Fjölskyldan tekur upp lag um hver jól Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. desember 2014 09:00 Fjölskyldan tekur upp nýtt lag fyrir hver jól og hefur vakið mikla lukku. mynd/einkasafn „Við tókum upp þessa skemmtilegu hefð fyrstu jólin eftir hrunið. Fyrst var þetta bara hugmynd um að gefa ódýra og skemmtilega jólagjöf en hefur undið upp á sig,“ segir Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir. Hún kemur úr músíkalskri fjölskyldu þar sem allir syngja saman inn á upptöku fyrir hver jól. „Við höfum öll verið í músík á einhvern hátt. Mamma hefur verið í kór, bróðir minn hefur verið í mörgum hljómsveitum, stjúppabbi minn er náttúrutalent og svo hef ég verið í söngnámi og svona,“ útskýrir Birgitta Rún. Bróðir hennar, Magnús Ingi Sveinbjörnsson sér um að stýra upptökum, útsetja þær og hljóðblanda áður en þær eru gerðar opinberar. Stofunni á heimili fjölskyldunnar er breytt í hljóðver í einn dag skömmu fyrir jól og er mikið hlegið og skemmt sér við upptökurnar. Fjölskyldan kallar sig Lambo Jambo þegar hún bregður sér í líki hljómsveitar. Þau velja alltaf lög sem henta fyrir hvert ár en fyrstu jólin var lagið Don"t Worry Be Happy fyrir valinu. „Þetta lag var viðeigandi á þeim tíma. Í hitteð fyrra tókum við svo upp lagið When I Think of Angels því þá misstum við fjölskyldan, afar kæra vinkonu og sungum lagið til þess að minnast hennar.“ Í fyrstu var lagið sem fjölskyldan tók upp sett á geisladisk og gefið sem jólagjöf til vina og ættingja. „Mamma er orðin svo alþjóðleg og á svo marga vini út um allan heim að hún sendir jólakveðjur í gegnum Youtube og notar lögin sem við tökum upp undir þannig að við leyfum vinum og ættingjum að njóta í gegnum Youtube í dag,“ bætir Birgitta Rún við. Í ár tóku þau upp lagið, Oh Happy Day og gerðu það að sínu en Birgitta Rún vill meina að þeirra útgáfa sé mjög hress og skemmtileg. Fjölskyldan á leyndan aðdáanda sem hefur að ákveðnu leyti eignað sér eitt myndbandið þeirra. „Það er einhver útlenskur gaur búinn að setja lag frá okkur inn á sinn „account“ og það er komið í 600.000 „views“. Þetta var Abba lag og gaurinn fílar greinilega Abba. Við þekkjum hann ekki neitt en það er bara fyndið,“ segir Birgitta Rún og hlær. Hún hvetur fólk til þess að taka upp sínar eigin hefðir og siði því jólin snúast um að eiga gleðistund með fjölskyldunni. „Þetta er líka uppáhalds hefðin okkar allra.“ Jólafréttir Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
„Við tókum upp þessa skemmtilegu hefð fyrstu jólin eftir hrunið. Fyrst var þetta bara hugmynd um að gefa ódýra og skemmtilega jólagjöf en hefur undið upp á sig,“ segir Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir. Hún kemur úr músíkalskri fjölskyldu þar sem allir syngja saman inn á upptöku fyrir hver jól. „Við höfum öll verið í músík á einhvern hátt. Mamma hefur verið í kór, bróðir minn hefur verið í mörgum hljómsveitum, stjúppabbi minn er náttúrutalent og svo hef ég verið í söngnámi og svona,“ útskýrir Birgitta Rún. Bróðir hennar, Magnús Ingi Sveinbjörnsson sér um að stýra upptökum, útsetja þær og hljóðblanda áður en þær eru gerðar opinberar. Stofunni á heimili fjölskyldunnar er breytt í hljóðver í einn dag skömmu fyrir jól og er mikið hlegið og skemmt sér við upptökurnar. Fjölskyldan kallar sig Lambo Jambo þegar hún bregður sér í líki hljómsveitar. Þau velja alltaf lög sem henta fyrir hvert ár en fyrstu jólin var lagið Don"t Worry Be Happy fyrir valinu. „Þetta lag var viðeigandi á þeim tíma. Í hitteð fyrra tókum við svo upp lagið When I Think of Angels því þá misstum við fjölskyldan, afar kæra vinkonu og sungum lagið til þess að minnast hennar.“ Í fyrstu var lagið sem fjölskyldan tók upp sett á geisladisk og gefið sem jólagjöf til vina og ættingja. „Mamma er orðin svo alþjóðleg og á svo marga vini út um allan heim að hún sendir jólakveðjur í gegnum Youtube og notar lögin sem við tökum upp undir þannig að við leyfum vinum og ættingjum að njóta í gegnum Youtube í dag,“ bætir Birgitta Rún við. Í ár tóku þau upp lagið, Oh Happy Day og gerðu það að sínu en Birgitta Rún vill meina að þeirra útgáfa sé mjög hress og skemmtileg. Fjölskyldan á leyndan aðdáanda sem hefur að ákveðnu leyti eignað sér eitt myndbandið þeirra. „Það er einhver útlenskur gaur búinn að setja lag frá okkur inn á sinn „account“ og það er komið í 600.000 „views“. Þetta var Abba lag og gaurinn fílar greinilega Abba. Við þekkjum hann ekki neitt en það er bara fyndið,“ segir Birgitta Rún og hlær. Hún hvetur fólk til þess að taka upp sínar eigin hefðir og siði því jólin snúast um að eiga gleðistund með fjölskyldunni. „Þetta er líka uppáhalds hefðin okkar allra.“
Jólafréttir Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira