Fékk vitringa að gjöf í erfiðum veikindum Elín Albertsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 12:00 Þóra Hrönn segir að vitringarnir séu henni kærir og hún setur þá alltaf upp fyrir jólin. Vísir/Valli Þóra Hrönn Njálsdóttir á eftirlætishluti þegar kemur að jólum. Það eru þrír vitringar sem tengdamóðir hennar, Bára Sigurjónsdóttir, færði henni árið 1987. Þóra Hrönn segir að vitringarnir þrír séu henni sérstaklega kærir. „Tengdamóðir mín átti svona vitringa og hafði átt í mörg ár. Mér fannst þeir alltaf sérstaklega fallegir. Þeir voru til þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir 42 árum. Það var Helga Björnsdóttir, eiginkona Gísla á Grund, sem hafði gert þá fyrir hana. Ég veiktist af krabbameini í eitlum árið 1987 og var í erfiðri lyfjameðferð fyrir jólin þegar Bára kom með vitringa að gjöf handa mér. Þeir voru fallega pakkaðir inn í servíettur og lágu í brúnum kassa. Hún vildi gleðja mig og bað Helgu að gera fyrir sig nýja vitringa,“ segir Þóra Hrönn.Handgerðir vitringar með gull, reykelsi og myrru. Það var Helga á Grund sem föndraði þá árið 1987.„Helga bjó til alveg sérstaklega fallegt jólaskraut. Hún vann með Kvenfélagi Hringsins og konurnar þar seldu fallega hluti. Mér þykir alltaf vænt um vitringana mína og þegar ég setti þá upp núna fyrir ljósmyndarann fannst mér jólin vera komin,“ segir Þóra Hrönn, sem hefur verið að læra ljósmyndun og er með heimasíðuna thorahronn.com. Helga á Grund var sögð listræn, sannkölluð töframanneskja í höndunum en hún skreytti yfirleitt elli- og hjúkrunarheimilið fyrir hátíðir á smekklegan hátt. Helga lést árið 1999. „Ég gef vitringunum alltaf virðulegan sess í stofunni. Bára lét sína standa uppi á hvítum flygli. Vitringarnir skipta miklu máli í Biblíunni en þeir heita Kaspar, Melkíor og Baltasar. Börnin mín hafa alist upp með vitringunum, þeir eru partur af jólahaldinu hjá okkur,“ segir Þóra Hrönn sem segist hafa fækkað jólaskrauti síðustu ár. „Vitringarnir fara þó alltaf upp.“ Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Svona gerirðu graflax Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin
Þóra Hrönn Njálsdóttir á eftirlætishluti þegar kemur að jólum. Það eru þrír vitringar sem tengdamóðir hennar, Bára Sigurjónsdóttir, færði henni árið 1987. Þóra Hrönn segir að vitringarnir þrír séu henni sérstaklega kærir. „Tengdamóðir mín átti svona vitringa og hafði átt í mörg ár. Mér fannst þeir alltaf sérstaklega fallegir. Þeir voru til þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir 42 árum. Það var Helga Björnsdóttir, eiginkona Gísla á Grund, sem hafði gert þá fyrir hana. Ég veiktist af krabbameini í eitlum árið 1987 og var í erfiðri lyfjameðferð fyrir jólin þegar Bára kom með vitringa að gjöf handa mér. Þeir voru fallega pakkaðir inn í servíettur og lágu í brúnum kassa. Hún vildi gleðja mig og bað Helgu að gera fyrir sig nýja vitringa,“ segir Þóra Hrönn.Handgerðir vitringar með gull, reykelsi og myrru. Það var Helga á Grund sem föndraði þá árið 1987.„Helga bjó til alveg sérstaklega fallegt jólaskraut. Hún vann með Kvenfélagi Hringsins og konurnar þar seldu fallega hluti. Mér þykir alltaf vænt um vitringana mína og þegar ég setti þá upp núna fyrir ljósmyndarann fannst mér jólin vera komin,“ segir Þóra Hrönn, sem hefur verið að læra ljósmyndun og er með heimasíðuna thorahronn.com. Helga á Grund var sögð listræn, sannkölluð töframanneskja í höndunum en hún skreytti yfirleitt elli- og hjúkrunarheimilið fyrir hátíðir á smekklegan hátt. Helga lést árið 1999. „Ég gef vitringunum alltaf virðulegan sess í stofunni. Bára lét sína standa uppi á hvítum flygli. Vitringarnir skipta miklu máli í Biblíunni en þeir heita Kaspar, Melkíor og Baltasar. Börnin mín hafa alist upp með vitringunum, þeir eru partur af jólahaldinu hjá okkur,“ segir Þóra Hrönn sem segist hafa fækkað jólaskrauti síðustu ár. „Vitringarnir fara þó alltaf upp.“
Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Svona gerirðu graflax Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin