Subaru selur 57% bíla sinna í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2015 11:50 Subaru XV á Íslandi. Einn þeirra bílaframleiðenda sem átti hvað mestri velgengni að fagna á síðasta ári var Subaru. Ekki hvað síst er það að þakka mikilli sölu í Bandaríkjunum en sala Subaru bíla þar jókst um 21% í fyrra. Er svo komið að 57 af hverjum 100 bílum sem Subaru framleiðir eru seldir í Bandaríkjunum og fer sú tala sífellt hækkandi. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum en 513.693 í fyrra. Er það vöxtur uppá 53% á aðeins 2 árum. Subaru áætlar að selja 540.000 bíla í Bandaríkjunu í ár, en 940.000 um allan heim. Það þýðir að 57% selst þar vestra og ef áætluð 45.000 bíla sala í Kanada er bætt við mun 62% af framleiðslu Subaru seljast í N-Ameríku. Subaru áætlar að aðeins 156.000 bílar seljist í heimalandinu Japan í ár og að sala muni minnka um 8% þar í ár. Subaru framleiðir mikið af þeim bílum sem þeir selja vestanhafs í Bandaríkjunum og hafa verksmiðjur Subaru þar ekki við að framleiða nóg og verður verksmiðja Subaru í Indiana breytt svo framleiða megi 18.000 fleiri Legacy og Outback bíla þar á ári. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent
Einn þeirra bílaframleiðenda sem átti hvað mestri velgengni að fagna á síðasta ári var Subaru. Ekki hvað síst er það að þakka mikilli sölu í Bandaríkjunum en sala Subaru bíla þar jókst um 21% í fyrra. Er svo komið að 57 af hverjum 100 bílum sem Subaru framleiðir eru seldir í Bandaríkjunum og fer sú tala sífellt hækkandi. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum en 513.693 í fyrra. Er það vöxtur uppá 53% á aðeins 2 árum. Subaru áætlar að selja 540.000 bíla í Bandaríkjunu í ár, en 940.000 um allan heim. Það þýðir að 57% selst þar vestra og ef áætluð 45.000 bíla sala í Kanada er bætt við mun 62% af framleiðslu Subaru seljast í N-Ameríku. Subaru áætlar að aðeins 156.000 bílar seljist í heimalandinu Japan í ár og að sala muni minnka um 8% þar í ár. Subaru framleiðir mikið af þeim bílum sem þeir selja vestanhafs í Bandaríkjunum og hafa verksmiðjur Subaru þar ekki við að framleiða nóg og verður verksmiðja Subaru í Indiana breytt svo framleiða megi 18.000 fleiri Legacy og Outback bíla þar á ári.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent