Tíu bestu upphafslínurnar Freyr Bjarnason skrifar 5. desember 2014 14:00 Upphafssetningin í lagi getur hrifið hlustandann með sér á einu augabragði þannig að hann sér sig knúinn til að hlusta á það sem á eftir kemur. Auðvitað þarf lagið að vera gott líka en eftirminnileg upphafslína er gulls ígildi. Vísir tók saman tíu af bestu upphafslínunum í frægum erlendum lögum.Sex PistolsAnarchy In The UK (1976)„I am an Antichrist, I am an anarchist.“ Ódauðleg upphafslína úr fyrsta smáskífulagi Sex Pistols. Tekið af fyrstu og einu plötu þeirra, Never Mind the Bollocks, Here's the Sex Pistols, sem hafði gríðarleg áhrif á pönkbylgjuna.AdeleSomeone Like You (2011)„I heard that you're settled down. That you found a girl and you're married now.“ Adele talar til fyrrverandi kærasta síns strax í upphafsorðunum og hlustandinn getur vart beðið eftir að fá að heyra meira. Ein vinsælasta ástarballaða síðari tíma þar sem vel saminn textinn er ómissandi. Nine Inch NailsHurt (1994)„I hurt myself today, to see if I still feel.“ Hvort sem að um er að ræða útgáfu Johnny Cash eða Trent Reznor er upphafslínan í Hurt nógu áhrifamikil til að fá hlustandann til að staldra við. Þetta er byrjunin á lagi þar sem dauði, þunglyndi og einangrun er umfjöllunarefnið. Arctic MonkeysFluorescent Adolescent (2007)„You used to get it in your fishnets, but now you only get it in your nightdress.“ Alex Turner lýsir hérna í einni setningu veröld konu sem lifir breyttu, rólegheita lífi þar sem fátt spennandi gerist. Patti SmithGloria (1975)„Jesus died for somebody's sins, but not mine.“ Þessi fræga upphafslína er undir áhrifum frá ljóði Smith, Oath, sem kom út fimm árum fyrr. Það hófst með orðunum: „Christ died for somebody's sins, but not mine.“ Þar gaf Smith skít í uppeldi sitt sem Vottur Jehóva en síðar í ljóðinu skrifaði hún: „Christ, I'm giving you the goodbye, firing you tonight.” Pink FloydAnother Brick In The Wall (Part 2) (1982)„We don't need no education. We don't need no thought control.“ Upphafslínan úr þessu fræga lagi Pink Floyd vakti gríðarlega athygli á sínum tíma. Uppreisnarandinn allsráðandi þar sem skólayfirvöldum er sýndur miðfingurinn. Janis JoplinMercedes Benz (1970)„Oh Lord, won't you buy me a Mercedes Benz. My friends all drive Porsches, I must make amends.“ Að sögn Bobbys Womack, sem lést í sumar, fékk Joplin hugmyndina að textanum eftir að hún fór í bíltúr með honum á Mercedes Benz-bifreið hans. Lagið, sem var tekið upp í einni töku, er talið vera gagnrýni Joplin á neysluhyggju.The Bee GeesStaying Alive (1977)„You can tell by the way I use my walk I'm a woman's man. No time to talk.“ Þessi upphafslína lýsir diskótímabilinu vel og passar einkar vel við kvikmyndina Saturday Night Fever þar sem John Travolta fór á kostum í hvíta gallanum.Nick Cave And The Bad SeedsInto My Arms (1997)„I don't believe in an interventionist God, but I know darling that you do.“ Nick Cave biður guð í framhaldinu að láta konuna sem hann er ástfanginn af í friði. Ef guð vildi endilega skipta sér af konunni hans ætti hann að beina henni í fang hans. Þrátt fyrir drungalegt yfirbragð lagsins ríkir bjartsýni í textanum.Jimi HendrixHey Joe (1967)„Hey Joe, where you going with that gun in your hand?“ Í fyrstu virkar spurningin saklaus en verður þýðingarmeiri þegar hún er endurtekin strax. Upphafslínan býr til andrúmsloftið fyrir lagið og strax frá byrjun vitum við að endirinn verður ekki góður. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Upphafssetningin í lagi getur hrifið hlustandann með sér á einu augabragði þannig að hann sér sig knúinn til að hlusta á það sem á eftir kemur. Auðvitað þarf lagið að vera gott líka en eftirminnileg upphafslína er gulls ígildi. Vísir tók saman tíu af bestu upphafslínunum í frægum erlendum lögum.Sex PistolsAnarchy In The UK (1976)„I am an Antichrist, I am an anarchist.“ Ódauðleg upphafslína úr fyrsta smáskífulagi Sex Pistols. Tekið af fyrstu og einu plötu þeirra, Never Mind the Bollocks, Here's the Sex Pistols, sem hafði gríðarleg áhrif á pönkbylgjuna.AdeleSomeone Like You (2011)„I heard that you're settled down. That you found a girl and you're married now.“ Adele talar til fyrrverandi kærasta síns strax í upphafsorðunum og hlustandinn getur vart beðið eftir að fá að heyra meira. Ein vinsælasta ástarballaða síðari tíma þar sem vel saminn textinn er ómissandi. Nine Inch NailsHurt (1994)„I hurt myself today, to see if I still feel.“ Hvort sem að um er að ræða útgáfu Johnny Cash eða Trent Reznor er upphafslínan í Hurt nógu áhrifamikil til að fá hlustandann til að staldra við. Þetta er byrjunin á lagi þar sem dauði, þunglyndi og einangrun er umfjöllunarefnið. Arctic MonkeysFluorescent Adolescent (2007)„You used to get it in your fishnets, but now you only get it in your nightdress.“ Alex Turner lýsir hérna í einni setningu veröld konu sem lifir breyttu, rólegheita lífi þar sem fátt spennandi gerist. Patti SmithGloria (1975)„Jesus died for somebody's sins, but not mine.“ Þessi fræga upphafslína er undir áhrifum frá ljóði Smith, Oath, sem kom út fimm árum fyrr. Það hófst með orðunum: „Christ died for somebody's sins, but not mine.“ Þar gaf Smith skít í uppeldi sitt sem Vottur Jehóva en síðar í ljóðinu skrifaði hún: „Christ, I'm giving you the goodbye, firing you tonight.” Pink FloydAnother Brick In The Wall (Part 2) (1982)„We don't need no education. We don't need no thought control.“ Upphafslínan úr þessu fræga lagi Pink Floyd vakti gríðarlega athygli á sínum tíma. Uppreisnarandinn allsráðandi þar sem skólayfirvöldum er sýndur miðfingurinn. Janis JoplinMercedes Benz (1970)„Oh Lord, won't you buy me a Mercedes Benz. My friends all drive Porsches, I must make amends.“ Að sögn Bobbys Womack, sem lést í sumar, fékk Joplin hugmyndina að textanum eftir að hún fór í bíltúr með honum á Mercedes Benz-bifreið hans. Lagið, sem var tekið upp í einni töku, er talið vera gagnrýni Joplin á neysluhyggju.The Bee GeesStaying Alive (1977)„You can tell by the way I use my walk I'm a woman's man. No time to talk.“ Þessi upphafslína lýsir diskótímabilinu vel og passar einkar vel við kvikmyndina Saturday Night Fever þar sem John Travolta fór á kostum í hvíta gallanum.Nick Cave And The Bad SeedsInto My Arms (1997)„I don't believe in an interventionist God, but I know darling that you do.“ Nick Cave biður guð í framhaldinu að láta konuna sem hann er ástfanginn af í friði. Ef guð vildi endilega skipta sér af konunni hans ætti hann að beina henni í fang hans. Þrátt fyrir drungalegt yfirbragð lagsins ríkir bjartsýni í textanum.Jimi HendrixHey Joe (1967)„Hey Joe, where you going with that gun in your hand?“ Í fyrstu virkar spurningin saklaus en verður þýðingarmeiri þegar hún er endurtekin strax. Upphafslínan býr til andrúmsloftið fyrir lagið og strax frá byrjun vitum við að endirinn verður ekki góður.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira