Gleðilegt kvíðakast! Berglind Pétursdóttir skrifar 8. desember 2014 12:00 Aðventukrans sem lítur ekki eins vel út og þú hafðir ímyndað þér. Mandarínur stútfullar af steinum. Snæfinnur snjókarl í útvarpinu tvisvar á klukkutíma. Piparkökur í morgunmat. Að reyna að hengja upp seríur og muna hvað það er ómögulegt að festa þær í gluggana. Jólapartý á vinnustaðnum. Jólaþynnka í vinnunni. Jólatré í sturtunni, fóturinn passar ekki í statífið. Jólakúlurnar eru brotnar, englahárið er flækt. Hvað er í jólamatinn? Sama og síðast? Alltaf það sama? Einn fer í fýlu því hann langaði í hangikjöt en núna borða allir hamborgarhrygg. Laufabrauðið er mölbrotið en það er í lagi, þitt munstur var ljótast. Of mikið malt í jólaölinu, jólatréð er með lús, krakkarnir eru tjúllaðir og jólasveinninn gleymir að gefa þeim í skóinn. Þú gleymdir að kaupa gjöf handa ömmu, færð niðurgang í Kringlunni, týnir bílnum á bílastæðinu og það eru kekkir í sósunni. Jólaundirbúningur og ljósadýrð í desember er svo sannarlega kósí tilhugsun, það er löngu búið að sannfæra okkur um það. Í raun er þessi tími þó lítið annað en kvíðakast með jólasveinahúfu og við tökum öll þátt og reynum að hafa gaman af. Heill mánuður af einhverju sem á að vera huggulegt en þeir einu sem hafa það huggulegt eru kaupmenn sem fá sér sundsprett í aurum í peningageymum víðs vegar um landið. Látum þó ekki deigan síga, höldum höfði, við erum Íslendingar og jólin eru besti tími ársins, fjandakornið. Gleymum okkur nú rækilega í geðveikinni og forðumst að hugsa um það sem bíður okkar. Sviðið kreditkort, ofsaltað samviskubit og ljótar jólagjafir á þrettándabáli. Seigt brak í blautum rakettuspýtum undir snjónum á nýársdag. Nýtt upphaf, nýársmegrun og ekkert að hlakka til. Njótum þess að vera sturluð. Gleðilegan desember þjóð mín, hann er allavega skárri en janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun
Aðventukrans sem lítur ekki eins vel út og þú hafðir ímyndað þér. Mandarínur stútfullar af steinum. Snæfinnur snjókarl í útvarpinu tvisvar á klukkutíma. Piparkökur í morgunmat. Að reyna að hengja upp seríur og muna hvað það er ómögulegt að festa þær í gluggana. Jólapartý á vinnustaðnum. Jólaþynnka í vinnunni. Jólatré í sturtunni, fóturinn passar ekki í statífið. Jólakúlurnar eru brotnar, englahárið er flækt. Hvað er í jólamatinn? Sama og síðast? Alltaf það sama? Einn fer í fýlu því hann langaði í hangikjöt en núna borða allir hamborgarhrygg. Laufabrauðið er mölbrotið en það er í lagi, þitt munstur var ljótast. Of mikið malt í jólaölinu, jólatréð er með lús, krakkarnir eru tjúllaðir og jólasveinninn gleymir að gefa þeim í skóinn. Þú gleymdir að kaupa gjöf handa ömmu, færð niðurgang í Kringlunni, týnir bílnum á bílastæðinu og það eru kekkir í sósunni. Jólaundirbúningur og ljósadýrð í desember er svo sannarlega kósí tilhugsun, það er löngu búið að sannfæra okkur um það. Í raun er þessi tími þó lítið annað en kvíðakast með jólasveinahúfu og við tökum öll þátt og reynum að hafa gaman af. Heill mánuður af einhverju sem á að vera huggulegt en þeir einu sem hafa það huggulegt eru kaupmenn sem fá sér sundsprett í aurum í peningageymum víðs vegar um landið. Látum þó ekki deigan síga, höldum höfði, við erum Íslendingar og jólin eru besti tími ársins, fjandakornið. Gleymum okkur nú rækilega í geðveikinni og forðumst að hugsa um það sem bíður okkar. Sviðið kreditkort, ofsaltað samviskubit og ljótar jólagjafir á þrettándabáli. Seigt brak í blautum rakettuspýtum undir snjónum á nýársdag. Nýtt upphaf, nýársmegrun og ekkert að hlakka til. Njótum þess að vera sturluð. Gleðilegan desember þjóð mín, hann er allavega skárri en janúar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun