Rok og rigning var á höfuðborgarsvæðinu í dag og víða flughált. Áfram er spáð stormi sunnan- og vestanlands fram á kvöld.
Ernir Eyjólfsson,ljósmyndari Vísis, náði þessum myndum af gangandi vegfarendum við Reykjavíkurhöfn í dag en þar var í meira lagi hvasst, líkt og sjá má.