Gamlar hefðir hjá Geislum Freyr Bjarnason skrifar 13. desember 2014 15:00 Hljómsveitin Geislar hefur gefið út sína fyrstu plötu. Hljómsveitin Geislar hefur sent frá sér sína fyrstu plötu, Containing the Dark. Meðlimir sveitarinnar eru Styrmir Sigurðsson, Sigríður Thorlacius, Magnús Trygvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. „Ég hef þekkt Ómar og Óskar lengi. Svo kynntumst við Maggi í tónlistarskóla FÍH. Við spiluðum fyrst saman á tónleikum í skólanum og síðan voru allir frekar kátir og glaðir og til í að gera eitthvað meira,“ segir Styrmir aðspurður, en platan tók tvö ár í vinnslu. Hann hefur lengi starfað sem kvikmyndagerðarmaður en spilaði á sínum yngri árum með hljómsveitum á borð við Pax Vobis og Grafík. „Síðan fór ég seint og um síðir aftur í tónlistarnám og útskrifaðist út djasspíanódeildinni í FÍH fyrir tveimur árum.“ Styrmir segist eiga erfitt með að lýsa tónlist Geisla. „Þetta er allt vaðandi í einhverri melankólíu. Það er verið að sækja í gamlar hefðir og nostalgíu og vinna með það á skapandi og skrítinn hátt og búa til eitthvað nýtt og skemmtilegt úr því,“ segir hann. „Við erum að reyna að vera trú okkar sándi og okkar stemningu. Þetta liggur einhvers staðar á milli Radiohead og Louis Armstrong.“ Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Geislar hefur sent frá sér sína fyrstu plötu, Containing the Dark. Meðlimir sveitarinnar eru Styrmir Sigurðsson, Sigríður Thorlacius, Magnús Trygvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. „Ég hef þekkt Ómar og Óskar lengi. Svo kynntumst við Maggi í tónlistarskóla FÍH. Við spiluðum fyrst saman á tónleikum í skólanum og síðan voru allir frekar kátir og glaðir og til í að gera eitthvað meira,“ segir Styrmir aðspurður, en platan tók tvö ár í vinnslu. Hann hefur lengi starfað sem kvikmyndagerðarmaður en spilaði á sínum yngri árum með hljómsveitum á borð við Pax Vobis og Grafík. „Síðan fór ég seint og um síðir aftur í tónlistarnám og útskrifaðist út djasspíanódeildinni í FÍH fyrir tveimur árum.“ Styrmir segist eiga erfitt með að lýsa tónlist Geisla. „Þetta er allt vaðandi í einhverri melankólíu. Það er verið að sækja í gamlar hefðir og nostalgíu og vinna með það á skapandi og skrítinn hátt og búa til eitthvað nýtt og skemmtilegt úr því,“ segir hann. „Við erum að reyna að vera trú okkar sándi og okkar stemningu. Þetta liggur einhvers staðar á milli Radiohead og Louis Armstrong.“
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira