Ný ofurhljómsveit sækir í sig veðrið Þórður Ingi Jónsson skrifar 1. desember 2014 14:30 Tungl er sækadelískt kántrírokk af gamla skólanum. mynd/saga sig „Þegar við kynntumst þá áttuðum við okkur á því að við vorum allir með jafn mikla ástríðu fyrir sömu tónlistinni, svona sækadelísku kántrírokki af gamla skólanum,“ segir Frosti Jón Runólfsson, trommari nýju ofurhljómsveitarinnar Tungls. Ásamt Frosta, sem hefur meðal annars trommað í þungarokkssveitinni Klinki, eru í hljómsveitinni Bjarni Sigurðarson, gítarleikari í Mínus og Motion Boys, og Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari og hljómborðsleikari sem var einnig í Motion Boys. Hljómsveitin gaf út í vikunni fyrsta lag sitt, The Wild Ones, en kapparnir vinna nú að fyrstu plötunni, sem þeir taka upp með Gunnari Erni Tynes úr múm og hljóðblanda með Halli Ingólfssyni sem var meðal annars í HAM og XIII. Að sögn Frosta er það Birgir sem hefur samið megnið af lögunum og textunum. „Ég hélt að það myndi falla á mig að skrifa texta því ég lít á mig sem svo mikinn penna en svo var ég hálfskúffaður því textarnir hans Bigga eru svo góðir. Við ætlum að sigra hjarta landans með spilamennsku en það er önnur hlið á sveitinni sem kemst ekkert endilega til skila á upptökunum,“ segir Frosti. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þegar við kynntumst þá áttuðum við okkur á því að við vorum allir með jafn mikla ástríðu fyrir sömu tónlistinni, svona sækadelísku kántrírokki af gamla skólanum,“ segir Frosti Jón Runólfsson, trommari nýju ofurhljómsveitarinnar Tungls. Ásamt Frosta, sem hefur meðal annars trommað í þungarokkssveitinni Klinki, eru í hljómsveitinni Bjarni Sigurðarson, gítarleikari í Mínus og Motion Boys, og Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari og hljómborðsleikari sem var einnig í Motion Boys. Hljómsveitin gaf út í vikunni fyrsta lag sitt, The Wild Ones, en kapparnir vinna nú að fyrstu plötunni, sem þeir taka upp með Gunnari Erni Tynes úr múm og hljóðblanda með Halli Ingólfssyni sem var meðal annars í HAM og XIII. Að sögn Frosta er það Birgir sem hefur samið megnið af lögunum og textunum. „Ég hélt að það myndi falla á mig að skrifa texta því ég lít á mig sem svo mikinn penna en svo var ég hálfskúffaður því textarnir hans Bigga eru svo góðir. Við ætlum að sigra hjarta landans með spilamennsku en það er önnur hlið á sveitinni sem kemst ekkert endilega til skila á upptökunum,“ segir Frosti.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira