Kanntu listina að bera á þig frískandi brúnkukrem? Rikka skrifar 15. desember 2014 11:00 Brúnkukrem. visir/getty Hin svokölluðu brúnkukrem geta svo sannarlega verið himnasending fyrir þá sem kunna að brúka þau en verkfæri djöfulsins ef rangt er að farið við meðhöndlunina á þeim. Flest kremin innihalda efnið dihydroxyacetone eða DHA sem gengur í efnasamband við ákveðnar amínósýrur sem finna má í efstu lögum húðarinnar. Við efnahvarfið myndast brún litarefni sem kallast melanoidin. Húðin fer úr því að vera föl og fannhvít í að vera sveipuð gylltum ljóma og dekkri húðlit á mettíma. Kremin eru misjafnlega litsterk og fljótvirk en eitt eiga þau sammerkt, það er að maður þarf að vanda til verks ef ekki á illa að fara. Fylgdu eftirfarandi ráðum í einu og öllu og sólbrúnt hörundið bíður handan við hornið.Skrúbbaðu húðina Fyrst og fremst þarf að huga að því að skrúbba og skúra húðina og með því fjarlægja dauðar húðfrumur og létta þurrkubletti. Brúnkukremin eiga það til að festast á þurrum svæðum og þar með verður liturinn ójafn. Hitaðu smá kókosolíu í örbylgjunni, bættu handfylli af fínmöluðu salti út í og skrúbbaðu líkamann í sturtunni og skolaðu af. Þerraðu líkamann og berðu feitt krem á olnboga, hné og önnur þurr svæði. Gott er að láta kremið þorna augnablik. Notaðu alltaf hanska Þá er komið að brúnkukreminu. Það eru nokkrar útgáfur í boði, til að mynda froða, sprey og krem. Til þess að koma í veg fyrir litaða lófa er best að skella á sig gúmmíhönskum og svo „brúnkukrems-svamphanska“. Settu kremið í hanskann og berðu það á þig með hringlaga hreyfingum frá fótleggjum upp að andliti. Láttu kremið þorna algerlega áður en að þú klæðir þig í. Ef þú ert að flýta þér þá getur verið gott að skella þunnu lagi af barnapúðri á þau svæði sem koma til með að hitna frekar en önnur svæði, til dæmis handarkrikana, milli læranna og hnésbæturnar.Ekki of mikið í andlitið Notaðu annaðhvort brúnkukrem sem er sérstaklega gert fyrir andlit eða þynntu það út sem þú ert að nota með venjulegu andlitskremi. Notaðu mjög lítið brúnkukrem í framan, annað gæti komið illa út. Langbest er að gera þetta að kvöldi til, áður en að þú ferð í háttinn. En gættu þess þó að brúnkukremið sé alveg þornað til að sporna við því að rúmfötin líti út eins og einhver hafi bráðnað í þeim. Heilsa Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun
Hin svokölluðu brúnkukrem geta svo sannarlega verið himnasending fyrir þá sem kunna að brúka þau en verkfæri djöfulsins ef rangt er að farið við meðhöndlunina á þeim. Flest kremin innihalda efnið dihydroxyacetone eða DHA sem gengur í efnasamband við ákveðnar amínósýrur sem finna má í efstu lögum húðarinnar. Við efnahvarfið myndast brún litarefni sem kallast melanoidin. Húðin fer úr því að vera föl og fannhvít í að vera sveipuð gylltum ljóma og dekkri húðlit á mettíma. Kremin eru misjafnlega litsterk og fljótvirk en eitt eiga þau sammerkt, það er að maður þarf að vanda til verks ef ekki á illa að fara. Fylgdu eftirfarandi ráðum í einu og öllu og sólbrúnt hörundið bíður handan við hornið.Skrúbbaðu húðina Fyrst og fremst þarf að huga að því að skrúbba og skúra húðina og með því fjarlægja dauðar húðfrumur og létta þurrkubletti. Brúnkukremin eiga það til að festast á þurrum svæðum og þar með verður liturinn ójafn. Hitaðu smá kókosolíu í örbylgjunni, bættu handfylli af fínmöluðu salti út í og skrúbbaðu líkamann í sturtunni og skolaðu af. Þerraðu líkamann og berðu feitt krem á olnboga, hné og önnur þurr svæði. Gott er að láta kremið þorna augnablik. Notaðu alltaf hanska Þá er komið að brúnkukreminu. Það eru nokkrar útgáfur í boði, til að mynda froða, sprey og krem. Til þess að koma í veg fyrir litaða lófa er best að skella á sig gúmmíhönskum og svo „brúnkukrems-svamphanska“. Settu kremið í hanskann og berðu það á þig með hringlaga hreyfingum frá fótleggjum upp að andliti. Láttu kremið þorna algerlega áður en að þú klæðir þig í. Ef þú ert að flýta þér þá getur verið gott að skella þunnu lagi af barnapúðri á þau svæði sem koma til með að hitna frekar en önnur svæði, til dæmis handarkrikana, milli læranna og hnésbæturnar.Ekki of mikið í andlitið Notaðu annaðhvort brúnkukrem sem er sérstaklega gert fyrir andlit eða þynntu það út sem þú ert að nota með venjulegu andlitskremi. Notaðu mjög lítið brúnkukrem í framan, annað gæti komið illa út. Langbest er að gera þetta að kvöldi til, áður en að þú ferð í háttinn. En gættu þess þó að brúnkukremið sé alveg þornað til að sporna við því að rúmfötin líti út eins og einhver hafi bráðnað í þeim.
Heilsa Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp