Fólki verði frjálst að fara í berjamó Sigurjón M. Egilsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Það er ekki verið að banna fólki að fara í berjamó, eins og kom fram í grein í Fréttablaðinu í gær. Það verður á ákveðnum skilgreindum stöðum þar sem menn þurfa að gera skil á því hvort þeir séu með þennan náttúrupassa. Annars staðar er för frjáls. Á þeim stöðum þar sem krafist verður náttúrupassa er uppbygging fyrir hendi. Þar er fólk að ganga á göngustígum, njóta náttúrunnar í öryggi vegna þess að þar hafa verið framkvæmdir, það er með þeim rökum. – Þannig mælti Ragnheiður Elín Árnadóttir ferðamálaráðherra á Alþingi í gær, þegar hún og Árni Páll Árnason tókust á um fyrirhugaðan náttúrupassa. Ráðherrans bíður mikið verk. Stór hluti þess fólks sem starfar í ferðaþjónustunni er á móti passanum og stjórnarandstaðan er á móti og það sem meira er, ráðherrann upplýsti á þingi í gær að náttúrupassafrumvarpið stendur í Framsóknarflokki, eða það er þar enn til skoðunar. „Það er ánægjulegt að heyra hér að þetta mál sé fast í þingflokki Framsóknarflokksins. Við skulum vona að það verði fast þar áfram og að framsóknarmenn standi vörð um rétt Íslendinga til frjálsrar umgengni um náttúruauðlindir sem verið hefur í lögum frá því í Grágás. Nú treysti ég á þjóðmenningararf Framsóknarflokksins,“ sagði Árni Páll Árnason af þessu tilefni. Umræðan um náttúrupassann hefur staðið lengi og á þeim tíma hefur stuðningur við þá leið farið minnkandi, fólk hefur stokkið af vagninum. Meðal fólks er mikil andstaða og margir Íslendingar geta ekki hugsað sér að þurfa að borga fyrir að skoða landið. Engum dylst að ástæða gjaldtökunnar er aukin aðsókn erlendra ferðamanna til landsins. Af þeim sökum er mikið álag á landið og því þarf að grípa til kostnaðarsamra aðgerða. Misjafnt er hvernig hver og einn sér framkvæmdina fyrir sér, en augljóst er að það þarf að vera eftirlit með hvaða ferðafólk hefur keypt náttúrupassa, keypt aðgang að náttúru Íslands og hverjir ekki. „…hvernig í ósköpunum getur þá ráðherrann komist að þeirri niðurstöðu að búa til nýja umgjörð lögregluríkis í kringum íslenskar náttúruperlur með tilheyrandi gaddavír og opinberu eftirliti?“ spurði Árni Páll á Alþingi. Ragnheiður Elín sagðist ekki eiga hugmyndina um náttúrupassann. „Þetta er ekki hugmynd sem féll af himnum ofan heldur eru þetta hugmyndir sem menn hafa verið að ræða hér um alllangt skeið.“ Orðaskiptin á Alþingi í gær um náttúrupassann eru örugglega forsmekkurinn að því sem koma skal. Í samfélaginu eru mjög skiptar skoðanir um náttúrupassann og ekki síst á Alþingi. Fyrir stjórnarandstöðuna hentar málið einstaklega vel. Það er umdeilt, trúlega er þorri almennings á móti því og svo virðist sem sannfæring ráðherra fyrir málinu sé ekki svo mikil. Þrátt fyrir frumvarp um náttúrupassa er enn spurt hvort aðrar aðferðir hefðu ekki hentað betur, verið heppilegri. „Með þessu er verið að leggja upp með það að réttur Íslendinga og annarra ferðamanna sem hingað koma verði sem ótakmarkaðastur og verði bundinn þannig að ekki sé verið að setja upp hlið og girðingar út um allar jarðir,“ sagði ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun
Það er ekki verið að banna fólki að fara í berjamó, eins og kom fram í grein í Fréttablaðinu í gær. Það verður á ákveðnum skilgreindum stöðum þar sem menn þurfa að gera skil á því hvort þeir séu með þennan náttúrupassa. Annars staðar er för frjáls. Á þeim stöðum þar sem krafist verður náttúrupassa er uppbygging fyrir hendi. Þar er fólk að ganga á göngustígum, njóta náttúrunnar í öryggi vegna þess að þar hafa verið framkvæmdir, það er með þeim rökum. – Þannig mælti Ragnheiður Elín Árnadóttir ferðamálaráðherra á Alþingi í gær, þegar hún og Árni Páll Árnason tókust á um fyrirhugaðan náttúrupassa. Ráðherrans bíður mikið verk. Stór hluti þess fólks sem starfar í ferðaþjónustunni er á móti passanum og stjórnarandstaðan er á móti og það sem meira er, ráðherrann upplýsti á þingi í gær að náttúrupassafrumvarpið stendur í Framsóknarflokki, eða það er þar enn til skoðunar. „Það er ánægjulegt að heyra hér að þetta mál sé fast í þingflokki Framsóknarflokksins. Við skulum vona að það verði fast þar áfram og að framsóknarmenn standi vörð um rétt Íslendinga til frjálsrar umgengni um náttúruauðlindir sem verið hefur í lögum frá því í Grágás. Nú treysti ég á þjóðmenningararf Framsóknarflokksins,“ sagði Árni Páll Árnason af þessu tilefni. Umræðan um náttúrupassann hefur staðið lengi og á þeim tíma hefur stuðningur við þá leið farið minnkandi, fólk hefur stokkið af vagninum. Meðal fólks er mikil andstaða og margir Íslendingar geta ekki hugsað sér að þurfa að borga fyrir að skoða landið. Engum dylst að ástæða gjaldtökunnar er aukin aðsókn erlendra ferðamanna til landsins. Af þeim sökum er mikið álag á landið og því þarf að grípa til kostnaðarsamra aðgerða. Misjafnt er hvernig hver og einn sér framkvæmdina fyrir sér, en augljóst er að það þarf að vera eftirlit með hvaða ferðafólk hefur keypt náttúrupassa, keypt aðgang að náttúru Íslands og hverjir ekki. „…hvernig í ósköpunum getur þá ráðherrann komist að þeirri niðurstöðu að búa til nýja umgjörð lögregluríkis í kringum íslenskar náttúruperlur með tilheyrandi gaddavír og opinberu eftirliti?“ spurði Árni Páll á Alþingi. Ragnheiður Elín sagðist ekki eiga hugmyndina um náttúrupassann. „Þetta er ekki hugmynd sem féll af himnum ofan heldur eru þetta hugmyndir sem menn hafa verið að ræða hér um alllangt skeið.“ Orðaskiptin á Alþingi í gær um náttúrupassann eru örugglega forsmekkurinn að því sem koma skal. Í samfélaginu eru mjög skiptar skoðanir um náttúrupassann og ekki síst á Alþingi. Fyrir stjórnarandstöðuna hentar málið einstaklega vel. Það er umdeilt, trúlega er þorri almennings á móti því og svo virðist sem sannfæring ráðherra fyrir málinu sé ekki svo mikil. Þrátt fyrir frumvarp um náttúrupassa er enn spurt hvort aðrar aðferðir hefðu ekki hentað betur, verið heppilegri. „Með þessu er verið að leggja upp með það að réttur Íslendinga og annarra ferðamanna sem hingað koma verði sem ótakmarkaðastur og verði bundinn þannig að ekki sé verið að setja upp hlið og girðingar út um allar jarðir,“ sagði ráðherra.