Fjölskyldan tekur upp lag um hver jól Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. desember 2014 09:00 Fjölskyldan tekur upp nýtt lag fyrir hver jól og hefur vakið mikla lukku. mynd/einkasafn „Við tókum upp þessa skemmtilegu hefð fyrstu jólin eftir hrunið. Fyrst var þetta bara hugmynd um að gefa ódýra og skemmtilega jólagjöf en hefur undið upp á sig,“ segir Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir. Hún kemur úr músíkalskri fjölskyldu þar sem allir syngja saman inn á upptöku fyrir hver jól. „Við höfum öll verið í músík á einhvern hátt. Mamma hefur verið í kór, bróðir minn hefur verið í mörgum hljómsveitum, stjúppabbi minn er náttúrutalent og svo hef ég verið í söngnámi og svona,“ útskýrir Birgitta Rún. Bróðir hennar, Magnús Ingi Sveinbjörnsson sér um að stýra upptökum, útsetja þær og hljóðblanda áður en þær eru gerðar opinberar. Stofunni á heimili fjölskyldunnar er breytt í hljóðver í einn dag skömmu fyrir jól og er mikið hlegið og skemmt sér við upptökurnar. Fjölskyldan kallar sig Lambo Jambo þegar hún bregður sér í líki hljómsveitar. Þau velja alltaf lög sem henta fyrir hvert ár en fyrstu jólin var lagið Don"t Worry Be Happy fyrir valinu. „Þetta lag var viðeigandi á þeim tíma. Í hitteð fyrra tókum við svo upp lagið When I Think of Angels því þá misstum við fjölskyldan, afar kæra vinkonu og sungum lagið til þess að minnast hennar.“ Í fyrstu var lagið sem fjölskyldan tók upp sett á geisladisk og gefið sem jólagjöf til vina og ættingja. „Mamma er orðin svo alþjóðleg og á svo marga vini út um allan heim að hún sendir jólakveðjur í gegnum Youtube og notar lögin sem við tökum upp undir þannig að við leyfum vinum og ættingjum að njóta í gegnum Youtube í dag,“ bætir Birgitta Rún við. Í ár tóku þau upp lagið, Oh Happy Day og gerðu það að sínu en Birgitta Rún vill meina að þeirra útgáfa sé mjög hress og skemmtileg. Fjölskyldan á leyndan aðdáanda sem hefur að ákveðnu leyti eignað sér eitt myndbandið þeirra. „Það er einhver útlenskur gaur búinn að setja lag frá okkur inn á sinn „account“ og það er komið í 600.000 „views“. Þetta var Abba lag og gaurinn fílar greinilega Abba. Við þekkjum hann ekki neitt en það er bara fyndið,“ segir Birgitta Rún og hlær. Hún hvetur fólk til þess að taka upp sínar eigin hefðir og siði því jólin snúast um að eiga gleðistund með fjölskyldunni. „Þetta er líka uppáhalds hefðin okkar allra.“ Jólafréttir Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjá meira
„Við tókum upp þessa skemmtilegu hefð fyrstu jólin eftir hrunið. Fyrst var þetta bara hugmynd um að gefa ódýra og skemmtilega jólagjöf en hefur undið upp á sig,“ segir Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir. Hún kemur úr músíkalskri fjölskyldu þar sem allir syngja saman inn á upptöku fyrir hver jól. „Við höfum öll verið í músík á einhvern hátt. Mamma hefur verið í kór, bróðir minn hefur verið í mörgum hljómsveitum, stjúppabbi minn er náttúrutalent og svo hef ég verið í söngnámi og svona,“ útskýrir Birgitta Rún. Bróðir hennar, Magnús Ingi Sveinbjörnsson sér um að stýra upptökum, útsetja þær og hljóðblanda áður en þær eru gerðar opinberar. Stofunni á heimili fjölskyldunnar er breytt í hljóðver í einn dag skömmu fyrir jól og er mikið hlegið og skemmt sér við upptökurnar. Fjölskyldan kallar sig Lambo Jambo þegar hún bregður sér í líki hljómsveitar. Þau velja alltaf lög sem henta fyrir hvert ár en fyrstu jólin var lagið Don"t Worry Be Happy fyrir valinu. „Þetta lag var viðeigandi á þeim tíma. Í hitteð fyrra tókum við svo upp lagið When I Think of Angels því þá misstum við fjölskyldan, afar kæra vinkonu og sungum lagið til þess að minnast hennar.“ Í fyrstu var lagið sem fjölskyldan tók upp sett á geisladisk og gefið sem jólagjöf til vina og ættingja. „Mamma er orðin svo alþjóðleg og á svo marga vini út um allan heim að hún sendir jólakveðjur í gegnum Youtube og notar lögin sem við tökum upp undir þannig að við leyfum vinum og ættingjum að njóta í gegnum Youtube í dag,“ bætir Birgitta Rún við. Í ár tóku þau upp lagið, Oh Happy Day og gerðu það að sínu en Birgitta Rún vill meina að þeirra útgáfa sé mjög hress og skemmtileg. Fjölskyldan á leyndan aðdáanda sem hefur að ákveðnu leyti eignað sér eitt myndbandið þeirra. „Það er einhver útlenskur gaur búinn að setja lag frá okkur inn á sinn „account“ og það er komið í 600.000 „views“. Þetta var Abba lag og gaurinn fílar greinilega Abba. Við þekkjum hann ekki neitt en það er bara fyndið,“ segir Birgitta Rún og hlær. Hún hvetur fólk til þess að taka upp sínar eigin hefðir og siði því jólin snúast um að eiga gleðistund með fjölskyldunni. „Þetta er líka uppáhalds hefðin okkar allra.“
Jólafréttir Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjá meira