Ofbeldi gegn kennurum eykst Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Nemendur hafa notað síma sína til að egna kennara. Nordicphotos/AFP Ofbeldi nemenda gegn kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna fer vaxandi þótt það sé ekki algengt. Dæmi eru um að séð hafi á kennurum eftir árás nemanda, að því er Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, greinir frá. „Árásargjarnir nemendur á öllum stigum grunnskólans, sem eru sem betur fer ekki margir, grýta hlutum, rífa í kennara og annað starfsfólk og meiða,“ segir hún. Niðurstöður könnunar skólayfirvalda í Stokkhólmi frá því í fyrra sýna að níu prósent starfsmanna skóla höfðu orðið fyrir ofbeldi eða verið hótað á árinu á undan. Kennarar voru 60 prósent svarenda, samkvæmt frétt Sænska dagblaðsins. Guðbjörg kveðst ekki vita til að slík könnun hafi verið gerð hér á landi. Hér hafa kennarar í sumum tilfellum þurft að leita læknis vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Spurð hvort þeir hafi þurft að fara í veikindafrí vegna slíkra mála segir Guðbjörg svo vera.Guðbjörg Ragnarsdóttir„Einelti fyrirfinnst alls staðar. Það eru til foreldrar og nemendur sem leggja kennara í einelti og einelti hefur áhrif á kennara eins og aðra.“ Að sögn Guðbjargar er allur gangur á því hvernig skólastjórnendur taka á málum. „Sumir segja að máli sé ekki fylgt nógu vel eftir en aðrir segja að skólastjórnendur standi 110 prósent með þeim. Þá er fundað með viðkomandi nemanda og foreldrum og utanaðkomandi kallaðir til ef þurfa þykir.“ Nemendur eru farnir að ógna kennurum með því að bregða símum á loft í kennslustofunni, mynda þá og taka upp hljóð en yfirleitt er bannað að vera með síma í skólunum. „Nemendur hafa tekið upp hljóðið þegar kennarinn brýnir raustina. Þetta er svo sett á netið. Það er hins vegar ekki sýnt hvað nemendur gerðu markvisst, jafnvel um langt skeið, til að egna kennarann. Nemendur nota símana sem tæki til að hóta kennurum. Fyrir kemur að grunnskólanemendur séu með síma sem kosta á annað hundrað þúsund krónur. Það er skiljanlegt að foreldrar vilji að börnin hafi síma sem öryggistæki en í þeim tilgangi þurfa nemendur ekki síma með öllum mögulegum tækninýjungum. Það ætti að vera nóg ef hægt er að hringja í símana og úr þeim.“ Guðbjörg tekur fram að alltaf hafi loðað við að nemendur reyni að espa upp kennara. „Það hefur ekkert breyst síðan ég var í skóla. Málin lenda hins vegar í öðrum farvegi núna. Nú eru viðbrögð kennaranna sýnd öllum almenningi en ekki aðdragandinn.“ Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Ofbeldi nemenda gegn kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna fer vaxandi þótt það sé ekki algengt. Dæmi eru um að séð hafi á kennurum eftir árás nemanda, að því er Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, greinir frá. „Árásargjarnir nemendur á öllum stigum grunnskólans, sem eru sem betur fer ekki margir, grýta hlutum, rífa í kennara og annað starfsfólk og meiða,“ segir hún. Niðurstöður könnunar skólayfirvalda í Stokkhólmi frá því í fyrra sýna að níu prósent starfsmanna skóla höfðu orðið fyrir ofbeldi eða verið hótað á árinu á undan. Kennarar voru 60 prósent svarenda, samkvæmt frétt Sænska dagblaðsins. Guðbjörg kveðst ekki vita til að slík könnun hafi verið gerð hér á landi. Hér hafa kennarar í sumum tilfellum þurft að leita læknis vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Spurð hvort þeir hafi þurft að fara í veikindafrí vegna slíkra mála segir Guðbjörg svo vera.Guðbjörg Ragnarsdóttir„Einelti fyrirfinnst alls staðar. Það eru til foreldrar og nemendur sem leggja kennara í einelti og einelti hefur áhrif á kennara eins og aðra.“ Að sögn Guðbjargar er allur gangur á því hvernig skólastjórnendur taka á málum. „Sumir segja að máli sé ekki fylgt nógu vel eftir en aðrir segja að skólastjórnendur standi 110 prósent með þeim. Þá er fundað með viðkomandi nemanda og foreldrum og utanaðkomandi kallaðir til ef þurfa þykir.“ Nemendur eru farnir að ógna kennurum með því að bregða símum á loft í kennslustofunni, mynda þá og taka upp hljóð en yfirleitt er bannað að vera með síma í skólunum. „Nemendur hafa tekið upp hljóðið þegar kennarinn brýnir raustina. Þetta er svo sett á netið. Það er hins vegar ekki sýnt hvað nemendur gerðu markvisst, jafnvel um langt skeið, til að egna kennarann. Nemendur nota símana sem tæki til að hóta kennurum. Fyrir kemur að grunnskólanemendur séu með síma sem kosta á annað hundrað þúsund krónur. Það er skiljanlegt að foreldrar vilji að börnin hafi síma sem öryggistæki en í þeim tilgangi þurfa nemendur ekki síma með öllum mögulegum tækninýjungum. Það ætti að vera nóg ef hægt er að hringja í símana og úr þeim.“ Guðbjörg tekur fram að alltaf hafi loðað við að nemendur reyni að espa upp kennara. „Það hefur ekkert breyst síðan ég var í skóla. Málin lenda hins vegar í öðrum farvegi núna. Nú eru viðbrögð kennaranna sýnd öllum almenningi en ekki aðdragandinn.“
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira