Audi A8 ekur sjálfur Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2015 11:27 Fjórða kynslóð Audi A8. Audi hefur í mörg ár unnið að tækni sem gerir bílum þeirra kleift að aka án ökumanns. Strax árið 2009 ók Audi TTS í Pikes Peak brekkuklifurskeppninni og kláraði keppnina án ökumanns á 27 mínútum. Vinna Audi, ásamt móðurfyrirtækinu Volkswagen, að þessu markmiði hefur þó staðið frá árinu 2004. Um daginn ók svo bílalest Audi A7 bíla frá Los Angeles til Las Vegas, þar sem Consumer Elecronics tæknisýningin fór fram, með blaðamenn um borð og fór lestin á allt að 110 km hraða án ökumanna. Nú er hinsvegar komið að því að Audi bjóði þennan búnað í bíl sem ætlaður er almenningi og sá fyrsti sem fær þennan búnað verður nýr Audi A8 og getur hann ekið farþegum sínum á allt að 60 km hraða. Audi A8 getur komist í gegnum þunga umferð, fundið bílastæði og lagt í það sjálfur. Fljótlega mun A8 bjóðast með búnaði sem gerir honum kleift að aka hraðar en á 60 km hraða, eða um leið og lög leyfa það og tæknin verður nægilega fullkomin til að fyllsta öryggis verði gætt. Audi A8 með þessum sjálfakandi búnaði verður kominn í sölu í enda næsta árs. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Audi hefur í mörg ár unnið að tækni sem gerir bílum þeirra kleift að aka án ökumanns. Strax árið 2009 ók Audi TTS í Pikes Peak brekkuklifurskeppninni og kláraði keppnina án ökumanns á 27 mínútum. Vinna Audi, ásamt móðurfyrirtækinu Volkswagen, að þessu markmiði hefur þó staðið frá árinu 2004. Um daginn ók svo bílalest Audi A7 bíla frá Los Angeles til Las Vegas, þar sem Consumer Elecronics tæknisýningin fór fram, með blaðamenn um borð og fór lestin á allt að 110 km hraða án ökumanna. Nú er hinsvegar komið að því að Audi bjóði þennan búnað í bíl sem ætlaður er almenningi og sá fyrsti sem fær þennan búnað verður nýr Audi A8 og getur hann ekið farþegum sínum á allt að 60 km hraða. Audi A8 getur komist í gegnum þunga umferð, fundið bílastæði og lagt í það sjálfur. Fljótlega mun A8 bjóðast með búnaði sem gerir honum kleift að aka hraðar en á 60 km hraða, eða um leið og lög leyfa það og tæknin verður nægilega fullkomin til að fyllsta öryggis verði gætt. Audi A8 með þessum sjálfakandi búnaði verður kominn í sölu í enda næsta árs.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira