Ofsótti meirihlutinn Frosti Logason skrifar 4. desember 2014 07:00 Það er algengt í umræðuhefð okkar nú á dögum að eldheitt hugsjónafólk missi sig í það sem kallað er pólitísk rétthugsun. Þeir sem eru hvað heitastir í því að reyna að hafa áhrif á ríkjandi og jafnvel íhaldssöm viðhorf samborgara sinna fá oft í hausinn ásakanir um öfgar og ofstopa. Þarna á milli er jú þunn lína og hættan á að málefnaleg skoðun verði að pólitískri rétthugsun er vissulega til staðar. Þessar ásakanir eiga því oft rétt á sér, en stundum alls ekki. Þóttótrúlegt megi virðast tel ég sjálfur að slíkar ásakanir eigi einmitt ekki rétt á sér þegar til dæmis hinn kristni meirihluti kvartar undan ofsóknum í sinn garð fyrir það eitt að fá hingað til lands heimsfrægan hommahatara. Fá hann til þess að predika fyrir troðfullri Laugardalshöll með heilbrigðisvottorð frá biskupi Íslands og þar með íslensku ríkiskirkjunni eins og hún leggur sig. Sú samkoma vildi meina að hún yrði fyrir barðinu á ósanngjarnri pólitískri rétthugsun. Rökrétt, ekki satt? Það er líka mjög krúttlegt þegar glaðlyndur lögreglumaður vælir undan hinni pólitísku rétttrúnaðarkirkju vegna þess að hann fær ekki að vera byssuglaður, íhaldssamur rasisti í friði. Fallegt líka hvað honum fannst það frábær hugmynd að skrifa grein sem hann taldi vera svo langt út fyrir boxið að hún hlyti að færa viðmið normsins út á jaðar hinnar framsæknu hugsunar og gera samfélagið okkar miklu betra á eftir. Hún átti að skapa samúð með þjáðum meirihlutahópum. Þá segi ég eins og skáldið, fyrirgefðu á meðan ég æli. Það er nefnilega þannig að þeir sem vilja saka aðra um pólitíska rétthugsun þurfa eðli málsins samkvæmt að geta útskýrt í hverju sú meinta rétthugsun felst. Sumir virðast ekki gera sér grein fyrir þessu og telja jafnvel um leið að hommafóbía þeirra og rasismi geti í einhverjum tilfellum talist til heilbrigðrar afstöðu. Slíku fólki veitir sennilega ekki af góðri messu í pólitísku rétttrúnaðarkirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Það er algengt í umræðuhefð okkar nú á dögum að eldheitt hugsjónafólk missi sig í það sem kallað er pólitísk rétthugsun. Þeir sem eru hvað heitastir í því að reyna að hafa áhrif á ríkjandi og jafnvel íhaldssöm viðhorf samborgara sinna fá oft í hausinn ásakanir um öfgar og ofstopa. Þarna á milli er jú þunn lína og hættan á að málefnaleg skoðun verði að pólitískri rétthugsun er vissulega til staðar. Þessar ásakanir eiga því oft rétt á sér, en stundum alls ekki. Þóttótrúlegt megi virðast tel ég sjálfur að slíkar ásakanir eigi einmitt ekki rétt á sér þegar til dæmis hinn kristni meirihluti kvartar undan ofsóknum í sinn garð fyrir það eitt að fá hingað til lands heimsfrægan hommahatara. Fá hann til þess að predika fyrir troðfullri Laugardalshöll með heilbrigðisvottorð frá biskupi Íslands og þar með íslensku ríkiskirkjunni eins og hún leggur sig. Sú samkoma vildi meina að hún yrði fyrir barðinu á ósanngjarnri pólitískri rétthugsun. Rökrétt, ekki satt? Það er líka mjög krúttlegt þegar glaðlyndur lögreglumaður vælir undan hinni pólitísku rétttrúnaðarkirkju vegna þess að hann fær ekki að vera byssuglaður, íhaldssamur rasisti í friði. Fallegt líka hvað honum fannst það frábær hugmynd að skrifa grein sem hann taldi vera svo langt út fyrir boxið að hún hlyti að færa viðmið normsins út á jaðar hinnar framsæknu hugsunar og gera samfélagið okkar miklu betra á eftir. Hún átti að skapa samúð með þjáðum meirihlutahópum. Þá segi ég eins og skáldið, fyrirgefðu á meðan ég æli. Það er nefnilega þannig að þeir sem vilja saka aðra um pólitíska rétthugsun þurfa eðli málsins samkvæmt að geta útskýrt í hverju sú meinta rétthugsun felst. Sumir virðast ekki gera sér grein fyrir þessu og telja jafnvel um leið að hommafóbía þeirra og rasismi geti í einhverjum tilfellum talist til heilbrigðrar afstöðu. Slíku fólki veitir sennilega ekki af góðri messu í pólitísku rétttrúnaðarkirkjunni.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun