Tónlistin það mikilvægasta í lífi mínu Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. nóvember 2014 10:11 "Þetta hefur verið erfitt en áhugavert ár,“ segir Chris Czechowicz um fyrsta árið sitt á Fróni. fréttablaðið/vilhelm „Við sem innflytjendur reynum að samlagast. Það er að læra tungumálið og hefðirnar en manni líður auðvitað stundum eins og aðkomumanni og finnur kannski fyrir einhverjum fordómum,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Czechowicz. „Það er mjög frjósamur jarðvegur fyrir tónlistarmann í þessu samfélagi enda langar mig ekki að skrifa lög um lunda og jökla.“ Chris fagnar bráðum eins árs dvöl í Reykjavík en hann flutti frá heimafylki sínu, New Jersey, til að geta lifað og hrærst í íslensku tónlistarsenunni. Chris treður upp í Mengi í kvöld með nýstofnaðri hljómsveit sinni (Sea). Ásamt þeim koma fram Soffía Björg Band og EinarIndra. „Við erum undir miklum áhrifum af franskri tónlist eins og Serge Gainsbourg og Jacques Brel, ásamt Joy Division,“ segir Chris, sem hefur einnig skrifað um íslenska tónlist fyrir tímaritið Reykjavík Grapevine og vefsíðuna Rok Musik. „Eitt sem ég hef lært er að listasamfélagið hér er mjög nátengt innbyrðis, allar vita um allt og alla sem er bæði gott og vont. Það kom mér líka á óvart hversu ótrúlega hjálpsamt fólk hér getur verið. Þótt að maður sé til dæmis blankur þá er samt hægt að þoka sér áfram. Ég er gríðarlega þakklátur fólki eins og Steinunni dj. flugvél & geimskip, Árna Grétari Futuregrapher og Högna Egilssyni,“ segir Chris, sem hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár. „Ég hef átt erfitt ár á margan hátt en ég er eiginlega að sanna það fyrir sjálfum mér og fjölskyldu minni að það sé hægt að búa hér og að ég geti látið verða af því. Ég glími við þessi vandamál en á sama tíma heldur tónlistin mér á lífi, hún er það mikilvægasta í lífi mínu. Markmið mitt er í raun einfaldlega það að vera góður og hjálpsamur maður, ásamt því að gefa út tónlist á sama kalíber og hljómsveitir eins og Kimono, Muck og Sigur Rós. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við sem innflytjendur reynum að samlagast. Það er að læra tungumálið og hefðirnar en manni líður auðvitað stundum eins og aðkomumanni og finnur kannski fyrir einhverjum fordómum,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Czechowicz. „Það er mjög frjósamur jarðvegur fyrir tónlistarmann í þessu samfélagi enda langar mig ekki að skrifa lög um lunda og jökla.“ Chris fagnar bráðum eins árs dvöl í Reykjavík en hann flutti frá heimafylki sínu, New Jersey, til að geta lifað og hrærst í íslensku tónlistarsenunni. Chris treður upp í Mengi í kvöld með nýstofnaðri hljómsveit sinni (Sea). Ásamt þeim koma fram Soffía Björg Band og EinarIndra. „Við erum undir miklum áhrifum af franskri tónlist eins og Serge Gainsbourg og Jacques Brel, ásamt Joy Division,“ segir Chris, sem hefur einnig skrifað um íslenska tónlist fyrir tímaritið Reykjavík Grapevine og vefsíðuna Rok Musik. „Eitt sem ég hef lært er að listasamfélagið hér er mjög nátengt innbyrðis, allar vita um allt og alla sem er bæði gott og vont. Það kom mér líka á óvart hversu ótrúlega hjálpsamt fólk hér getur verið. Þótt að maður sé til dæmis blankur þá er samt hægt að þoka sér áfram. Ég er gríðarlega þakklátur fólki eins og Steinunni dj. flugvél & geimskip, Árna Grétari Futuregrapher og Högna Egilssyni,“ segir Chris, sem hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár. „Ég hef átt erfitt ár á margan hátt en ég er eiginlega að sanna það fyrir sjálfum mér og fjölskyldu minni að það sé hægt að búa hér og að ég geti látið verða af því. Ég glími við þessi vandamál en á sama tíma heldur tónlistin mér á lífi, hún er það mikilvægasta í lífi mínu. Markmið mitt er í raun einfaldlega það að vera góður og hjálpsamur maður, ásamt því að gefa út tónlist á sama kalíber og hljómsveitir eins og Kimono, Muck og Sigur Rós.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira