Er bara eitthvað svo eftir mig Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. nóvember 2014 12:00 Ég er svangur, sagði sá minnsti, klifraði yfir mig fram og aftur svo allur friður var úti. Klukkan var 6:45 en ekki um annað að ræða en vinda sér fram úr og finna eitthvað til í morgunmat. Öðrum í það verk var ekki til að dreifa þar sem bóndinn hafði farið norður í land á skytterí. Sú eldri vaknaði líka, jafnsvöng. Barnatíminn í sjónvarpinu fór í gang með tilheyrandi samstuði systkinanna um efnisval og hljóðstyrk og áður en klukkan varð sjö var ástandið á heimilinu eins og á sportbar, rétt eftir leik. Mér varð hugsað til bóndans, sofandi makindalega á koddanum undir dúnsæng í sveitakyrrðinni. Kannski myndi hann vakna við fuglasöng. Eftir að ég hafði slafrað í mig seríósi og mjólk sem var á síðasta snúningi fór morgunninn í þvotta og upphengingar, samanbrot og frágang. Tiltekt var einnig á dagskránni en árangur af henni var engan að sjá þar sem fjörkálfarnir, enn í náttfötunum þó nálgast færi hádegi, léku lausum hala um húsið. Ég styrkti taugarnar með kaffi. Fékk mér aftur í bollann. Bóndann sá ég fyrir mér horfa hugsi út á veiðilendurnar í kyrrðinni, með rjúkandi morgunkaffið í bolla. Kannski fengi hann sér hrærð egg og beikon í morgunmat, áður en hann færi út í hreina loftið. Við erum svöng, góluðu fjörkálfarnir aftur í eftir sundferðina sem ég dreif á til að geta afgreitt helgarbaðið í einni atrennu. Við fórum í Ikea og borðuðum kjötbollur með sultu í mannmergð og glymjandi hávaðinn reif í hljóðhimnurnar. Hvað verður í kvöldmat? spurðu kálfarnir. Ég bauð upp á súrmjólk og banana. Bóndann vissi ég etandi nautasteik með bernaise, skálandi fyrir veiði dagsins í rauðvíni. Kaka í desert. Ég er svangur, sagði sá minnsti klukkan 6:45. Það var mánudagsmorgunn en ég bjóst við að snúa mér á hina. Bóndinn var kominn heim. Ég er bara eitthvað svo eftir mig, sagði hann, genginn upp að hnjám og bólginn yfir ristina, sagði hann. Get hreinlega ekki stigið í fótinn, bætti hann við og sneri sér á hina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ég er svangur, sagði sá minnsti, klifraði yfir mig fram og aftur svo allur friður var úti. Klukkan var 6:45 en ekki um annað að ræða en vinda sér fram úr og finna eitthvað til í morgunmat. Öðrum í það verk var ekki til að dreifa þar sem bóndinn hafði farið norður í land á skytterí. Sú eldri vaknaði líka, jafnsvöng. Barnatíminn í sjónvarpinu fór í gang með tilheyrandi samstuði systkinanna um efnisval og hljóðstyrk og áður en klukkan varð sjö var ástandið á heimilinu eins og á sportbar, rétt eftir leik. Mér varð hugsað til bóndans, sofandi makindalega á koddanum undir dúnsæng í sveitakyrrðinni. Kannski myndi hann vakna við fuglasöng. Eftir að ég hafði slafrað í mig seríósi og mjólk sem var á síðasta snúningi fór morgunninn í þvotta og upphengingar, samanbrot og frágang. Tiltekt var einnig á dagskránni en árangur af henni var engan að sjá þar sem fjörkálfarnir, enn í náttfötunum þó nálgast færi hádegi, léku lausum hala um húsið. Ég styrkti taugarnar með kaffi. Fékk mér aftur í bollann. Bóndann sá ég fyrir mér horfa hugsi út á veiðilendurnar í kyrrðinni, með rjúkandi morgunkaffið í bolla. Kannski fengi hann sér hrærð egg og beikon í morgunmat, áður en hann færi út í hreina loftið. Við erum svöng, góluðu fjörkálfarnir aftur í eftir sundferðina sem ég dreif á til að geta afgreitt helgarbaðið í einni atrennu. Við fórum í Ikea og borðuðum kjötbollur með sultu í mannmergð og glymjandi hávaðinn reif í hljóðhimnurnar. Hvað verður í kvöldmat? spurðu kálfarnir. Ég bauð upp á súrmjólk og banana. Bóndann vissi ég etandi nautasteik með bernaise, skálandi fyrir veiði dagsins í rauðvíni. Kaka í desert. Ég er svangur, sagði sá minnsti klukkan 6:45. Það var mánudagsmorgunn en ég bjóst við að snúa mér á hina. Bóndinn var kominn heim. Ég er bara eitthvað svo eftir mig, sagði hann, genginn upp að hnjám og bólginn yfir ristina, sagði hann. Get hreinlega ekki stigið í fótinn, bætti hann við og sneri sér á hina.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun