Subaru selur 57% bíla sinna í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2015 11:50 Subaru XV á Íslandi. Einn þeirra bílaframleiðenda sem átti hvað mestri velgengni að fagna á síðasta ári var Subaru. Ekki hvað síst er það að þakka mikilli sölu í Bandaríkjunum en sala Subaru bíla þar jókst um 21% í fyrra. Er svo komið að 57 af hverjum 100 bílum sem Subaru framleiðir eru seldir í Bandaríkjunum og fer sú tala sífellt hækkandi. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum en 513.693 í fyrra. Er það vöxtur uppá 53% á aðeins 2 árum. Subaru áætlar að selja 540.000 bíla í Bandaríkjunu í ár, en 940.000 um allan heim. Það þýðir að 57% selst þar vestra og ef áætluð 45.000 bíla sala í Kanada er bætt við mun 62% af framleiðslu Subaru seljast í N-Ameríku. Subaru áætlar að aðeins 156.000 bílar seljist í heimalandinu Japan í ár og að sala muni minnka um 8% þar í ár. Subaru framleiðir mikið af þeim bílum sem þeir selja vestanhafs í Bandaríkjunum og hafa verksmiðjur Subaru þar ekki við að framleiða nóg og verður verksmiðja Subaru í Indiana breytt svo framleiða megi 18.000 fleiri Legacy og Outback bíla þar á ári. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Einn þeirra bílaframleiðenda sem átti hvað mestri velgengni að fagna á síðasta ári var Subaru. Ekki hvað síst er það að þakka mikilli sölu í Bandaríkjunum en sala Subaru bíla þar jókst um 21% í fyrra. Er svo komið að 57 af hverjum 100 bílum sem Subaru framleiðir eru seldir í Bandaríkjunum og fer sú tala sífellt hækkandi. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum en 513.693 í fyrra. Er það vöxtur uppá 53% á aðeins 2 árum. Subaru áætlar að selja 540.000 bíla í Bandaríkjunu í ár, en 940.000 um allan heim. Það þýðir að 57% selst þar vestra og ef áætluð 45.000 bíla sala í Kanada er bætt við mun 62% af framleiðslu Subaru seljast í N-Ameríku. Subaru áætlar að aðeins 156.000 bílar seljist í heimalandinu Japan í ár og að sala muni minnka um 8% þar í ár. Subaru framleiðir mikið af þeim bílum sem þeir selja vestanhafs í Bandaríkjunum og hafa verksmiðjur Subaru þar ekki við að framleiða nóg og verður verksmiðja Subaru í Indiana breytt svo framleiða megi 18.000 fleiri Legacy og Outback bíla þar á ári.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira