Helgi Jónas hættur | Þarf að endurskoða líf mitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2014 06:30 Breytt heimsmynd blasir við Helga Jónasi Guðfinnssyni eftir að hafa veikst. Hann þarf að endurskoða líf sitt og passa betur upp á sig í framtíðinni. fréttablaðið/stefán „Þetta var mjög erfið ákvörðun enda hefur körfuboltinn spilað stóra rullu í mínu lífi,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, fráfarandi þjálfari Keflavíkur, en hann ákvað að hætta þjálfun liðsins um síðustu helgi. Hann fann fyrir hjartsláttartruflunum í leik fyrir tveimur vikum og yfirgaf þá völlinn í leikhléi. Það átti eftir að verða hans síðasti leikur sem þjálfari Keflavíkur. Helgi hefur verið mjög máttlítill síðan hann fann fyrir truflununum en er aðeins að komast á lappir. Hann þarf þó að passa upp á sig.Má við mjög litlu „Ég er búinn að vera þokkalegur í einn og hálfan dag núna. Ég má samt við rosalega litlu. Þá fer ég að finna fyrir truflununum á nýjan leik,“ segir Helgi en hann hitti hjartasérfræðing á dögunum. „Ég fékk góða skoðun hjá lækninum en þetta var viðvörun fyrir mig. Læknirinn sagði að ég réði því hvað ég gerði við þessa viðvörun. Það lá fyrir að ég yrði að fækka við mig verkefnum og þar af hætta að þjálfa Keflavík. Þar með er þessum kafla í mínu lífi lokið. Ég mun aldrei þjálfa körfuboltalið aftur. Ég hef ekki áhuga á því að setja mig í þessa aðstöðu aftur.“ Það tekur á andlega sem líkamlega að vera þjálfari liðs í úrvalsdeild. Starfinu fylgir líka mikil streita og hún er einfaldlega hættuleg fyrir Helga Jónas. „Það er mikið stress að vera þjálfari og misjafnt hvernig menn höndla stressið. Svo safnast þetta upp eins og hjá mér. Ég verð að vera skynsamur en það er erfitt að yfirgefa sviðið enda svo margt skemmtilegt við körfuna. Það er undirbúningurinn, skipulag og allt í kringum boltann. Það er erfitt að hugsa til þess að ég fái aldrei að taka þátt í því aftur. Þess vegna var ákvörðunin svona erfið. Eftir að hafa rætt þetta vel við konuna mína þá er þetta skynsamlegasta ákvörðunin enda snýst þetta um mína heilsu.“Fjölnir - Grindavík Páll Axel Vilbergsson Helgi Jónas Guðfinsson körfubolti vetur 2012 LengjubikarÞarf að endurskoða lífið Það hefur einnig verið mikið að gera hjá Helga Jónasi við að byggja upp Metabolic-þjálfunarkerfið sem hefur notið mikillar hylli á Íslandi. „Ég þarf að minnka við mig þar líka. Ég hef verið að þjálfa, svo er utanumhald og þróunarvinna. Þess utan er verið að reyna að koma þessu á erlendan markað og þá eru oft fundir á nóttunni. Ég þarf að endurskoða margt í lífi mínu. Til að mynda svefn sem er streituþáttur. Ég er lánsamur að hafa lifað heilbrigðu lífi og ef ég væri ekki hraustur hefði kannski farið verr.“ Helgi var frábær leikmaður áður en hann fór út í þjálfun þar sem hann náði einnig framúrskarandi árangri. Körfuboltinn er nánast í blóðinu á honum og því er erfitt fyrir hann að kveðja boltann til frambúðar. „Nú tek ég mér algjört frí frá boltanum. Fer ekki einu sinni á völlinn á meðan ég er að reyna að ná mér aftur á ról. Það gengur fyrir að ná fullri heilsu núna. Það tekur lengri tíma en ég átti von á. Ég verð því að vera þolinmóður og hlusta á líkamann. Ég hef verið að predika það við fólkið sem ég þjálfa að hlusta á skrokkinn á sér. Nú er komið að mér að hlusta á sjálfan mig.“ Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Sigurður leysir Helga Jónas af hólmi Keflavík er búið að skipta um þjálfara hjá karlaliðinu en Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur af heilsufarsástæðum. 23. nóvember 2014 19:09 Falur: Settum enga pressu á Helga Jónas "Siggi er virkilega góður þjálfari og hann var eini maðurinn sem við töluðum við," segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um þjálfaraskiptin hjá félaginu. 23. nóvember 2014 19:27 Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík "Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. 17. nóvember 2014 14:41 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
„Þetta var mjög erfið ákvörðun enda hefur körfuboltinn spilað stóra rullu í mínu lífi,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, fráfarandi þjálfari Keflavíkur, en hann ákvað að hætta þjálfun liðsins um síðustu helgi. Hann fann fyrir hjartsláttartruflunum í leik fyrir tveimur vikum og yfirgaf þá völlinn í leikhléi. Það átti eftir að verða hans síðasti leikur sem þjálfari Keflavíkur. Helgi hefur verið mjög máttlítill síðan hann fann fyrir truflununum en er aðeins að komast á lappir. Hann þarf þó að passa upp á sig.Má við mjög litlu „Ég er búinn að vera þokkalegur í einn og hálfan dag núna. Ég má samt við rosalega litlu. Þá fer ég að finna fyrir truflununum á nýjan leik,“ segir Helgi en hann hitti hjartasérfræðing á dögunum. „Ég fékk góða skoðun hjá lækninum en þetta var viðvörun fyrir mig. Læknirinn sagði að ég réði því hvað ég gerði við þessa viðvörun. Það lá fyrir að ég yrði að fækka við mig verkefnum og þar af hætta að þjálfa Keflavík. Þar með er þessum kafla í mínu lífi lokið. Ég mun aldrei þjálfa körfuboltalið aftur. Ég hef ekki áhuga á því að setja mig í þessa aðstöðu aftur.“ Það tekur á andlega sem líkamlega að vera þjálfari liðs í úrvalsdeild. Starfinu fylgir líka mikil streita og hún er einfaldlega hættuleg fyrir Helga Jónas. „Það er mikið stress að vera þjálfari og misjafnt hvernig menn höndla stressið. Svo safnast þetta upp eins og hjá mér. Ég verð að vera skynsamur en það er erfitt að yfirgefa sviðið enda svo margt skemmtilegt við körfuna. Það er undirbúningurinn, skipulag og allt í kringum boltann. Það er erfitt að hugsa til þess að ég fái aldrei að taka þátt í því aftur. Þess vegna var ákvörðunin svona erfið. Eftir að hafa rætt þetta vel við konuna mína þá er þetta skynsamlegasta ákvörðunin enda snýst þetta um mína heilsu.“Fjölnir - Grindavík Páll Axel Vilbergsson Helgi Jónas Guðfinsson körfubolti vetur 2012 LengjubikarÞarf að endurskoða lífið Það hefur einnig verið mikið að gera hjá Helga Jónasi við að byggja upp Metabolic-þjálfunarkerfið sem hefur notið mikillar hylli á Íslandi. „Ég þarf að minnka við mig þar líka. Ég hef verið að þjálfa, svo er utanumhald og þróunarvinna. Þess utan er verið að reyna að koma þessu á erlendan markað og þá eru oft fundir á nóttunni. Ég þarf að endurskoða margt í lífi mínu. Til að mynda svefn sem er streituþáttur. Ég er lánsamur að hafa lifað heilbrigðu lífi og ef ég væri ekki hraustur hefði kannski farið verr.“ Helgi var frábær leikmaður áður en hann fór út í þjálfun þar sem hann náði einnig framúrskarandi árangri. Körfuboltinn er nánast í blóðinu á honum og því er erfitt fyrir hann að kveðja boltann til frambúðar. „Nú tek ég mér algjört frí frá boltanum. Fer ekki einu sinni á völlinn á meðan ég er að reyna að ná mér aftur á ról. Það gengur fyrir að ná fullri heilsu núna. Það tekur lengri tíma en ég átti von á. Ég verð því að vera þolinmóður og hlusta á líkamann. Ég hef verið að predika það við fólkið sem ég þjálfa að hlusta á skrokkinn á sér. Nú er komið að mér að hlusta á sjálfan mig.“
Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Sigurður leysir Helga Jónas af hólmi Keflavík er búið að skipta um þjálfara hjá karlaliðinu en Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur af heilsufarsástæðum. 23. nóvember 2014 19:09 Falur: Settum enga pressu á Helga Jónas "Siggi er virkilega góður þjálfari og hann var eini maðurinn sem við töluðum við," segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um þjálfaraskiptin hjá félaginu. 23. nóvember 2014 19:27 Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík "Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. 17. nóvember 2014 14:41 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Sigurður leysir Helga Jónas af hólmi Keflavík er búið að skipta um þjálfara hjá karlaliðinu en Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur af heilsufarsástæðum. 23. nóvember 2014 19:09
Falur: Settum enga pressu á Helga Jónas "Siggi er virkilega góður þjálfari og hann var eini maðurinn sem við töluðum við," segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um þjálfaraskiptin hjá félaginu. 23. nóvember 2014 19:27
Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík "Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. 17. nóvember 2014 14:41