Láta hugann reika frá jólastressi Þórður Ingi Jónsson skrifar 19. desember 2014 10:00 Prins Póló segist vera þokkalegt jólabarn. Vísir/gva „Ég er bara á leiðinni í bæinn, er að nálgast Vík í Mýrdal á góðu svelli og hér er fínasta færð,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, en hann treður upp í Iðnó í kvöld ásamt þeim dj. flugvél & geimskipi og Dr. Gunna. „Svo erum við búin að ná samningum við mjög jólalegan leynigest. Hann er eldheitur og við erum mjög spennt fyrir honum. Hann ætlar að troða upp og taka einhverja syrpu með okkur,“ segir Svavar en Hugleikur Dagsson mun líma kvöldið saman. Að sögn Svavars verður jólaleg stemning yfir mönnum í kvöld. „Við ætlum bara að kaupa mikið af jólaseríum, skreyta salinn og sviðið og vera í dálitlum fíling. Fólk getur sleppt fram af sér beislinu rétt fyrir jól og látið hugann reika frá þessu hefðbundna jólastressi,“ segir Svavar, sem er sjálfur þokkalegt jólabarn. „Mér þykir voða vænt um jólin og stemninguna svo lengi sem það verður ekki yfirgengilegt. Ég hlusta mikið á Hauk Morthens fyrir jólin því hann kemur mér í jólafíling.“ Tónlist Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég er bara á leiðinni í bæinn, er að nálgast Vík í Mýrdal á góðu svelli og hér er fínasta færð,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, en hann treður upp í Iðnó í kvöld ásamt þeim dj. flugvél & geimskipi og Dr. Gunna. „Svo erum við búin að ná samningum við mjög jólalegan leynigest. Hann er eldheitur og við erum mjög spennt fyrir honum. Hann ætlar að troða upp og taka einhverja syrpu með okkur,“ segir Svavar en Hugleikur Dagsson mun líma kvöldið saman. Að sögn Svavars verður jólaleg stemning yfir mönnum í kvöld. „Við ætlum bara að kaupa mikið af jólaseríum, skreyta salinn og sviðið og vera í dálitlum fíling. Fólk getur sleppt fram af sér beislinu rétt fyrir jól og látið hugann reika frá þessu hefðbundna jólastressi,“ segir Svavar, sem er sjálfur þokkalegt jólabarn. „Mér þykir voða vænt um jólin og stemninguna svo lengi sem það verður ekki yfirgengilegt. Ég hlusta mikið á Hauk Morthens fyrir jólin því hann kemur mér í jólafíling.“
Tónlist Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp