Subaru selur 57% bíla sinna í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2015 11:50 Subaru XV á Íslandi. Einn þeirra bílaframleiðenda sem átti hvað mestri velgengni að fagna á síðasta ári var Subaru. Ekki hvað síst er það að þakka mikilli sölu í Bandaríkjunum en sala Subaru bíla þar jókst um 21% í fyrra. Er svo komið að 57 af hverjum 100 bílum sem Subaru framleiðir eru seldir í Bandaríkjunum og fer sú tala sífellt hækkandi. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum en 513.693 í fyrra. Er það vöxtur uppá 53% á aðeins 2 árum. Subaru áætlar að selja 540.000 bíla í Bandaríkjunu í ár, en 940.000 um allan heim. Það þýðir að 57% selst þar vestra og ef áætluð 45.000 bíla sala í Kanada er bætt við mun 62% af framleiðslu Subaru seljast í N-Ameríku. Subaru áætlar að aðeins 156.000 bílar seljist í heimalandinu Japan í ár og að sala muni minnka um 8% þar í ár. Subaru framleiðir mikið af þeim bílum sem þeir selja vestanhafs í Bandaríkjunum og hafa verksmiðjur Subaru þar ekki við að framleiða nóg og verður verksmiðja Subaru í Indiana breytt svo framleiða megi 18.000 fleiri Legacy og Outback bíla þar á ári. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent
Einn þeirra bílaframleiðenda sem átti hvað mestri velgengni að fagna á síðasta ári var Subaru. Ekki hvað síst er það að þakka mikilli sölu í Bandaríkjunum en sala Subaru bíla þar jókst um 21% í fyrra. Er svo komið að 57 af hverjum 100 bílum sem Subaru framleiðir eru seldir í Bandaríkjunum og fer sú tala sífellt hækkandi. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum en 513.693 í fyrra. Er það vöxtur uppá 53% á aðeins 2 árum. Subaru áætlar að selja 540.000 bíla í Bandaríkjunu í ár, en 940.000 um allan heim. Það þýðir að 57% selst þar vestra og ef áætluð 45.000 bíla sala í Kanada er bætt við mun 62% af framleiðslu Subaru seljast í N-Ameríku. Subaru áætlar að aðeins 156.000 bílar seljist í heimalandinu Japan í ár og að sala muni minnka um 8% þar í ár. Subaru framleiðir mikið af þeim bílum sem þeir selja vestanhafs í Bandaríkjunum og hafa verksmiðjur Subaru þar ekki við að framleiða nóg og verður verksmiðja Subaru í Indiana breytt svo framleiða megi 18.000 fleiri Legacy og Outback bíla þar á ári.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent