Amiibo sem voru gefnar út fyrir Norðurlöndin, að þessu sinni eru það 18 fígúrur. Link hefur verið langvinsælastur en Donkey Kong, Fox, Mario, Marth og Samus fylgja þar á eftir,“ segir Stefán. Hér fyrir neðan má sjá Nintendo Direct útsendingu frá því í síðustu viku. Þar voru nýjar Amiibo-fígúrur kynntar til leiks, ásamt fjöldanum öllum af nýjum leikjum frá Nintendo nú á árinu. Leikjavísir Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Amiibo-fígúrurnar frá Nintendo komu út fyrir jól og kom mörgum á óvart hversu miklar vinsældir þeirra hafa verið um allan heim. Ísland er þar engin undantekning en Ormsson selur fígúrurnar í verslunum sínum um allt land og hjá endursöluaðilum. „Nintendo-unnendur eru mjög spenntir fyrir þeim. Við fáum margar fyrirspurnir og svo hefur fólk komið í röðum þegar við fáum nýjar fígúrur,“ segir Stefán Már Melstað, söluráðgjafi hjá Ormsson. Amiibo tengjast ýmsum tölvuleikjum Nintendo og geta spilarar t.d. þjálfað upp hverja fígúru fyrir sig í Super Smash Bros. til að spila við heima eða taka með sér til vina. Margar klassískar persónur tölvuleikjasögunnar komu út í fyrsta skammti en von er á fleiri skömmtum á næstu misserum. Aðdáendur bíða spenntir eftir því að sjá hvaða persónur eru væntanlegar þar sem margir eru farnir að safna þeim. „Við höfum verið með alla Amiibo sem voru gefnar út fyrir Norðurlöndin, að þessu sinni eru það 18 fígúrur. Link hefur verið langvinsælastur en Donkey Kong, Fox, Mario, Marth og Samus fylgja þar á eftir,“ segir Stefán. Hér fyrir neðan má sjá Nintendo Direct útsendingu frá því í síðustu viku. Þar voru nýjar Amiibo-fígúrur kynntar til leiks, ásamt fjöldanum öllum af nýjum leikjum frá Nintendo nú á árinu.
Leikjavísir Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira