Búðu húðina undir veturinn Rikka skrifar 21. nóvember 2014 11:00 vísir/getty Eftir því sem dagarnir verða styttri og kaldari verður húðin viðkvæmari, fölari og þurrari. Á þessum árstíma er nauðsynlegt að endurskoða umhirðu húðarinnar og skipta um snyrtivörur í skápnum. Hérna koma nokkur góð ráð til þess að halda húðinni í góðu jafnvægi á næstkomandi mánuðum. Mildur hreinsir Það misjafnt hvaða vörur einstaklingar nota til þess að hreinsa húðina, en þar sem hún verður viðkvæmari í kulda er heillaráð að fá sér kremkenndan og rakagefandi hreinsi.Skrúbbaðu Þegar kólnar úti hægir örlítið á líkamsstarfsemi og húðin verður ekki eins dugleg að endurnýja sig sem gæti leitt til þess að dauðar húðfrumur hangi lengur á húðinni en óskað er. Gott ráð við þessu er að nota mildan skrúbb tvisvar í viku eða mildan húðhreinsibursta á hverju kvöldi. Þegar dauðar húðfrumur eru fjarlægðar eiga næringarefnin í kremunum greiðari leið inn í húðina.Kremaðu þig upp Ekki er mælt með því að nota sama kremið allt árið um kring. Húðin verður töluvert þurrari yfir vetratímann hérna á okkar ylhýra Íslandi. Veldu feitari og rakameiri krem á veturna. Til dæmis er ekki verra ef kremið inniheldur hyaluoronic-sýru en hún bindur vatn og raka í húðinni.Sólarvörn Þó svo að sólin sé fáséð yfir vetrartímann þá er þó gott að hafa í huga að nota sólarvörn þegar hún loksins lætur á sér kræla. Allrabest er að nota rakakrem sem inniheldur sólarvörn. Þeir sem að stunda skíði af kappi ættu sérstaklega að hafa þetta í huga.Næturvinna Húðin þarf sérstaklega mikla umhyggju yfir vetrartímann og þá er gott að vera með góð næturkrem. Ekki er verra ef þau innihalda retinol, en það eykur framleiðslu á kollageni og elastíni sem eru byggingarefni húðarinnar og auka teygjanleikann. Til eru margar tegundir af rakamaska sem má sofa með og næra húðina yfir nótt. Heilsa Tengdar fréttir Hvað ertu að bera framan í þig? Einhver er ástæðan fyrir því að sum krem virka betur á okkur en önnur og gæti galdurinn legið í innihaldsefnunum. 24. október 2014 14:00 Þekktu efnin í snyrtivörunum Húðin dregur til sín allt að sextíu prósent af því sem borið er á hana. 31. október 2014 12:00 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning
Eftir því sem dagarnir verða styttri og kaldari verður húðin viðkvæmari, fölari og þurrari. Á þessum árstíma er nauðsynlegt að endurskoða umhirðu húðarinnar og skipta um snyrtivörur í skápnum. Hérna koma nokkur góð ráð til þess að halda húðinni í góðu jafnvægi á næstkomandi mánuðum. Mildur hreinsir Það misjafnt hvaða vörur einstaklingar nota til þess að hreinsa húðina, en þar sem hún verður viðkvæmari í kulda er heillaráð að fá sér kremkenndan og rakagefandi hreinsi.Skrúbbaðu Þegar kólnar úti hægir örlítið á líkamsstarfsemi og húðin verður ekki eins dugleg að endurnýja sig sem gæti leitt til þess að dauðar húðfrumur hangi lengur á húðinni en óskað er. Gott ráð við þessu er að nota mildan skrúbb tvisvar í viku eða mildan húðhreinsibursta á hverju kvöldi. Þegar dauðar húðfrumur eru fjarlægðar eiga næringarefnin í kremunum greiðari leið inn í húðina.Kremaðu þig upp Ekki er mælt með því að nota sama kremið allt árið um kring. Húðin verður töluvert þurrari yfir vetratímann hérna á okkar ylhýra Íslandi. Veldu feitari og rakameiri krem á veturna. Til dæmis er ekki verra ef kremið inniheldur hyaluoronic-sýru en hún bindur vatn og raka í húðinni.Sólarvörn Þó svo að sólin sé fáséð yfir vetrartímann þá er þó gott að hafa í huga að nota sólarvörn þegar hún loksins lætur á sér kræla. Allrabest er að nota rakakrem sem inniheldur sólarvörn. Þeir sem að stunda skíði af kappi ættu sérstaklega að hafa þetta í huga.Næturvinna Húðin þarf sérstaklega mikla umhyggju yfir vetrartímann og þá er gott að vera með góð næturkrem. Ekki er verra ef þau innihalda retinol, en það eykur framleiðslu á kollageni og elastíni sem eru byggingarefni húðarinnar og auka teygjanleikann. Til eru margar tegundir af rakamaska sem má sofa með og næra húðina yfir nótt.
Heilsa Tengdar fréttir Hvað ertu að bera framan í þig? Einhver er ástæðan fyrir því að sum krem virka betur á okkur en önnur og gæti galdurinn legið í innihaldsefnunum. 24. október 2014 14:00 Þekktu efnin í snyrtivörunum Húðin dregur til sín allt að sextíu prósent af því sem borið er á hana. 31. október 2014 12:00 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning
Hvað ertu að bera framan í þig? Einhver er ástæðan fyrir því að sum krem virka betur á okkur en önnur og gæti galdurinn legið í innihaldsefnunum. 24. október 2014 14:00
Þekktu efnin í snyrtivörunum Húðin dregur til sín allt að sextíu prósent af því sem borið er á hana. 31. október 2014 12:00