Fyrsta konan sem hannar ofursportbíl Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2015 10:51 Acura NSX. Einn af athyglisverðustu bílunum sem nú eru sýndur á bílasýningunni í Detroit er þessi Acura NSX ofursportbíll. Það vekur reyndar ekki minni áhuga að það var 34 ára gömul kona, Michelle Christiansen, sem er aðalhönnuður bílsins. Er það fyrsta sinni sem kona er aðalhönnuður slíks bíls. Acura er undirmerki Honda og það framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus gerir hjá Toyota. Acura NSX er enginn venjulegur bíll, heldur er hann með ríflega 550 hestafla vél og er verðugur keppinautur bíla eins og Porsche 911 Turbo S, Ferrari 458 og Audi R8. Acura NSX er með miðjusetta vél, 3,7 lítra V6 vél auk rafmótora. Hann er arftaki Honda NSX sem Honda framleiddi á árunum 1990 til 2005. Michelle Christiansen er 34 ára Kaliforníumær sem lærði hönnun í hinum virta Art Center College of Design í Pasadena í Kaliforníu. Hún ólst upp við að gera upp kraftabíla með föður sínum í San Jose og er með bensín í blóðinu. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Einn af athyglisverðustu bílunum sem nú eru sýndur á bílasýningunni í Detroit er þessi Acura NSX ofursportbíll. Það vekur reyndar ekki minni áhuga að það var 34 ára gömul kona, Michelle Christiansen, sem er aðalhönnuður bílsins. Er það fyrsta sinni sem kona er aðalhönnuður slíks bíls. Acura er undirmerki Honda og það framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus gerir hjá Toyota. Acura NSX er enginn venjulegur bíll, heldur er hann með ríflega 550 hestafla vél og er verðugur keppinautur bíla eins og Porsche 911 Turbo S, Ferrari 458 og Audi R8. Acura NSX er með miðjusetta vél, 3,7 lítra V6 vél auk rafmótora. Hann er arftaki Honda NSX sem Honda framleiddi á árunum 1990 til 2005. Michelle Christiansen er 34 ára Kaliforníumær sem lærði hönnun í hinum virta Art Center College of Design í Pasadena í Kaliforníu. Hún ólst upp við að gera upp kraftabíla með föður sínum í San Jose og er með bensín í blóðinu.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira