Gaman að troða upp í Bæjarbíói í Hafnarfirði Þórður Ingi jónsson skrifar 28. nóvember 2014 09:30 Jónas Sig - Hljómsveitin fer í pásu eftir helgi til að semja nýtt efni. Vísir/Pjetur „Ég er mjög ánægður og spenntur að spila þarna, þessi salur í Bæjarbíói er mjög sérstakur,“ segir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, sem treður upp í Bæjarbíói í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Ritvélum framtíðarinnar. „Þetta er eitt af þeim fáu sögulegu rýmum sem eru ennþá mjög upprunaleg einhvern veginn, það er rosalega góð stemning þarna. Það er svolítið sterkt „lókal“ og menning í Hafnarfirði, þess vegna var ég svona spenntur þegar ég frétti að Bæjarbíó væri að fara aftur í gang. Það er gaman að vera hluti af því,“ segir Jónas. Hann stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2007 með sinni fyrstu sólóplötu en síðan þá hefur hann komið víða að, meðal annars í hljómsveitinni Dröngum. „Við höfum verið að spila mikið á þessu ári og er bandið orðið ansi formað í lögunum. Eftir þessa helgi förum við í smá pásu og verðum komnir með nýtt efni sem við spilum á næsta ári,“ segir Jónas sem gerði, vel á minnst, tónlistina og hljóðheiminn fyrir leikritið Útlenska drenginn sem er nú sýnt í Tjarnarbíói. Fyrir verkið gerði hann lag með rapparanum Kött Grá Pjé. „Hann er algjör snillingur og ég var mjög ánægður með útkomuna,“ segir Jónas.Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og kostar 2.000 krónur inn. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég er mjög ánægður og spenntur að spila þarna, þessi salur í Bæjarbíói er mjög sérstakur,“ segir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, sem treður upp í Bæjarbíói í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Ritvélum framtíðarinnar. „Þetta er eitt af þeim fáu sögulegu rýmum sem eru ennþá mjög upprunaleg einhvern veginn, það er rosalega góð stemning þarna. Það er svolítið sterkt „lókal“ og menning í Hafnarfirði, þess vegna var ég svona spenntur þegar ég frétti að Bæjarbíó væri að fara aftur í gang. Það er gaman að vera hluti af því,“ segir Jónas. Hann stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2007 með sinni fyrstu sólóplötu en síðan þá hefur hann komið víða að, meðal annars í hljómsveitinni Dröngum. „Við höfum verið að spila mikið á þessu ári og er bandið orðið ansi formað í lögunum. Eftir þessa helgi förum við í smá pásu og verðum komnir með nýtt efni sem við spilum á næsta ári,“ segir Jónas sem gerði, vel á minnst, tónlistina og hljóðheiminn fyrir leikritið Útlenska drenginn sem er nú sýnt í Tjarnarbíói. Fyrir verkið gerði hann lag með rapparanum Kött Grá Pjé. „Hann er algjör snillingur og ég var mjög ánægður með útkomuna,“ segir Jónas.Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og kostar 2.000 krónur inn.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira