Samfélagið sem molnar undir glansmyndinni Þórður Ingi Jónsson skrifar 2. desember 2014 09:00 Hacker Farm búa til eigin hljóðfæri úr rusli. „Þeirra aðferð er að búa til mikið af sínum eigin rafrænu hljóðfærum,“ segir Bob Cluness, tónlistarblaðamaður og meðlimur FALK-hópsins sem flytur inn bresku tilraunatónlistarmennina Hacker Farm í vikunni. Þeir munu troða upp í Mengi á fimmtudagskvöld og á Paloma á laugardagskvöld. Hacker Farm koma úr bresku sveitinni en þeir nota sjaldgæf, úrelt og biluð raftæki til að búa til heimatilbúna raftónlist.Bob Cluness„Hugmyndin á bak við þetta er að efnið sem þeir nota er skemmt og úrelt. Í stórum dráttum búa þeir til brotna raftónlist úr rusli sem hefur verið hent,“ segir Bob. „Sem dæmi bjuggu þeir til lítinn gítarmagnara úr vatnskönnu, gáfu út tónlist á floppydiskum og á handgerðum Rubix-kubb, þar sem menn þurftu að leysa gátuna til að fá sérstakan niðurhalskóða.“ Bob segir þetta vera afar pólitíska hljómsveit. „Vinnuaðferðir þeirra eru metafórískar á þann hátt að í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er hugmyndin um rómantíska sveitasælu vinsæl. Hacker Farm ráðast gegn þessari hugmynd og nota tónlistina til að sýna hvernig samfélagið er í raun að molna undir þessari glansmynd. Og það sama gildir auðvitað um Ísland.“ Á tónleikunum í Mengi mun FALK meðlimurinn KRAKKBOT hita upp ásamt tilraunatónskáldinu Trouble, Þórönnu Björnsdóttur. Á Paloma mun FALK meðlimurinn AMFJ hita upp ásamt Steindóri Grétari Kristinssyni úr grúppunni Einóma og villta barninu Harry Knuckles. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þeirra aðferð er að búa til mikið af sínum eigin rafrænu hljóðfærum,“ segir Bob Cluness, tónlistarblaðamaður og meðlimur FALK-hópsins sem flytur inn bresku tilraunatónlistarmennina Hacker Farm í vikunni. Þeir munu troða upp í Mengi á fimmtudagskvöld og á Paloma á laugardagskvöld. Hacker Farm koma úr bresku sveitinni en þeir nota sjaldgæf, úrelt og biluð raftæki til að búa til heimatilbúna raftónlist.Bob Cluness„Hugmyndin á bak við þetta er að efnið sem þeir nota er skemmt og úrelt. Í stórum dráttum búa þeir til brotna raftónlist úr rusli sem hefur verið hent,“ segir Bob. „Sem dæmi bjuggu þeir til lítinn gítarmagnara úr vatnskönnu, gáfu út tónlist á floppydiskum og á handgerðum Rubix-kubb, þar sem menn þurftu að leysa gátuna til að fá sérstakan niðurhalskóða.“ Bob segir þetta vera afar pólitíska hljómsveit. „Vinnuaðferðir þeirra eru metafórískar á þann hátt að í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er hugmyndin um rómantíska sveitasælu vinsæl. Hacker Farm ráðast gegn þessari hugmynd og nota tónlistina til að sýna hvernig samfélagið er í raun að molna undir þessari glansmynd. Og það sama gildir auðvitað um Ísland.“ Á tónleikunum í Mengi mun FALK meðlimurinn KRAKKBOT hita upp ásamt tilraunatónskáldinu Trouble, Þórönnu Björnsdóttur. Á Paloma mun FALK meðlimurinn AMFJ hita upp ásamt Steindóri Grétari Kristinssyni úr grúppunni Einóma og villta barninu Harry Knuckles.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira