Tónlist

D'Angelo gefur út glænýja plötu

Þórður Ingi Jónsson skrifar
D'Angelo hefur gefið út sína fyrstu plötu í fjórtán ár.
D'Angelo hefur gefið út sína fyrstu plötu í fjórtán ár. vísir/Getty
Einn virtasti tónlistarmaður R&B-heimsins, D'Angelo gaf út fyrstu plötu sína í fjórtán ár síðastliðið sunnudagskvöld.

Platan ber nafnið Black Messiah og er að sögn D'Angelo sú pólitískasta sem hann hefur gert. „Hún fjallar um fólk að rísa upp í Ferguson, Egyptalandi og á Occupy Wall Street-mótmælunum og um alla þá staði þar sem íbúarnir fá sig fullsadda og ákveða að láta af breytingum verða,“ segir hann.

Questlove, trommari The Roots og einn þeirra sem lögðu sitt af mörkum á plötunni, hafði þetta um hana að segja: „Þetta er ástríðuverkefni og þetta er allt. Ég vil virkilega ekki tala um hana með ýkjum eða mikillæti en platan er allt. Hún er falleg, hún er ljót, hún er sannleikur, hún er lygar. Hún er allt.“

Hér fyrir neðan er hægt að heyra lagið Sugah Daddy af nýju plötunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×